Heima er bezt - 01.01.1964, Blaðsíða 34
Móðurmálið er eins og áður er sagt óskabarn þjóðar-
innar. Það geymir lífsfræ þjóðanna og þó einkum smá-
þjóðanna. Að því var löngum áður fyrr skotið skað-
ræðisvopnum, sem veittu því mörg sár og djúp. En nii
hafa vopnin snúizt í höndum blindingjanna, svo að
skotin geiga, en hinn góði Baldur — ástkæra, ylhýra
málsins, — kemur lítt skaddaður út úr skothríðinni og
brjóstvörn móðurmálsins, eflist en rofnar ekki.
Réttlætiskennd og heilbrigt réttarfar er einn sterk-
asti þátturinn í þjóðlífi menningarþjóða. Allir jafnir
fyrir lögunum eru kjörorð frjálsra menningarþjóða.
Það yrði of þungt efni og of rúmfrekt að ræða það,
hve vel íslenzku þjóðinni hefur tekizt að efla og helga
þennan þátt þjóðlífsins. Ætíð er sú áhætta fyrir hendi,
að þeir sem ná sterkri efnalegri aðstöðu í þjóðfélag-
inu vilji helga sér meiri rétt en þeim ber, og spilla
þannig réttlætiskennd og réttarfari.
Þótt ég telji of erfitt að ræða þetta með rökum, þá
vil ég taka þetta fram. Réttur smælingjans hefur aldrei
verið meiri en nú. Fatlað fólk og sjúkt lifir nú við betri
kjör en fyrr. Þótt æskulýðurinn sé oft ógætinn og
ærslagjarn, þá er nú af sú tíð, að fjöldinn leggist á lítil-
magnann.
Að þessu leyti tel ég, að hið góða hafi sigrað, og þótt
enn sé íslenzku réttarfari ábótavant að einhverju leyti,
þá tel ég að Baldur hinn góða hafi ekki sakað í þess-
ari skothríð, svo að líldngunni um Baldur sem ímynd
hins góða sé haldið.
Eftir þessar hugleiðingar ætti okkur að vera það
ljóst, að enn er skotið að Baldri í mörgum þeim mál-
um, sem telja má lífæðar og homsteina þjóðlífsins.
Þjóðfélaginu er því stöðugt hætta búin, þrátt fyrir
lög, reglur, eiða og loforð, og of seint er að gráta Bald-
ur úr Helju, þegar hann er þangað kominn.
En þjóðfélögin eru mynduð af einstaklingum, og
menning þeirra og frami veltur meira á þroska og
menntun einstaklinga, en lögum, reglum og eiðum.
Þess vegna reyna þjóðfélögin að hafa hönd í bagga
með uppeldi og menntun þegnanna, því að á æskuár-
unum er þeim fræjum sáð, sem ávöxt bera síðar.
Hvert uppvaxandi ungmenni er jafnkært foreldrum
sínum og Baldur hinn góði var kær Ásunum. Börnin
eru framtíðarvonir foreldranna. Oft dreymir foreldr-
ana stríða drauma um framtíð barna sinna, sérstaklega,
ef þau finna einhverjar veilur í skaphöfn þeirra, sem
líta mætti á sem hættumerld. Allt mundu þau vilja á
sig leggja, til þess að hinir stríðu draumar yrðu mark-
lausir. En á vegi ungmennanna eru hætturnar svo marg-
víslegar, að engir kærleiksríkir foreldrar geta varað við
þeim öllum. Alls staðar á lífsleiðinni geta börnin hitt
samferðamenn, sem líkjast Loka og sjaldnast er vandi
að finna vopnin og einhvern blindingja til að skjóta
þeim.
Það er alvarleg skilnaðarstund, þegar böm og ung-
menni halda í fyrsta skipti að heiman út í hina villu-
gjörnu veröld. Helzt vildu foreldrarnir þá, eins og
Frigg forðum daga, taka eiða af öllum hættum, svo að
eldd grandaði þeim: eldur og vatn, járn og allir málm-
ar, steinar, jörðin, viðirnir, sóttirnar, dýrin, fuglarnir,
eitrið, ormarnir; þau vildu helzt láta sverja sér eiða
allt sem þeim gæti orðið hættulegt andlega og líkam-
lega. En er slíkt mögulegt? Nei, slíkt er ómögulegt og
tekst aðeins í ævintýmm og þjóðsögum og þar er það
líka jafnvel látið mistakast. Þar sem hættan virðist
minnst, þar er hún, ef til vill, mest, en þar sem hættan
virðist mest, verður máske reynslan bezt. Alltaf er líka
eitthvað, sem gleymist, þegar leggja skal lífsreglur, eða
það virðist smávaxið, eins og mistilteinninn, til þess að
því sé gaumur gefinn. Það er hægt að vara ungmennið
við áfenginu, en margt er fleira hættulegt. Það er hægt
að vara ungmennið við lauslætinu, en nóg er eftir samt.
Það er hægt að vara við svikum og fjárglæfrum, en
hætturnar eru enn í tugatali. Svo er líka eitt. Það sem
öðrum er meinlaust er hinum skaðlegt. Fulltrúar spill-
ingarinnar finna ætíð eitthvað, sem orðið hefur utan
við eiga og þeim vopnum er beitt.
Er þá öll viðleitni árangurslaus? Mistekst ætíð að
koma í veg fyrir slysin og óhöppin, eins og hjá Frigg í
Gylfaginningu? Er hvorki hætt að vara við hættun-
um eða bjarga úr þeim, þegar slysið hefur orðið? Er
Baldur hinn góði stöðugt skotinn niður mitt á meðal
vor, án þess að vér fáum aðgert?
Þeir sem trúa á mátt hins góða í mannlífinu, munu
svara öllum þessum spurningum neitandi. Hin góða við-
leitni ber ætíð einhvern árangur, þótt hægt gangi. Þótt
stundum virðist koma skörð í brjóstvörnina, þá eru
þeir, sem trú hafa á mætti þess góða, óþreytandi að
byggja upp aftur og bæta það er brotnar. Nú vita það
líka allir, að lög og reglur, eiðar og loforð eru lítils
virði eigi ekki andi laganna rætur í heilbrigðu lífi þjóð-
arinnar. Ber því að keppa að því að innræta uppvax-
andi borgurum þjóðfélagsins réttan skilning á hugsjón-
um nútíma þjóðfélags. Þennan grundvöll þarf að leggja
í uppeldinu, þannig, að nútíma æska fái skilið það, að
þótt nám og lærdómur sé mikils 'virði, þá sé æfing og
þroski í þegnskap og háttvísi ekki minna virði, því á
þessum tveimur höfuðdyggðum veltur lífshamingja ein-
staklingsins framar flestu öðru. Góðir siðir og góðar
venjur frá traustu, hjartahlýju heimili er það veganesti
sem bezt endist á hinni hálu lífsbraut. .Móðirin, sem
kennir drengnum sínum fyrstu bænimar og lætur hann
lesa þær á hverju kvöldi og gróðursetur í barnssálina
fræ trúar og siðgæðis, vinnur einstaklingnum og þjóð-
inni ekki síður gagn, heldur en sá vísindamaður, sem
síðar kennir þessum sama dreng þungskilin lögmál vís-
indanna.
Ekki veit ég, hvort mér hefur tekizt í þættí þessum
að bregða upp fyrir lesendum svipmynd af því, sem
frásagan um Baldur hinn bjarta, góða Ás, hefur vakið í
huga mér. Ef mér hefur ekki teltízt það, þá vildi ég að
mér tækist þó, að fá alla unglinga er þetta lesa, sem
enn hafa ekki lesið Gylfaginningu, í Snorra-Eddu, að
lesa hana við fyrsta tækifæri.
Stefán Jónsson.
30 Heima er bezt