Heima er bezt - 01.01.1964, Qupperneq 12
hjartahlýju, hispurslausri góðvild, og það er þá ekki
hægt að gera manni greiða, ef hann gerir það ekki.
Jónas Jónsson hefur einhvers staðar sagt, að fjórar
jarðir séu sér hugstæðastar þegar rætt sé um fegurð ís-
lenzkra sveita. Ein þeirra er Kirkjubæjarklaustur.
Kirkjubær á Síðu — eins og jörðin hét áður en klaust-
ur var stofnað þar — er landnámsjörð Ketils fíflska,
sem var kristinn og lét reisa kirkju á bæ sínum. Þar
höfðu áður setið Papar. Klaustur er því líklega eini
bærinn á fslandi, þar sem aldrei hefur búið heiðinn
maður. Síðan var þar helgisetur í kaþólskum sið um
fjögra alda skeið. Svona nátengdur er þessi staður
kristnisögu þjóðarinnar. Síðar var þar umboðsmanna-
og embættismannasetur frarn á þessa öld, eins og fyrr
er frá greint.
En enginn staður verður mikill af sögu sinni einni
saman. Það verður líka að dæma hann eftir því gildi,
sem hann hefur fyrir lífsbaráttu og viðfangsefni sam-
tíðarinnar. Og hér á Kirkjubæjarklaustur sínu veglega
og margþætta hlutverki að gegna. Að Klaustri hefur
almenningur í sveitunum milli Sanda margt að sækja.
Þar er aðalsímstöðin og póstafgreiðslan og miðstöð
langferðabílanna. Þar er gistihús, sem haldið er opnu
árið um kring. Þar er sláturhús og frystihús og verzl-
un. Þar hefur risið prestsetur og læknissetur og ný-
býli, svo að nú eru búsettir um 40—50 manns á þess-
ari víðlendu kostajörð, sem liggur á miðri Síðunni,
einni fegurstu og veðursælustu sveit á íslandi.
Eitt af minnstu húsunum á þessum mannmarga stór-
býli er hús þeirra Soffíu og Siggeirs Lárussonar. Það
var reist áður en hallarsjónarmiðið fór að ríkja í bygg-
ingamálum íslendinga. f þetta litla hús liggur margra
leið. Það eiga svo margir erindi við gestgjafann, við
oddvitann, en þó ennþá fleiri við hinn mikla greiða-
mann, sem allra erindi leysir af meðfæddri góðfýsi og
fyrirgreiðslu. í þessu húsi hefur hann búið síðan hann
kvæntist árið 1936. Kona hans er Soffía Kristinsdóttir
frá Miðengi í Grímsnesi. Þau hafa eignazt þrjú börn:
Lárus, kvæntur Ólöfu Benediktsdóttur frá Vopna-
firði. Þau eiga fjögur börn. Lárus hefur reist sér ný-
býli á Klaustri.
Kristinn, heitbundinn Ólafíu Jakobsdóttur á Hörgs-
landi á Síðu. Þau eiga einn son.
Gyða Sigríður, gift Magnúsi Einarssyni í Reykjavík.
Þau eiga einn son.
Stjúpsonur Siggeirs er Guðmundur Guðmundsson,
listmálari, kunnur undir listamannsnafninu Ferró. Kona
hans er Miriam Bat-Josef.
Kirkjubær á Síðu, Kirkjubæjarklaustur, er svipmik-
ill staður, hvort sem litið er á hann í ljósi sögunnar eða
hann er í huga okkar greiptur inn í fegurð skaftfellskr-
ar náttúru.
Undir grænum brekkum Klaustursfjallsins, þar sem
mjúkar línur í brúnum þess ber við himin, stendur
bærinn á grasivöxnum bökkum Skaftár, sem liðast lygn
Heyskapur á Stjórnarsandi. Siggeir og Lárus sonur hans sitt
hvoru megin við bilinn.
Iegsteinninn yfir séra Jóni Steingrímssyni i Klausturskirkju-
garði.
8 Heima er bezt