Heima er bezt - 01.01.1964, Side 31
ars virtist mér sem fuglinn hafi ekki numið land aftur,
þar sem grjóthrunið hafði orðið mest.
Sá sem tekur Drangey á leigu hefur að jafnaði með
sér 7 menn til aðstoðar, en sjálfur leggur hann til all-
an útbúnað, þ. á. m. nesti og drykk fyrir hópinn. Nú
er hins vegar ekki dvalizt nema skamma hríð í eynni
vor hvert, eða sem næst viku. Búa menn þann tíma í
tjöldum, enda ekki um annað skjól að ræða.
Ekki er sigið nema í þurru veðri, ella er bergið of
sleipt og erfitt að fóta sig í því. Líka er þá miklu örð-
ugra að draga bjargfestina. í hvassviðri er ekki sigið,
a. m. k. ekki áveðurs. Lengstu sig voru áður talin um
90 faðma löng, eða allt niður undir sjó, þar sem eyjan
er hæst.
Mest er vitað um að 18 þúsund egg hafi verið tekin
á einu vori í Drangey, en að sjálfsögðu hafa menn ekki
skýrslur um eggjatöku þar nema yfir mjög skammt
tímabil. Oft hafa ekki fengizt þar nema 8—10 þúsund
egg eða jafnvel minna. Þá er og mismunandi hve mikið
næst af eggjum í hverri sigferð.
FARIÐ f GEGNUM BYRÐINGINN.
Eins og gerist og gengur er erfitt að komast upp með
öll eggin heil. Eitthvað hlýtur að brotna í hverri ferð,
enda sáum við þess greinileg merki hvernig rann í stríð-
um straumum úr eggjahempu sigmannsins á meðan hann
var í berginu. Ef egg brotnar í höndum sigmannsins,
er ekki um annað að ræða en fleygja því. Við brotin
egg verður ekkert gert. Stundum detta egg óvart úr
berginu, ef handtak sigmannsins er ekki nógu öruggt.
Munnmælasögur herma að egg hafi farið í gegnum
byrðing á bát, hafi það fallið hátt úr berginu.
Ein af nytjum þeim, sem Skagfirðingar töldu sig áð-
ur fyrr hafa úr Drangey var skarfakál. Það fluttu þeir
með sér til lands sem læknismeðal.
TÓFUR í DRANGEY.
Það gefur að skilja, að margt er ömefna í Drangey
og Drangeyjarbjargi, jafnvel þótt eyjan sé ekki stór.
Þar em ýmsir slysastaðir í berginu, sem draga nöfn af
þeim, sem þar hafa farizt eða hrapað. Eitt örnefni er
þar öðrum undarlegra en það er Tófuskeið. Maður á
erfitt með að ímynda sér hvernig tófur hafi komizt
út í Drangey, en þó eru til sagnir um það. Sennilega
hefur það verið í rniklum vetrarhörkum eða ísaáram
að tófur hafi komizt á ís. í Mælifellsannál er t. d. sagt
frá því, að árið 1692 hafi gert þvílíkar yfirtakshörkur
á Norðurlandi, að alla firði hafi lagt og menn hafi far-
ið ríðandi út í Drangey.
Um örnefnið Tófuskeið er til sú saga að tófa hafi
komizt út í Drangey — sennilega á ís — og hafi hún
lagzt á sauðfé. — Gerðu fjáreigendur aðför að henni,
eltu hana unz hún komst í sjálfheldu á skeiðinni. Þegar
tófa átti sér ekki undankomu auðið steypti hún sér fram
af bjargbrúninni og í sjó niður. Það varð hennar bani.
Við Grettiskofa.
Önnur saga er til um tófu úr Drangey. Var bóndinn
á Reykjum á Reykjaströnd á ferð úti í eynni, fann
liggjandi tófu, sem hann hugði dauða, enda engin sjáan-
leg lífsmerki með henni. Þegar hann fór til lands aftur
hirti hann tófuna og fleygði út í bátinn hjá sér. En
hann var ekki fyrr kominn að landi á Reykjum en tóf-
an spratt á fætur, stökk upp úr bátnum um leið og hún
gaggaði kankvíslega framan í bónda og var horfin hon-
um sýnum áður en hann hafði jafnað sig eftir undrun-
ina.
VIÐ GRETTISKOFA.
Annars er það rústin af Grettiskofa, sem vekur mesta
athygli allra þeirra, sem til Drangeyjar koma. Þar heit-
ir Kofaklettur, lítill bergstandur, sem kemur upp úr
grassverðinum á suðvestanverðri eynni. Undir Kofa-
kletti er talsverð gjóta niður og þar á bústaður Grettis
að hafa staðið. I ldettinn sjálfan er lítill bolli eða skál,
sem gæti hafa verið höggvinn af mönnum. Heitir hann
Grettisbolli og herma munnmæli, að þar hafi Grettir
þvegið sér.
Útsýn frá Grettiskofa er mikil og fögur, en fegurst
yfir til hins tignríka Tindastóls og Reykjastrandar,
eins og segir í Illugadrápu Stephans G.:
„Árgeislinn fyrsti um Tindastól tindraði,
tindurinn efsti á húminu sindraði.
Hvítnaði rökkrið í rof fyrir löndunum,
Reykjaströnd grilltist með sæbröttu ströndunum.“
Heima er bezt 27