Heima er bezt - 01.01.1964, Síða 36
Hildur Inga:
SJÖUNDI HLUTI
Telpan fór inn, en kom að vörmu spori aftur og bauð
Jakob að koma inn. Jakob greip hrísvönd, er var í bæj-
argöngunum, burstaði af sér snjóinn, fór úr stórtreyj-
unni, hengdi hana á snaga í ganginum og húfu sína
sömuleiðis. Síðan fylgdist hann með telpunni til bað-
stofu. Þar sat Jórunn eldri og spann.
Jakob heilsaði.
Jórunn tók kveðju hans vel, bauð hann velkominn,
bað hann taka sér sæti og spurði tíðinda. Jakob settist.
„O, hvað ætli sé í fréttum annað en harðindin og
bashð!“ sagði hann og dæsti við.
„Já, mikil eru bágindin,“ sagði Jórunn. „Hefur Hólm-
fríður mín lítið orðið fyrir framan hendurnar?“
„Ég ætti ekki að kvarta — það er bara hvítvoðungur-
inn. Kýrin er þurr. Við hin getum borðað ketið.“
„Ketið! Þú hefur orðið að slátra, Jakob minn?“
„Nei, ekki ég — enda ekki mikill matur í horuðum,
lambfullum rolluskjátum. Nei, nei, það var ekki ég,
sem slátraði.“
„Nú, það hefur þá einhver gefið þér ketbita?“
„Já, mér var gefinn hálfur hestur.“
„Það var fallega gert. Hver gerði það?“
„Agnar Ólafsson.“
Rokkhljóðið snarstanzaði.
„Agnar?“
,Já!“
„Hvaða hest?“
„Fallega, rauða gæðinginn.“
Jórunn þagði; hún starði fram fyrir sig. Var hún að
horfa mörg ár aftur í tímann? Allt í einu reis hún á
fætur, sparn fæti við rokknum og ýtti honum lítið eitt
til hliðar, gekk til Jakobs og sagði fastmælt:
„Jakob minn! Þú hefur fært mér beztu fréttir, sem
ég hef fengið um dagana. Þér finnst það ef til vill skrít-
ið, en það er nú svona samt.“
SEINT
FYRNAST
ÁSTIR
Framhaldssaga
Jakob horfði á Jórunni. Hann varð hissa. Hún stóð
þarna brosandi, með ljóma í augum, næstum ungleg.
„Enn er hún fögur, Hamradalsrósin!“ hugsaði hann.
„Mér þykir vænt um að ég gat glatt þig, Jórunn,“
sagði hann.
I þessum svifum kom Kári inn í baðstofuna. Hann
heilsaði Jakobi, settist og spurði frétta neðan úr firðin-
um, en Jórunn tók aftur til við spunann. Þegar þau
höfðu rabbað um stund, sagði Jórunn:
„Ég held, að við ættum að lána Jakobi aðra kúna okk-
ar, góði minn. Hann er mjólkurlaus með öll ungu börn-
in sín. Við ættum að geta komizt af með eina, tvær
fullorðnar manneskjur.“
Jakobi hnykkti við, en Kári leit á konu sína:
„Þú ræður því, góða mín,“ sagði hann.
„En það er ekki nóg að hann fái kúna, — hann verð-
ur að fá hey með henni, og handa skepnum sínum líka,“
sagði Jórunn.
„Ég veit ekki hvað Erlendur segir um það,“ sagði
Kári.
„Erlendur minn hefur aldrei borið mig ofurliði í
einu né neinu og mun ekki heldur gera það í þessu máli.
Þú ættir að ganga út til hans og nefna þetta við hann,“
sagði Jórunn.
Kári reis á fætur og gekk út.
„Mér þótti vænt um, Jakob minn, að þú komst hing-
að til okkar en fórst ekki eitthvað annað í þessum vand-
ræðum þínum,“ sagði Jórunn, þegar Kári var genginn
út.
„Ég er svo góðu vanur héðan; ég vissi að ég myndi
fá hjálp hér, ef ykkur væri það unnt. Og svo var mér
líka ráðlagt að leita til þín, Jórunn.“
„Jæja! Hver ráðlagði þér það?“
Jakob hikaði lítilsháttar.
„Agnar.“
32 Heima er bezt