Heima er bezt - 01.01.1964, Page 13
Frá vinstri: Bat Josef, kona Ferró, Soffia, Ferró og Siggeir.
Engjafólk á Klaustri. Lárus á Klaustri lengst til hægri.
og hæg milli Síðunnar og Landbrotsins. í vestri er einn
af dásamlegustu smíðisgripum náttúrunnar, Systrastapi,
þar sem nunnurnar sofa í helgri ró, en álfarnir stíga
dans á tunglskinsbjörtum kvöldum, þegar máninn slær
silfurbrú yfir Skaftá.
í austri blasir Síðan við með Keldunúpi og Fossnúpi
og fjær Lómagnúpur, sem engan á sinn líka hæsta
standberg á Islandi, sem ekki nær að sjó, þar sem Járn-
grímur stendur enn með staf sinn og kallar mennina,
suma fyrr, suma síðar, eins og í draumi Flosa. Og fyrir
framan þennan hamrajötunn sjáum við Öræfajökul rísa
handan við óraleiðir sléttra sanda.
Þannig er Klaustrið í magnaðri dul sögunnar og heill-
andi fegurð landsins, sem er fagurt og frítt og fann-
hvítir jöklanna tindar.
Og maðurinn, sem er tilefni þessarar greinar, Sig-
geir Lárusson, hann setur sinn svip á þennan stað. Og
hversu hátt sem Klaustur rís í hugum okkar sem þekkj-
um það, þá væri það þó annað en það er, ef hann væri
horfinn þaðan.
Q'r' v’it-^ £3>*7- ©
T
&
t
'ó’
4
I
©
i
v,»
4
4
4
4
4
4
1
UMSKIPTI
Allvel síðast ýmsir sungu
áður en þögn á landið sló.
Stefán bóndi í Bessatungu
bar af sinni kynslóð þó.
Blóði voru Ijóð hans lituð,
list þó prjddi sérhvern brag. —
Nií eru einkum óljóð rituð.
ísland, þii ert snautt í dag.
Sn. J.
X
<3
f
f
?
?
?
©
?
©
y
X
©
f
f
a
BRÉFASKIPTI
Pétur Halldóisson, Kjörseyri, Hrútafirði, Strandasýslu, óskar eft-
ir bréfaskiptum við stúlkur á aldrinum 13—15 ára.
Ingibjörg Magnúsdóttir, Ketilsbraut 8, Húsavík, óskar eftir
bréfaskiptum við pilta á aldrinum 13—15 ára.
Sólveig Þórðardóttir, Bröttuhlíð, Húsavík, óskar eftir bréfaskipt-
um við pilta á aldrinum 13—15 ára.
fíjörg Karlsdóttir, Ketilsbraut 5, Húsavík, óskar eftir bréfaskipt-
um við pilta á aldrinum 13—15 ára.
Davið Herbertsson og Þórarinn Sveinsson, báðir í Bændaskólan-
um á Hvanneyri, Borgarfirði, óska eftir bréfaskiptum við stúlkur
á aldrinum 16—19 ára.
Áslaug Sveinbjörnsdóttir, Sigriður Hannesdóttir og Ingibjörg
Ölvisdóttir, allar í Skógaskóla, A.-Eyjafjöllum, Rangárvallasýslu,
óska eftir bréfaskiptum við pilta á aldrinum 17—20 ára. Æskilegt
að mynd fylgi.
Maria M. Jónsdóttir, Litla-Hóli, Eyjafirði, óskar eftir bréfaskipt-
um við pilta eða stúlkur 12—14 ára. Mynd fylgi.
fíjörn Magnússon, Steinnesi, Þingi, A.-Hún., óskar eftir bréfa-
skiptum við stúlkur á aldrinum 15—16 ára. Mynd fylgi.
Vigdis Bergsdóttir, Hnausum, Þingi, A.-Hún., óskar eftir bréfa-
skiptum við pilta á aldrinum 22—25 ára. Mynd fylgi.
Elin S. Sigvaldadóttir, Hofsárkoti, Svarfaðardal, Eyjafjarðar-
sýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 13—
15 ára.
Adda H. Sigvaldadóttir, Hofsárkoti, Svarfaðardal, Eyjafjarðar-
sýslu, óskar eftir bréfaviðskiptum við pilta og stúlkur á aldrin-
um 13—15 ára.
Sigrún Ragnarsdóttir, Húsmæðraskólanum Hallormsstað, óskar
eftir bréfaskiptum við pilta eða stúlkur á aldrinum 17—25 ára.
Jóhanna S. Ragnarsdóttir, Húsmæðraskólanum Hallormsstað,
óskar eftir bréfaskiptum við pilta eða stúlkur á aldrinum 15—17
ára.
Anna S. Jónsdóttir, Munaðarnesi, Ingólfsfirði, Strandasýslu, ósk-
ar eftir bréfaskiptum við pilt eða stúlku 12—14 ára.
Petrina Eyjólfsdóttir, Krossanesi, Norðurfirði, Strandasýslu, ósk-
ar eftir bréfaskiptum við pilt eða stúlku á aldrinum 13—14 ára.
Helga Gunnarsdóttir, Eyri, Ingólfsfirði, Strandasýslu, ðskar eft-
ir bréfaskiptum við pilt eða stúlku á aldrinum 11—13 ára.
Edda Levy, Ósum, Vatnsnesi, V.-Hún., óskar eftir bréfaskiptum
við pilta eða stúlkur á aldrinum 12—14 ára.
Lára fírynja Hjaltadóttir, Vesturhópshólum, V.-Hún., óskar eft-
ir bréfaskiptum við pilta eða stúlkur á aldrinum 12—14 ára.
Heima er bezt 9