Heima er bezt - 01.01.1964, Blaðsíða 24
svaraði engu, en gekk fáein skref fram með bílnum. Ég
þóttist sjá, að hún væri óbrotin og gladdist við.
— Eruð þér ntikið meidd, fröken?
Hún sneri sér að mér, studdi hendi á hjólhlífina og
horfði andartak á ntig dálítið hissa, eins og hún skildi
ekki fyllilega við hvað ég ætti, þótt hún hefði heyrt
orð mín.
Ég endurtók spurningu mína. Ekkert svar.
— Viljið þér, að ég nái í lögregluþjón?
— Lögregluþjón? Nei, ekki .... nei, fyrir alla lif-
andi muni ekki lögregluþjón.
— Þér haldið þá, að þér hafið ekki meitt yður neitt
að ráði?
— Ég held ég sé alveg ómeidd. Mér varð bara dálít-
ið bilt við.
Ég gekk til hennar, tók klútinn úr brjóstvasa mínum
og þerrði vandlega bleytuna, sent sletzt hafði á andlit
hennar.
— Ég bið mikillar afsökunar, fröken. Ég veit ekki,
hvað ég hef verið að hugsa ....
Þetta var fremur ung stúlka. Og þó .... Elún var
á nokkuð óráðnum aldri, ef til vill um þrítugt eða vel
það. Litlu hrukkurnar kringum augun voru þegar þétt-
greyptar. Á enninu voru hrukkur, sem enginn farði gat
dulið. Báðunt megin munnsins voru nokkuð djúpar
korpur. Andlitið var frernur frítt og bjart, en sviplít-
ið og yfirbragðið þreytulegt. Ufsagrá augun horfðu til
mín í daufu tilliti.
— .... Ég hafði enga minnstu hugmynd um yður
fyrr en bíllinn skall á yður.
— Þetta er allt mér að kenna. Ég átti ekki að stökkva
svona fram á götuna.
— Til allrar hamingju ók ég hægt. Annars hefði
kannske illa farið.
Ég þerrði snjóblevtuna af höndum hennar. Kápan
hennar var vot og aurstokkin öðrum megin. Ég hristi
úr henni og þerrði af henni eins vel og ég gat.
— En sokkurinn yðar er illa leikinn. Og svo hafið
þér hruflað yður á hnénu. Ég verð að senda yður nýja
sokka við fyrstu hentugleika, sagði ég brosandi, reis á
fætur og fleygði klútnum inn í bílinn.
— Nafn mitt er annars Daníel Daníelsson, Bárugötu
44, ef þér óskið nánari athugunar vegna .... þessa
leiðinlega atviks, og bílnúmerið er ....
— Nei, þakka yður fyrir. Þetta var alveg mér að
kenna. Ég hefði átt .... Ég hefði ekki átt ....
Ég hélt hún ætlaði að segja eitthvað meira, en það
var sem hugur hennar snerist um annað en orð henn-
ar og hún gleymdi að ljúka setningunni. Hún stóð þarna
við bílinn og studdi hendi á hjólhlífina. iVIorgunljóm-
inn rauf stærri og stærri glufur í skýjaþekjuna. Loks
leit stúlkan til mín, undarlega hvasst, og sagði lágt,
næstum hvíslandi:
— Ef ég hefði orðið undir bíl.
Ég vissi ekki, hverju ég átti að svara, eða hvort ég
ætti að svara, því að ég var ekki viss um, að hún hefði
beint orðum sínum til mín. Þögnin varð mér allt í einu
óþægileg. Ég brosti til stúlkunnar og sagði:
— Þér levfið mér nú, fröken, að aka yður heint ....
eða .... þangað, sem þér ætluðuð?
Hún leit upp til mín, en endurgalt ekki flugfreyju-
bros mitt. Andartak horfði hún á mig köldunt, kann-
andi augum. Svo snerist hún hvatlega á hæl, gekk án
þess að segja neitt frarn með bílnum, opnaði hurðina og
settist inn.
Ég ók af stað.
— Þér hafið ekki sagt mér, hvert ég á að aka.
— Alveg sarna.
— Ég meina, hvert þér voruð að fara.
— Ekkert. Ekkert sérstakt.
— Bara á morgungöngu? spurði ég létt og hlæjandi
og sveigði inn á Hringbrautina.
— Já, bara morgungöngu.
Orð hennar hljómuðu fremur sem bergmál en svar.
Röddin var tónlaus, en ekki óþægileg. Bíllinn rann
mjúkt og hægt suður brautina. Vatnsósa snjórinn vall
sundur fyrir hjólunum. Daginn lýsti óðum.
— Ég átti heldur ekki neitt erindi út, ætlaði bara að
renna hérna rétt inn fyrir, til þess að anda að mér
morgunloftinu. Eigum við að rúlla svolítið suður á
við?
Hún kinkaði kolli, en sagði ekki neitt.
Ég ók yfir á Reykjanesbrautina. Létt og mjúklátt
rann bíllinn suður á bóginn. Strætisvagn kom að inn-
an. Rytjulegur krummi flaug lágt og gargandi suður
til fjarðarins.
Sólin var stigin á himin og stafaði segl og súðir skýja-
knarranna, sent sigldu heiðið til útnorðurs. Þrjár ali-
gæsir stóðu í garðfæti, teygðu álkurnar í girðingu og
hvæstu.
Ég reyndi að hefja og halda uppi glaðlegum og and-
ríkum samræðum við sessunaut minn. En stúlkan svar-
aði engu. Hún sat þarna grafkyrr og starði í morgun-
ljómann, naut vindlingsins hægt og áfergjulaust og
kinkaði öðru hvoru kolli við orðum mínum, þótt hún
virtist lítið leggja við hlustir.
Ég gat þess, eins glaðlega og mér var unnt, að hann
væri á sunnan núna. (Jánkandi höfuðhneiging.) Senni-
lega yrði snjórinn horfinn um hádegi í þessari blíðu.
Ef til vill voraði snemma í ár, já, ef til vill tæki bráð-
um að gróa. (Ekkert svar.) Nei, annars, líklega gerði
páskahret, síðan sumarmálahret og vafalaust uppstign-
ingardagshret. Islenzku vorin létu oft bíða eftir sér.
Þess vegna ættum við að njóta blíðunnar, þegar hún
byðist. (Jánkandi höfuðhneiging.) Þarna svæfum við
borgarbúar oft til hádegis í stað þess að fara á fætur í
morgunsárinu. Það væri allt öðru máli að gegna um
blessað sveitafólkið. Það ....
— Þér hafið kannske einhvern tíma átt heima í sveit,
fröken?
Spurningin datt út úr mér, svona rétt af hendingu,
mjúkt og brosandi, án minnstu forvitnisáfergju. Satt að
segja var ég mjög ánægður með raddblæinn og gerði
20 Heima er bezt