Heima er bezt - 01.01.1964, Síða 28

Heima er bezt - 01.01.1964, Síða 28
Þrjár vikur liðu, og alltaf var ég jafn sárþjáður. Nú iiggja verkirnir einkuni í injöðmunum og hnjánum. Allan þennan tíma situr Sigga við rúmið mitt. Þar býr hún um sig í stól og blundar þar stundum sitjandi, ef á mig rennur svefn, sem raunar er aldrei nema örstutta stund í senn. Máttvana líkami minn límist svo einkenni- lega óþægilega niður í dúnsængina, sem ég ligg á, og þá verður líðan mín lítt þolandi. Alltaf verður að hreyfa líkama minn eitthvað. Slíkt fróar augnablik. Þegar ég kvarta, spyr Sigga: „Hvað get ég nú gert fyrir þig, vinur minn?“ Svar mitt er oftast: „Æ, þú verður að vita það, ég veit það ekki sjálfur.“ Og það bregzt aldrei, að hún getur eitthvað hagrætt mér þann- ig, að mér líður betur á eftir. Þennan tíma sef ég bet- ur á daginn heldur en á nóttunni, enda þótt margt fólk sé á ferli í þröngri baðstofunni. Þær svefnstundir mín- ar hvílist Sigga. Sigga er óþreytandi í því að telja í mig kjark og hjálpa mér til að vinna á ný hugarjafnvægi og lífslöng- un, sem mér er nú gjörþorrin. Með bjartsýni sinni og óbilandi kjarki tekst henni það, þótt erfitt sé. Og nú segir Sigga mér draum, sem hana dreymdi og hún er sannfærð um, að boðaði veikindi mín. DRAUMUR SIGRÍÐAR „Mig dreymdi, að ég var stödd á ásnum austan við bæ- inn í Víðum. Þar kemur á móti mér ókunn kona, sem heilsar mér stuttlega. Kona þessi virðist mér nomarleg í útliti, og er sem af henni leggi kuldagjóst. Kona þessi segir við mig í skipunarrómi: „Réttu mér hægri hönd- ina.“ Ég geri það næstum ósjálfrátt. Konan tekur föstu taki um höndina á mér og fer að plokka giftingarhring- inn minn fram af fingrinum á mér. Ég ætla að kippa að mér hendinni, en konan heldur henni svo fastri, að ég get það ekki, og sleppir ekki hendinni, fyrr en hún er búin að taka af mér hringinn. Þá tekur hún að kreista hann milli fingra sinna, elta hann til, beygla og aflaga. Þá réttir hún mér hringinn aftur, segir og glottir um leið ógeðslega: „Hana, hafðu hann þá svona.“ Þá vík- ur hún í burtu, en ég stend eftir með hringinn í lófan- um. Ég finn, að hér hefur eitthvað hræðilegt gerzt og er sem lömuð af skelfingu. Ég fer samt að strjúka hringinn mjúklega með fingrum mínum og finn, að hann lagast smátt og smátt, unz ekki er orðin nema ein beygla á honum og þrátt fyrir beygluna tekst mér að draga hringinn á fingur minn. Þá verð ég ofsaglöð, líkt og ég losni úr illum álögum, en í því vakna ég.“ „Þessi draumur hefur oft komið mér í huga, síðan mig dreymdi hann í haust,“ sagði Sigga við mig. „Og nú veit ég, að hann boðaði veikindi þín. En það, að ég gat lagað hringinn nerna þessa einu beyglu, boðar, að þú færð bata, en verður þó aldrei jafngóður eftir.“ — Þessa frásögn Siggu af draumnum og ráðningu henn- ar man ég nú, þegar þetta er skrifað, jafnglöggt og hún hefði sagt mér drauminn í gær. Og draumurinn vakti mér sterka trú á bata. Veikindaböl mitt varð til þess að binda okkur Siggu þeim sterku böndum, sem aldrei biluðu. Úr þeim hreins- unareldi kom gagnkvæm ást okkar heit og björt eins og miðsumarssól, og á hana féll síðar enginn skamm- degisskuggi í sambúð okkar. Mjúku handtökin hennar Siggu á hringnum í draumnum átti ég margoft eftir að reyna í hjúskap okkar. DVÖL UNDIR LÆKNISHENDI AÐ BREIÐUMÝRI Þegar þrjár vikur voru liðr.ar frá því að ég veiktist, tók ég að hressast. Verkirnir hurfu að mestu, og jafnvægi og ró færðist yfir huga minn. í hendur mínar færðist sá styrkur, að ég gat haldið á bók og stytt mér stundir við lestur. Smátt og smátt hvarf lömunin úr líkama mínum niður að mitti. Tómas fékk lánað manntafl og fór að kenna mér mannganginn. Við taflið eyddum við oft allri kvöldvökunni. Það leiddi huga minn frá ástandi mínu, en til þess var leikurinn gerður frá hendi Tóm- asar. Seint á þorra var snúizt að því að koma mér undir læknishendur. Sigurmundur læknir á Breiðumýri vildi reyna við mig nudd og rafmagn, en hann gat ekki tek- ið mig á heimili sitt til dvalar. Það varð því að ráði að leita eftir dvalarstað fyrir mig heima á bænum á Breiðu- mýri. Þeirri málaleitun var vel tekið af þeim hjónun- um Kristjáni Guðnasyni og Guðnýju Jósepsdóttur, en þau voru ábúendur á hluta af jörðinni. Þetta var hvorki í fyrsta né síðasta skipti, sem þau góðu hjón hjálpuðu sjúklingum, sem þurftu að vera undir læknis hendi, með því að fá þeim dvöl á heimili sínu. Það skilyrði settu þau fyrir dvöl minni, að Sigga fylgdi mér eftir og annaðist mig. Við áttum að leggja okkur til mat að öðru leyti en mjólk, sem okkur var heimil á búi þeirra hjóna. Ég er fluttur á sleða. Sleginn er saman kassi og fest- ur á sleðann. I kassanum ligg ég dúðaður í rúmfötum til að verjast kulda. Jón, bróðir Siggu, sem dvalið hef- ur á Brettingsstöðum síðan ég veiktist, og annazt fjár- hirðingu fyrir mig, flytur okkur niður í Breiðumýri. Sigga gengur á skíðum með sleðanum. Alltaf öðru hverju er hún að hlúa að mér, þreifar á höndurn mín- um og fóturn til þess að finna hvort mér sé ekki kalt. Veðrið er stillt og vægt frost. Það er hressing og léttir að því fyrir mig að koma út og anda aftur að mér hreinu útiloftinu eftir margra vikna legu í baðstofunni, þar sem stundum hefur verið fremur loftþungt. Þegar hall- ar vestur af heiðinni og sér yfir fannhvít Víðahöllin, þar sem við Sigga nutum þess að ganga að heyskap síðastliðið sumar, hlaðin starfsorku og byggjandi skýja- borgir um framtíðarbúskap okkar, verður mér þungt fyrir brjósti. Vonleysið um bata fellur yfir mig eins og holskefla með þrúgandi þunga, en ég leyni hugarástandi mínu, svo sem ég bezt má, og spaugsyrðin, sem Sigga lætur öðru hverju fjúka urn ferðalagið, létta mér brátt í huga. 24 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.