Heima er bezt - 01.01.1964, Side 25

Heima er bezt - 01.01.1964, Side 25
mér von um ákveðin svör, sem beina mundu samtalinu inn á nýjar brautir. En vonin brást. Stúlkan hristi bara höfuðið lítið eitt og hélt áfram að stara þögul í gráðið. Við vorum komin suður í Fossvog. Rétt í þessu ók tíu hjóla vörubíll að innan með stóran nótabát á pallin- um. Ég ók út á vegarbrúnina og stöðvaði bílinn. Fer- líkið skreið stynjandi frarn hjá. Ég hélt ekki þegar af stað aftur, en horfði um stund á mávana, er syntu fvrir ströndinni, hjössuðust um fjöruna, eða hófust með styrkum og öruggum tökum, unz landsynningurinn Iyfti þeim á þöndurn og kyrrum vængjum hátt í lofti út yfir voginn. — Sjáið þér, hvað fuglarnir eru fallegir, þegar vind- urinn ber þá út yfir, sagði ég og snerist að sessunaut mínum. Þá sá ég, að stúlkan horfði ekki lengur í óræðan fjarskan, heldur beint á mig. Hún sat þarna og virti mig fyrir sér með allt að því óskammfeilinni aðgát. I stað þess að svara spurði hún: — Sögðuzt þér heita Daníel? — Já, fröken, Daníel Daníelsson, fulltrúi hjá Kr. Er- lingsson & Co. — Tengdasonur hans? — Tengdasonur hans? — Kristjáns, já. Stúlkan saug vindlinginn. Fáeinir hringir liðuðust í loftið. Svo tók hún að hlæja, lágt og kumrandi, næst- um hjartanlega. — Þekktuð þér Jóa stromp? — Jóa stromp? Kannist þér við Jóa stromp? Eruð þér að vestan? — Já, ég er að vestan, Danni. Ég er alveg hissa, að ég skyldi ekki þekkja þig samstundis. Þú hefur ekki breytzt mikið. — Talsvert hlýt ég að hafa breytzt. Ég var fjórtán ára, þegar ég fór norður. — Auðvitað ertu rúmum tuttugu árum eldri og allt öðruvísi. Og þó .... Þú ert alveg eins og þú varst. — Og þú ert? — Ég neita því ekki, að mér sárnar svolítið, að þú skulir hafa steingleymt mér svona, Danni. — Mér þykir það leitt, en því miður .... — Heldurðu, að þú hefðir ekki þekkt Hönnu Sigur- jóns? — Hönnu Sigurjóns? Ekki ert þú .... — Nei, nei, nei. Manstu hverjir reru með þér út í frönsku skonnortuna á annan í hvítasunnu forðum? Við fengum kex, ávexti og myndir. — Hvort ég man. Gísíi, Erlendur og Hanna. Simmi — Ekki Simmi. Það var Daddi bróðir hans. — Jæja, Daddi, Ásta litla Jóns, Pétur Snjólaugar .... Adikið er ég vitlaus. — Já, er það ekki? Dálítið óklár, Danni minn. — Ásta. — Þér er vorkunn. Það er svo langt, óralangt síðan. Þið Erlendur og Hanna voruð tólf'ára, Gísli ellefu, en við Pétur bara tíu. Við þögðurn andartak. Svo hélt hún áfram: — Ég var bara freknótt smástelpa á röndóttum sokk- um. En þú varst fallegasti strákurinn í öllum firðinum. — Ætli ég hafi nú verið svo töfrandi. — Jú, i mínurn augurn. Manstu síðasta veturinn í skólanum, Danni? Ég var tólf ára og öfundaði Hönnu Sigurjóns meir en orð fá lýst. Hún var fjórtán ára og trúði mér fyrir því, að þið ættuð að verða hjón, þegar þið yrðuð stór. — Sagði hún það? Ég held henni Iiafi Iáðst að nefna þetta við mig. — Um kvöldið skældi ég fullan hálftíma. — Veslingurinn. Ég ók af stað. Andrúmsloftið var gerbreytt. Ásta varð skyndilega kát og ræðin. Fyrr en við vissum af vorum við sokkin í gramlar minningar að vestan. Ásta minnti mig á margt, sem ég hafði ýmist gleymt eða hálfgleymt. Brátt var Hafnarfjörður að baki. Glaða- isólskinið ljómaði allt í kringum okkur. Hlývindar smugu um gluggana. Geislarnir og þeyrinn voru í óða önn að eyða nætursnjónum. A'lásandi bíllinn óð braut- arslabbið með skvettum og skvampi. Þegar minningarnar að vestan höfðu vljað okkur um stund, tók ég að segja Ástu af ævi minni, ýmislegt, sem á daga mína hafði drifið, síðan ég hvarf frá Suðureyri. Ég sagði henni sitthvað af skólaárum mínum bæði nyrðra og syðra, frá Siglufjarðarsumrunum, sagði henni af systrum mínum, sérstaklega Ragnheiði, en hana hafði Ásta þekkt bezt. Loks drap ég lítið eitt á starf mitt, hjónaband mitt og tengsl mín við Kristján Erlingsson. Á veginum upp af Keilisnesinu, ekki ýkjalangt frá Kálfatjörn, nam ég staðar. — Nú hef ég sagt þér allt um mig. Nú er röðin kom- in að þér. — Ég held þú nennir ekki að hlusta á allt um mig, Danni, svaraði Ásta brosandi, um leið og við stigum út úr bílnum. — Hvaða vitleysa. Ekkert þætti ntér vænna um en að eiga trúnað þinn, Ásta. — Þú mátt ekki beita þessum fínu glósum á mig, Danni. Ég veit, að konur, sem þú hittir hversdagslega, taka þær ekki hátíðlega. Ég er einfaldari. Hún fór úr kápunni, fleygði henni inn í bílinn og gekk fáeina faðma vestur á veginn, stirð um hnéð og svolítið hölt í spori. Þá settist hún aftur inn í bílinn, en skildi hurðina eftir opna. Veðrið var eins dásamlegt og hugsazt gat. Ferskur, angandi svali í landáttinni, en þó heitt í geisl- anum. — Jæja, þá er ég til. — Til? — Að hlusta á allt um þig. Það má ekki minna vera en þú gjaldir líku líkt. Þá laut hún höfði, næstum alveg að hnjám sér. Hár- ið hrundi um vangana. Enn hló hún þessum kumrandi Heima er bezt 21

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.