Heima er bezt - 01.01.1964, Síða 16
Ganga síðan áfram, gripnir af kyrrð og helgi staðar-
ins, ef svo mætti að orði kveða.
Skammt frá Trinity College er þjóðminjasafn íra,
The National Musernn, en þar er einnig grasasafn lands-
ins geymt. Atti ég erindi við forstöðumann þess, en
hann var því miður ekki heima en umsjónarkona safns-
ins, Miss Scannell, tók mér prýðilega og sýndi mér
safnið og þakkaði mér fyrir sérprent, er ég hafði sent
því. Leit ég þar á nokkrar plöntur í herbaríinu, en
einkum varð mér starsýnt á sýningarsafnið, sem er
auðugt af sýnishornum af hvers konar nytjavörum, sem
fengnar eru beint og óbeint úr plönturíkinu, þótti mér
einkum furðulegt að sjá þar sápu, olíu, pappír o. fl.,
sem unnið er úr sverði.
Einnig fór ég lauslega um sali þjóðminjasafnsins, en
það er meðal annars auðugt mjög af gripum frá for-
söguöld Ira og fyrstu sögu þjóðarinnar. Þar er ógrynni
muna úr eir og gulli frá eiröld, og sýna þeir bezt hví-
líkur auður hefur þá verið í landinu, en sama sýna
einnig yngri gripir úr klaustrum og kirkjum, er ekki
undravert, þótt slík auðæfi freistuðu norrænna vík-
inga, ekki sízt þegar lítið var um varnir af hálfu lands-
manna.
Sérstakan hugblæ vekja söfnin frá frelsisbaráttu Ira,
þótt ekki séu þar gull og gersemar. En til þess að skilja
fyllilega gildi þeirra, þarf gesturinn að þekkja dálítið
til sögunnar, og vita við hverjar hörmungar þjóðin bjó,
og hvílíka fórnfýsi synir hennar og dætur sýndu í bar-
áttu sinni fyrir frelsi og mannréttindum. Því miður
skorti mig þá þekkingu. En um margt þóttist ég þó
fróðari, er ég fór út aftur, þótt viðdvölin væri stutt.
En að kvöldi hins 6. desember ók Murphy með okkur
til bæjarins Mallow í Suður-Irlandi, og gistum við þar
tvær nætur.
í SVEITUM OG BÆJUxM SUÐUR-
ÍRLANDS.
Svo er sagt, að það sem einkenni allan þorra sveita-
þorpa í Irlandi sé þrennt: vatnsmylna, mjólkurbú og
gamlar hallarrústir. Satt er þetta að vísu, en þó mundi
ég vilja bæta við kirkju og bjórstofu. Og þá má ekki
gleyma markaðstorginu, sem er eitt helzta einkenni
margra þorpanna, en þau eru nú óðum að hverfa.
Markaðstorgin liggja venjulega í bæjunum miðjum,
og liggur aðalgatan eða þjóðvegurinn gegnum þau. Ef
ekkert er um að vera, þá sér ferðamaðurinn naumast
annað, en að gatan breikkar skyndilega, en á markaðs-
dögum er myndin önnur. Markaður er haldinn einu
sinni í mánuði. Þá koma bændurnir úr nágrenninu í
kaupstsðinn til að selja afurðir sínar en einkum þó
sauðfé, grísi og nautgripi. Meðfram húsunum á torg-
inu eru reistar grindur líkt og færikvíarnar voru hér
heima, og hefur þar hver bóndi sinn krók fyrir kind-
ur og grísi, en á miðju torginu eru nautgripirnir bundn-
ir á eins konar bása. Fara má nærri um að ekki er þrifn-
aðarauki að þessu, enda er torgið að kveldi líkast fjár-
rétt í rigningu á haustdegi, og mikið verk að þvo það
á eftir. Ekkert fast verðlag er á skepnunum en prúttað
og þráttað í það óendanlega, en á milli bregða kaup-
endur og seljendur sér inn á næstu bjórstofu og fá sér
hressingu. Vill oft verða hávaðasamt á markaðsdögum.
Það sem ekki selst verða bændur að fara með heim aft-
ur. Er mikið um fjárrekstra til og frá borgunum á mark-
aðsdögum. En nú er víða kominn nýr háttur. Markað-
irnir eru haldnir utan við bæina, og fénaðurinn seldur á
uppboði. Við það verður verðlagið öruggara, en marg-
ir sakna gamla skipulagsins, og verður því ekki neitað,
að markaðirnir eru sérkennileg og einstæð þjóðlífs-
mynd.
í hverjum bæ og þorpi eru tvær eða fleiri kirkjur.
Margar þeirra eru hinar fegurstu og mikil hús. I Mal-
low, sem er bær á stærð við Akureyri, voru kirkjurnar
þó aðeins tvær, en hvor um sig rúmar mikið á annað
þúsund manns, og þær fyllast á hverjum helgidegi, ekki
einu sinni heldur þrisvar til fjórum sinnum. Enda er
það svo, að á sunnudögum fram til hádegis sést naum-
ast maður á ferli í írskum þorpum, nema á leið í kirkju
eða úr henni. Enda er kirkjan ríkur þáttur í þjóðlífi
íra. írar halda fast við sína kaþólsku, enda hefur kirkj-
an verið ómetanleg stoð í baráttu þeirra fyrir frelsi og
þjóðerni á liðnum tímum. Þó verður því ekki neitað,
að fastheldni þeirra við trúna kostnaði þjóðina ótrúleg-
ar ofsóknir og hörmungar, en kirkjan var líka eina
skjólið, sem flúið varð til. Sennilegt er, að þjóðerni
þeirra og sérstæð menning hefði glatazt með öllu eins
og dropi í hið brezka þjóðarhaf, ef kirkjunnar hefði
ekki notið við. Og gullöld írlands í menningu og
menntun er fremur öllu öðru tengd við kirkjuna og
kirkjunnar menn. Fornkirkjan írska ól þá hámenning
í bókmenntum og fögrum listum, sem seint mun fyrn-
ast. Þetta allt verðum vér að hafa í huga til þess að
skilja, hversu ríkan þátt hin kaþólska kirkja á í þjóð-
lífinu enn í dag. En hún er voldugt ríki í ríkinu. Flest-
ir menn ganga daglega í kirkju, til að gera bæn sína,
eigi þeir þess nokkurn kost. Þetta eru ekki látalæti eða
skinhelgi, heldur snar þáttur í lífi hvers einstaklings.
Mönnum finnst dagurinn sé að einhverju leyti glatað-
ur, ef þessari venju er ekki fylgt. En kynduglega kem-
ur okkur ókirkjuræknum mönnum þetta fyrir sjónir,
og þá ekki síður, að ef ekið er fram hjá kirkju, að öku-
maðurinn gerir krossmark fyrir sér. Mjög víða eru
helgimyndir og krossmörk reist meðfram vegum eink-
um við vegamót, og eru margar þessar myndir hinar
fegurstu.
Kirkjur í írlandi eru yfirleitt fögur hús og mjög
myndum skreyttar. Ekki er ég fróður um kirkjulega
myndlist, en svo þótti mér sem myndir þar væru svip-
fríðari en títt er í kaþólskum kirkjum. Minntu þær á
grískar höggmyndir.
írska kirkjan ræður mildu um skólamál landsins, er
fjöldi skóla bæði æðri og lægri rekinn af kirkjunni, en
allir eru þeir þó undir eftirliti ríldsvaldsins, en trúar-
bragðafræðsla í skólum er alls staðar í höndum klerka.
12 Heima er bezt