Heima er bezt - 01.01.1964, Side 23

Heima er bezt - 01.01.1964, Side 23
hcttunni, sem hrokkið hafði á gólfið, en gleymdi jafn- skjótt ætlun minni. Ég lagði flöskuna á borðið, gekk :inn í svefnherbergið og fór að hátta. Erla kom í dyrnar. — Ég hita mér te og fer í bað. Viltu sopa? — Af tevatninu eða baðvatninu? — Asni! fnæsti hún í ljósri reykjargusu og lét hurð- ina skella að stöfum. Ég háttaði í skyndi, fleygði fötunum á stól við glugg- ann, fann ekki náttfötin í rúminu, nennti ekki að leita þeirra, en skreið undir sængina í svitaþvölum bolnum einum klæða. Ég þreifaði eftir pappadós í náttborðs- skúffunni, fann hana og tók þrjár pillur. Obragðið fyllti munninn. Vatnsglasið var tómt. Ég nennti ekki að sækja i það, en varpaði mér á koddann og breiddi upp fyrir höfuð. Víman frá kvöldinu var næstum runnin af mér. Ég dró mig í hnipur og vafði sænginni um mig, svo að hvergi gosaði. Ég lokaði augunum í heitri von um, að svefninn tæki mig sem skjótast í faðm sinn, myrkan og auðan. Fáeinar samhengislausar leifturmyndir runnu um vit- und mína: Ebba Thomsen hleypur upp þrepin á Leifs- götunni. Bros hennar og Ijósbrotið í hvítum perlum hálsfestarinnar glitra í augum. Lítill tólf ára snáði, móeygur og broseygur, ber Kristjáni skeyti. Sverrir Björnsson dettur bölvandi um þröskuld, kylliflatur, þungt og slettingslega, eins og druklmum mönnum er lagið. Gleraugun hrökkva af honum, skoppa fram gólf- ið og beint undir sólann á silfurskó frti Jónasínu. Níst- andi ísltrið í glerjunum, sem molast, drukknar í fláu, skerandi hvíi, þegar konan jesúar sig. Helga situr við hljóðfærið. Ljósjarpt hár hennar, talsvert grásprengt í hvirflinum, nemur við hálsmálið á dökkbrúnum kjóln- um. En þegar hún lýtur áfram, ldofnar hár hennar og hrynur fram með vöngunum. Hvítur hálsinn undir hnakkanum kemur í ljós, róshvítur og fífumjúkur. Svo lyftir hún höfðinu á ný. Fingur hennar leika á hljóm- borðinu eins og sólstafir á gáruðu vatni. Loks hvarf ég úr þessu rökkvaða húmi alveg inn í dimmuna. Mér var orðið að ósk minni. Allt í einu vissi ég af mér. Ég heyrði hjarta mitt slá þungt og seinlega, fann andardrátt minn á þurrum vör- um, nam þrútna hvarmana án þess að hræra þá, og lúa- verkurinn í fótunum brann á ný. Allt í einu vissi ég, hvers vegna ég hafði vaknað. Mjúkum lófa hafði verið gripið um hnakka minn og kné lagt um kné mitt. Hönd mín þreifaði seinlega fyr- ir sér og fann nakta konuöxl. Snertingin var þægileg, húðin hlý og þurr. Lófi minn rann máttvana inn yfir brjóstið, niður um mittið og upp mjúkan ávala mjaðm- arinnar. Þar hvíldi hann taldaust fáein andartök. Þá kippti ég víst að mér hendinni, sneri mér þyngsla- lega við í rúminu, dróst aftur í hnipur, sveipaði sæng- inni um fæturna og höfuðið og hvarf enn inn í myrkr- ið. Ég glaðvaknaði við höggið. Ég veit ekki, hvort það reið af samstundis eða nokkru seinna. Það skiptir engu. Óvænt og leiftursnöggt skall það milli herðanna. Ég hrökk næstum fram úr. Örskots- stund engdist ég á stokknum og náði ekki andanum. Svo brölti égr fram á næturkalt gólfið. I fölu skini götuljósanna, er smaug um gluggann, sá ég Erlu, þar sem hún lá á hnjánum í rúminu og studdi niður höndum. Heitt og starandi andlit hennar hvíldi á mér. Allt andlit hennar brann í annarlegri sambreyskju af kaldri, hlæjandi heift og kveljandi angist. — Hvað gengur að þér, manneskja? stundi ég. Konan svaraði engu, en settist á hæla sér og hló lág- um hlátri, sem hófst og hneig í flissandi rokum. — Ertu að tapa þér? Örsnöggt varpaði hún sér á grúfu í rúmið, fól and- lit sitt í sænginni og skalf af ofsafengnum gráti. Ég gekk til hennar, lagði hönd mína á öxl hennar, blítt og mjúkt. Hún kipptist undan. — Ef þú snertir mig einum fingri, drep ég þig, hreytti hún til mín í hvíslandi ofsa. Ég hrökklaðist frá henni. Andartak stóð ég kyrr á gólfinu vanmegna og úr- ræðalaus og horfði á konuna. Svo þreifaði ég eftir föt- unum mínum, staulaðist fram í stofuna og lokaði á milli. Stundarlengi sat ég þarna og reykti eina sígarett- una eftir aðra. Innan úr herberginu heyrðist ekkert minnsta hljóð. Léttur óttublær þaut í trjánum úti fyr- ir, smaug inn um opinn gluggann og bærði tjöldin. Loks reis ég á fætur, náði í brúnu fötin mín og klædd- ist. Ég gekk út að glugganum. Morgunninn var að renna. Himinninn var hlaðinn svörtum skýjum. í þögninni heyrði ég leka úr snjónum á þakinu. Ég læddist fram, fór í skóna, greip hattinn minn og gekk út. Klukkan var tíu mínútur yfir fimm. Bíllinn stóð við húshornið. Ég settist við stýri og ók af stað út á Bræðraborgarstíginn og niður á Vestur- götuna. Snjórinn var orðinn vatnsósa og vall sundur við hjólin. Öðru hvoru umdi árgolan í opnum bílglugg- anum og bar svalan salteim fyrir vit. Neðst á Vesturgötunni mætti ég ungri stúlku, sem gekk hratt vestureftir. Gamall maður í lúðum samfest- ingi kom rólandi Kalkofnsveginn með pokaskjatta á kúptum herðum. Rétt innan við Baronsstíginn stóðu tveir vörubílar og fólksbifreið á röð fast við stéttina. Um leið og ég ók fram hjá þeim, steig stúlka fram á milli fólksbif- reiðarinnar og fremri vörubílsins. Hratt og hiklaust stökk hún beint út á götuna. Hún lenti á hægri hjól- hlíf minni og féll við. Allt gerðist þetta í svo skjótri svipan, að mér vannst enginn tími til að svifa bílnum lengra út á götuna og komast hjá árekstrinum. Ég heml- aði samstundis og stökk út úr. Stúlkan var að rísa á fætur. Ég studdi hana með var- úð og spurði hana, hvort hún hefði meiðzt mikið. Hún Heima er bezt 19

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.