Heima er bezt - 01.01.1964, Blaðsíða 15
írlandsbanki og
Trinity College.
DAGUR í DYFLINNI.
Þótt undarlegt megi virðast dvaldist ég einungis tvo
dagparta í Dyflinni, fyrsta og síðasta verudag minn í
írlandi, af þeim sökum urðu kynni mín af borginni
minni en skyldi. Miðborgin er björt og víða fögur, vel
hýst með breiðum götum. Er sá hluti borgarinnar að
miklu leyti reistur þegar á 19. öld og af furðu mikilli
framsýni. Höfuðgata borgarinnar er O’Connell Street.
Setur súla mikil, sem er minnismerki Nelsons, sjóliðs-
foringjans enska, svip sinn á götuna. En við þá götu
eru tengdar miklar og hryggilegar minningar úr sögu
írlands. Þar er pósthúsið, þar sem höfuðstöðvar upp-
reisnarinnar 1916 voru. Var uppreisnin kæfð í blóði
hinna írsku frelsishetja, og pósthúsið þá lagt í rústir í
skothríðinni, eða eins og segir í kvæðinu:
I heila viku varðist þar hið vaska írska lið.
En þá var fallin hetja hver, og hrunið pósthúsið.
En ensldr spúðu eiturgasi um allar götur og torg
og kveiktu síðan eld við eld í okkar höfuðborg.
Slíkar minningar eiga Irar margar frá liðnum tímum,
en borgin reis úr rústum og nú má kallast friðsamleg
samvinna með Irum og Englendingum, þótt enn svíði
í gömlum sárum.
í úthverfum Dyflinnar er eins og annars staðar í írsk-
um borgum og bæjum mikið um nýbyggingar. Gömul
fátækrahverfi, sem voru fjarri því að vera mannsæm-
andi bústaðir hafa verið rifin og nýjar vistlegar húsa-
samstæður og einbýlishús reist í þeirra stað. Hefur víða
um landið farið frarn svipuð gjörbylting í húsakosti
og hér á landi á síðustu áratugum.
í Dvflinni heimsótti ég grasafræðiprófessorinn David
A. Webb, kennir hann við Trinity College, sem er einn
af clztu háskólum borgarinnar. Enda þótt háskólinn sé
í mörgum byggingum og stórum, eru þar samt tilfinn-
anleg þrengsli og margt með ófullkomnara sniði en í
hinum nýju háskólum. Furðaði mig t. d. mjög á hversu
vinnustofa Webbs prófessors var þröng og fátæklega
búin. Hann tók mér ljúfmannlega og veitti mér marg-
ar nauðsynlegar upplýsingar um þá hluti gróðurfræði-
legs efnis, sem mig fýsti að vita.
Um leið og ég hitti prófessor Webb leit ég inn í
bókasafn Trinity College, en í sýningarsal þess eru
geymd nokkur af hinum frægustu og fegurstu fom-
handritum íra. Þar er t. d. Kell-bókin, sem talin er eitt
fegursta handrit í heimi að leturgerð og skreytingu.
Handritin eru geymd í sýnipúltum og breitt yfir, verð-
ur að draga ábreiðuna til hliðar, til að sjá handritin, en
lampi er yfir borðinu, svo að þau sjáist sem bezt. Þótt
gesturinn fái ekki nema svipsýn af einni opnu þessara
dýrðlegu bóka, nægir það til að vekja undrun og hrifn-
ingu og umfram allt aðdáun á þeim kyrrlátu klaustra-
mönnum, sem á óróaöldum sátu og gerðu þessi snilld-
arverk Guði til dýrðar. Og þótt margt sé enn gevmt
af handritum þessum, mun hitt þó miklu meira, sem
glatazt hefur fyrir ránshöndum víkinga og síðar pró-
testantiskra ofstækismanna, sem öldum saman reyndu að
útrýma kaþólskri trú íra. Því miður mátti ég ekki dvelj-
ast nema stutt í bókasafninu. Sýningarsalurinn er hljóð-
ur og hæfilega skuggsýnn. Gestirnir læðast hljóðlega
frá hverju sýniborðinu til annars, lyfta af þeirn ábreið-
unni og stara frá sér numdir á listaverkin nokkra stund.
Heima er bezt 11