Heima er bezt - 01.01.1964, Side 19
GUÐMUNDUR J. EINARSSON:
Húsfrú Kristín Kristjánsdóttir
Fossá
Iinn 2. september 1963 andaðist á heimili sínu
á Hjarðarnesi Kristín Kristjánsdóttir 84 ára að
aldri. Hafði hún dvalið þar frá því 1899, og
verið húsmóðir þar 57 ár. Kristín fæddist í
Hergilsey 28. ágúst 1879. Hún var dóttir Kristjáns
bónda og hreppstjóra í Hergilsey Jónssonar. Kona Jóns
hét Kristín og var dóttir Eggerts Ólafssonar hins ríka
í Hergilsey og 3. konu hans, Guðrúnar Jónsdóttur frá
Gröf í Gufudalssveit. Líkindi eru til að Kristín hafi
verið heitin eftir þessari ömmu sinni. Móðir Kristínar
hét Magðalena Ólafsdóttir, þá vinnukona í Hergilsey.
Sögn er til um það, hvernig kona Kristjáns, Ingibjörg
Andrésdóttir, brást við þessu framhjáhlaupi manns síns.
Vona ég að það særi engan, þótt ég segi þá sögu, eins
og mér var sögð hún af trúverðugri konu, sem átti
heima í Hergilsey, og er hún á þessa leið:
Þegar elja hennar kenndi jóðsóttarinnar, lét hún hana
hátta í rúm þeirra hjóna, og sat sjálf yfir henni, enda
var hún ljósmóðir eyjarinnar, þótt engrar menntunar
hefði notið til þess starfa frekar en aðrar konur á þeirri
tíð. Barninu reyndist hún sem bezta móðir, og naut hún
handleiðslu þessarar fóstru sinnar ásamt móðurinni. En
Ingibjörg andaðist þegar Kristín var 18 ára gömul. Það
er sagt, að „fjórðungi bregði til fósturs“ og mun það
sannmæli eða vel það, en Ingibjörg þessi var svo mik-
ið valkvendi, að þeir sem þekktu hana áttu fæstir nóg
orð til að lýsa hjartagæzku hennar og góðmennsku.
Kristján faðir Kristínar hefi ég heyrt að hafi verið vit-
ur maður og góðgjarn, fríður sýnum. Kristín líktist
honum mjög, sérstaklega voru augun lík og hreyfing-
ar allar. Hann var hár vexti, en Kristín var tæplega
meðalkona á hæð, en snemma þrekin nokkuð. Kristján
var 51 árs er hann gat hana. Son átti hann með konu
sinni, og var hann einbirni þeirra, þá 25 ára að aldri.
Hann hét Snæbjörn. mikill merkismaður á sinni tíð,
og kenndur við Hergilsey. Snæbjörn bjó þá í Svefn-
eyjum á móti tengdaföður sínum, Hafliða Eyjólfssyni
(eyjajarli). Á fóstri með þeim mágum, Snæbirni og
Hafliða, var unglingsmaður, Sigurmundur að nafni,
hann var sonur Guðmundar bónda Oddgeirssonar í
Sauðeyjum. Var honum komið í fóstur sökum þess að
móðir hans dó er hún fæddi hann. Pilturinn varð
snemma harðger og lét sér ekki allt fyrir brjósti brenna.
Og þegar hann fékk aldur til, gerðist hann formaður
og síðar skipstjóri á fiskiskipum frá ísafirði. Aflamað-
ur míikill og kappsamur.
Árin liðu, og Kristín gerðist hin fríðasta, mær, sem
sjálfsagt margir ungir menn hafa rennt til vonaraug-
um. Kristján bóndi gerðist nú ellimóður, og árið 1895,
þegar Kristín var 16 ára gömul, varð sú breyting á, að
gamli maðurinn fékk búið í hendur syni sínum og
fluttist Snæbjörn þá í Hergilsey með skyldulið sitt, og
tók þar við öllum búsforráðum utanhúss. Þá var Kristj-
án faðir hans orðinn mjög sjóndapur. Með Snæbimi
fluttist þá einnig fóstri hans, Sigurmundur, þá 22 ára
gamall. Það sagði mér tengdamóðir mín, Kristín, sem
þá átti heima í Hergilsey, að Sigurmundur hafi verið
með glæsilegustu ungum mönnum, sem þá vora í Eyja-
hreppi. En brátt risu úfar milli þeirra fóstra, Snæbjarn-
Kristín Kristjánsdóttir, Fossá, 74 ára.
Heima er bezt 15