Heima er bezt - 01.01.1964, Síða 26

Heima er bezt - 01.01.1964, Síða 26
hlátri. Svo réttist hún í sætinu og blés frá sér reyknum í mörgum litlum og slitnum gusum. Ég hélt hún ætl- aði að vísa bón minni á bug með gamanyrðum, en þá leit hún skyndilega beint í augu mín. — Er þér alvara, Danni? — Auðvitað. Hún sneri sér frá mér, hagræddi sér í sætinu, svo að hún nyti sólarinnar sem bezt. Svo sagði hún mér frá öllu, sem á daga hennar hafði drifið. Hún sat þarna grafkyrr, talaði lágt og hægt, án þess að líta til mín. Loks sneri hún sér að mér. — Og nú hef ég víst sagt þér allt. Ég brosti til hennar, en svaraði engu. Ég skammað- ist mín. Ég hafði aðeins sagt henni smáglefsur úr sögu minni og dulið hana flestu, sem máli skipti. En hún hafði greinilega sagt mér allt af létta og undandráttar- laust, nema hvað hún nefndi aldrei föður litla drengs- ins með nafni. Ég þóttist finna, að nafn hans léki henni lítt á vörum og spurði einskis. Ég brosti bara til hennar, tók hönd hennar og þrýsti hana. — Ég vissi það, Danni. Þú hefur ekkert breytzt, sagði hún undurlágt. Nú förum við heim. Við ókum í bæinn. Úr bókinni Á VÖLTUM FÓTUM Sjálfsævisaga Árna Jakobssonar frá Víðaseli Þórir H. Friðgeirsson sá um útgáfuna 151 blaðsíða í lausasölu kr. 180.00 Til áskr. HEB aðeins kr. 130.00 REIÐARSLAGIÐ Daginn 29. desember kenndi ég sárra verkja í spjald- hryggnum. Taldi ég það vera mundu gigtarflog og vann verk mín sem að vanda. Verkjaflogum þessum vildi ég gefa sem minnstan gaum, hugðist svo sem hrista þau af mér, eins og vani minn var, ef ég kenndi einhvers krankleika. Frá því ég var barn að aldri hafði ég aldrei legið nokkurn dag veikur. Næsta dag elnuðu enn þess- ir tætingsverkir í bakinu á mér, og nú sótti á mig kuldi, þegar ég var úti við, svo ég gat ekki varizt skjálfta. Daga þessa var veður stillt, en allfrosthart. Á gamla- ársdag herti enn frostið. Þó rak ég kindur mínar til beitar, því gott var til jarðar, en ég taldi nauðsynlegt að nota beitina sem bezt, meðan hún gafst. Þennan dag herti enn mjög bakverkinn, og fannst mér löngum lík- ast því sem spjaldhryggur minn væri tættur og klipinn glóandi töngum, og voru mildu verstir verkirnir, þeg- ar ég hélt kyrru fyrir. Nú var ég líka sískjálfandi all- an daginn. Ég hafði gert ráð fyrir því um morguninn að hýsa féð með fyrra móti, bæði vegna frostbitrunnar og einnig vegna þess, hver dagurinn var, enda fyrirhug- aður spilagleðskapur á heimilinu um kvöldið. Þegar ég leit til kinda minna nokkru fyrir dagsetrið, tímdi ég ekki að hýsa þær strax, þær stóðu svo vel á. Datt mér þá í hug það, sem ég hafði heyrt mér reynd- ari menn segja, að það boðaði innistöðu næsta dag þeg- ar fé gengi hart að beit að kveldi í köldu veðri. Ég vék mér því inn í fjárhúsin og gekk þar um gólf, unz kind- umar komu sjálfar heim að húsunum. Hýsti ég þá féð og byrgði húsin á venjulegan hátt. Eltki grunaði mig þá að líða mundu nokkur missiri, þangað til að ég fengi að annast hina ferfættu vini mína á ný. Gekk ég nú til bæjar skjálfandi af kulda og mjög langþreyttur orðinn á bakþrautunum. Þegar ég hef dvalið um stund í bæjarhlýjunni, sem þó raunar er í minna lagi, hverfur mér skjálftinn, en þrautirnar ekki. Við borðuðum hátíðamatinn, en lítil skil geri ég honum í þetta sinn. Að lokinni máltíð hefst spilagleðin, og hyggst ég taka þátt í henni, en stutt verður spilamennska mín. Ég nýt mín ekki fyrir kvölum í bakinu og annarri vanlíð- an, sem nú altekur mig. Ég vík því úr spilunum og geng fram í stofu til að hátta. Þá hefst skjálftinn á ný og ofsalegri en nokltru sinni fyrr, enda er mjög kalt í 22 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.