Heima er bezt - 01.01.1964, Qupperneq 33
Hermóður hinn hvati, einn bróðir Baldurs, bauðst að
fara þessa för. Sleipnir, hestur Óðins, var fram leiddur
og steig Hermóður á bak og hleypti braut. Hann kom
fram ferðinni og reið allt þar til að hann kom að höll
Heljar. Þar sat Baldur í öndvegi. Hermóður bað þess
að Hel léti Baldur lausan, því að sorg ríkti með ásum.
Hel gaf kost á því, ef allir hlutir kvikir og dauðir vildu
gráta hann úr Helju. Þetta gerðu allir, mennirnir, dýr-
in, jörðin, steinarnir, tré og allir málmar, en að lokum
hittu sendiboðar goðanna í helli einum gýgi eina, er
þar sat. Hún nefndist Þökk. Þeir báðu hana gráta Bald-
ur úr Helju, en hún segir:
„Þökk mun gráta
þurrum tárum
Baldurs bálfarar;
kviks né dauðs
nautka eg karls sonar,
haldi Hel því es hefur.“
Baldur varð því eigi grátinn úr Helju, því að Þökk,
sem reyndar var Loki Laufeyjarson í dularnervi, yat
stöðvað það.
I goðafræðinni eru þeir Baldur og Loki höfuð-and-
stæður. Baldur er hinn góði, göfugi áss, ímynd sakleys-
is og fegurðar, en Loki er tákn alls þess sem illt er tal-
ið. Hann er mesti svikarinn og mesti lygarinn. Hann
beitir brögðum og svíkur í hverju máli og kann sér
ekkert hóf í illmælum og illvirkjum. í þessum þætti
ætla ég að hugleiða ýmislegt, er snertir Baldur og hans
stuttu lífssögu, og þó miklu fremur þann sess, er hann
skipar í sögu goðanna. Hann er þar ímynd alls þess,
sem bezt er talið í mannheimi. Hann er ímynd fegurð-
ar, sakleysis og siðgæðis. En Loki er tákn alls hins illa
í mannheimi og með framferði sínu og vondu háttemi
er hann hættulegur sakleysinu og siðgæðinu, og fegurð-
in bliknar í návist hans.
Baldur er eftirlætispersóna goðanna og þau gæta ekki
hófs í dálæti sínu. Þegar Baldur dreymir drauma hætt-
liga um framtíð sína og lífsbraut, þá reyna þau að
tryggja honum lífsöryggi, og í oftrausti á mætti sín-
um og svardögunum, hafa þau það að leik, að láta
Baldur standa upp á þingum, en allir viðstaddir skutu
að honum skaðræðis-vopnum. Þetta var það sem nefnt
er að leika sér að eldinum, enda skeði óhappið öllum
að óvörum, því að Loki lagði til óhappa-vopnið og
hann fann líka blindingjann til að skjóta vopninu.
Ef við hverfum nú frá söguþræðinum og látum Bald-
ur tákna allt sem okkur er kærast í þjóðlífinu. Hugs-
um okkur hann sem ímynd upprennandi æsku, en
beztu einkunnir æskunnar er fegurðin, sakleysið, sið-
gæðið og trúin, og látum svo Loka tákna allt illt í
þjóðlífinu, sem æskunni er hættulegast. Við látum hann
tákna sviksemina, ósannindin, óráðvendnina, siðleysið
og vanþakklætið. Frigg, hin góða dís, getur þá táknað
einfeldnina og trúgirnina. Hörður hinn blindi er leik-
soppur óhappanna í höndum Loka. Hann er tákn blind-
ingjanna, sem ætíð má eggja til óhappaverka.---------
Þegar við höfum skipað þannig í hlutverkin á leiksviði
lífsins, þá reynum við að gera okkur það ljóst, hvort
enn sé ekki skotið að Baldri, og hvort mistilteinn ör-
laga og óhappa hitti ekki enn hinn góða Baldur og
veiti honum jafnvel banasár, eins og í hinni merku lík-
ingasögu í Gylfaginningu.
Það er margt í þjóðlífinu, sem öllum góðum þegn-
um þjóðfélagsins er heilagt. Það er margt, sem okkur
kemur öllum saman um að sé fagurt, gott og bráð-
nauðsynlegt. Það er margt, sem við öll teljum beztu
kosti æskumannsins. — Já, það er margt, sem við öll
viljum vemda og styrkja, og margir hafa stríða drauma
út af framtíð æskunnar. Oll löggjöf, allt starf hug-
sjónafélaga og öll kirkjuleg starfsemi er öryggishlíf ut-
an um þennan Baldur hugsjóna okkar. Lög og reglur
þjóðfélagsins eru eins konar brjóstvörn utan um það
sem okkur er heilagt í þjóðlífinu.
En þrátt fyrir alla löggjöf, alla varúð og alla svar-
daga, þá er alltaf margt, sem verður fyrir utan eiða, og
margir, sem illa una lögum og reglum. í mannlífinu er
ætíð einhver Loki, sem leitar uppi veilur á brjóstvörn-
inni, og sá hinn sami finnur jafnan einhvern blindingj-
ann, sem fæst til að skjóta skaðræðis-vopnum, — og
það jafnvel að bróður sínum.
Við Islendingar eigum, eins og aðrar þjóðir, margt,
sem við teljum hornsteina þjóðlífsins. Margt, sem okk-
ur er heilagt og hjartfólgið. Margt, sem við viljurn
vernda og verja. Trúarbrögðin eru öllum alvörumáí og
flestum heilög. Siðgæðið er grundvöllur heimilanna, en
heimilin eru undirstaða þjóðfélagsins. Móðurmálið er
líftaug smáþjóðanna, og án réttlætis og réttarfars er
hvert þjóðfélag á barmi glötunarinnar. Stöðugt erum
við öll að vinna eiða, gefa og taka loforð, til að vernda
þessa aðalþætti þjóðlífsins. Úr þessum loforðum og
eiðum er brjóstvörnin mynduð, en í flestum málum
eru einhverjir og eitthvað, sem orðið hefur fyrir utan
eiða og brýtur skörð í brjóstvörnina.
Um trúarbrögðin hefur löngum staðið styrjöld. Kirkj-
an er það vígi, sem að er skotið. Skæðustu vopnin eru
efnishyggja og andleg deyfð. Líftaug kirkjunnar er þó
ósködduð af þeim skotum. Hún er ekki af þessum
heimi.
Siðgæðishugsjónin er einn meginþáttur þjóðlífsins
meðal menningarþjóða. Ef sú hugsjón sljóvgast er voði
fyrir dyrum. Saga þjóðanna, einkum fornþjóða, sýnir
þetta með skýrum dæmum. Siðleysi, óstjórn og nautna-
líf voru sterkustu ógæfuþættirnir í upplausn hins glæsi-
lega Rómaríkis, og sama má segja um ríki Forn-Grikkja.
Hinn sterki, glæsilegi ættstofn þessara þjóða, þoldi ekki
hugsjónasnautt óhófslíf nema í nokkra ættliði, svo
hrundi allt til grunna. Þessar þjóðir skorti þrek, hug-
sjónir og manndóm til að vernda þennan Baldur þjóð-
lífsins, og því féll hann fyrir skotum blindingjanna, sem
hefðu átt að gæta hans.
Heima er bezt 29