Heima er bezt - 01.01.1964, Síða 20

Heima er bezt - 01.01.1964, Síða 20
 Til vinstri: Fossárbœr og umhverji hans. í miðju: Nokkur hluti af Fossárjé í réttinni heima. Á myndinni sést fossinn sem bær- inn dregur nafn af. Til hægri: Bœrinn á Fossá, byggður skömmu eftir aldamót. ar og Sigurmundar, mun það fyrst og fremst hafa staf- að af kappgirni um sjósókn og aflabrögð. Snæbjörn var þekktur fyrir annað meira, en að vilja vera eftirbátur annarra, en ekki veit ég, hvað óvild þeirra fóstra stóð djúpt, en eitt er víst, að þegar Snæbjöm varð þess var, að hálfsystir hans og Sigurmundur fóru „að draga sig saman“, lagði hann hlátt bann við því að meira yrði úr. Alun hafa heitið systur sinni afarkostum, ef hún léti ekki af „þessari vitleysu“. En Kristín var ekki til einskis skyld honum sjálfum, og af ætt Eggerts ríka í Elerg- ilsey, enda er það gamall og nýr sannleikur, að engir fá því orkað „að halda kvenna hjörtum frá, honum sem þær vilja unna“. Sigurmundur mun þá hafa verið kominn í nokkur efni, og maðurinn bæði fengsæll og með afbrigðum duglegur. Og þar sem þeim báðum mun hafa verið það mikið kappsmál að láta ekki „slíta sig sundur", þá brá hann á það ráð að taka á leigu kot upp á Hjarðarnesi og láta af sjómennsku. Hann var þá 25 ára en Kristín 19 ára, en hún réðist til hans sem bústýra. Fluttu þau svo upp á land vorið 1899, og með þeim móðir henn- ar Magðalena, þá 49 ára, og unglingsstúlka úr Herg- ilsey. Þetta var þá allt fólkið. Hvaða efni þau hafa flutt með sér er mér ókunnugt um, en ég hefi góðar heim- Bátur Sigurmundar á Fossá. ildir fyrir því, að Kristín hafi lítið getað lagt í búið fyrir utan fatnað sinn og sængurklæði. En mér er sem ég sjái svipinn á mínum gamla sambýlismanni, Snæ- birni, þegar hann horfði á eftir systur sinni upp sund- ið úr Hergilsey. En sjálfsagt hefur hann ekki talað margt frekar en venjulega þegar honum rann í skap. En þó Kristín fengi aldrei neinn arf eftir föður sinn, enda ekki til arfs borin eftir þeirrar tíðar lagabókstaf, sættust þau systkini heilum sáttum nokkrum árum síð- ar. Og einatt nefndi hann hana systur sína, a. m. k. á seinni árum. Arið eftir, eða árið 1900, gengu þau Kristín og Sigur- mundur svo í hjónaband. Árið 1902 eignuðust þau fyrsta barnið, Harald. Má geta þess, að hann varð elli- stoð foreldra sinna, og hefur dvahð á Fossá alla ævi fram að þessu, og tók við búi eftir föður sinn þegar hann lézt árið 1955, og býr þar nú miklu rausnarbúi. Tveimur árum síðar eignuðust Fossárhjón tvíbura, meybörn, var önnrn- heitin í höfuðið á móðurmóður sinni, Magðalenu, en hin eftir föðurmóður sinni, Sig- ríði. Þær urðu snemma glæsilegar stúlkur. Fluttust báð- ar til Reykjavíkur og giftust þar og eignuðust börn. Magðalena er dáin fyrir 10 árum. Þrjú börn hennar ólust upp hjá afa og ömmu á Fossá frá æsku til full- orðinsára. Sigríður missti mann sinn fyrir mörgum ár- um, en dugnaður hennar og kjarkur hjálpaði henni að yfirstíga alla örðugleika. Árið 1905 fæddist þeim Foss- árhjónum annar sonur. Hlaut hann nafn móðurföður síns, Kristjáns. Er hann nú þekktur kaupsýslumaður í Reykjavík og frægur laxveiðimaður. Ætla mætti að hjónum, sem flytja á niðurnítt kot, efnalítil, og eignast 4 börn á fimm fyrstu búskapar- árum sínum, hafi orðið þungt undir fótum efnalega, en svo var ekki. Það leið ekki á löngu þar til Sigur- mundur var talinn fjárflesti bóndi hreppsins, og sterk- efnaður, a. m. k. mun það hafa verið álit hreppsnefnd- armanna, því lengst af var honum gert að greiða hæsta sveitarútsvar í Barðastrandarhreppi. En á Fossá, og raunar víðar í sveit á þeim árum, mun klukkan sjald- 16 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.