Heima er bezt - 01.01.1964, Síða 37

Heima er bezt - 01.01.1964, Síða 37
„Nú-já!“ Það varð þögn stundarkorn. „Hvað sagði hann?“ spurði Jórunn svo. „Hann sagði: „Farðu frarn að Heiði, Jakob minn, og biddu Jórunni mína um hjálp“.“ „Já!“ Jórunn hálf-hvíslaði. Síðan varð aftur þögn. Stuttu seinna kom Kári inn aftur. „Þú ættir, Jórunn mín, að hugsa fyrir góðgerðum handa Jakobi. Hann þarf að komast sem fyrst af stað. Það verður að fara svo hægt með kúna,“ sagði Kári. „Já, góði minn, ég skal hafa hraðan á,“ sagði Jór- unn um leið og hún reis á fætur og gekk til eldhúss. Skömmu síðar sátu þau þrjú yfir rjúkandi kaffiboll- um og ræddu saman. Þegar þau höfðu lokið kaffi- drykkjunni, reis Kári á fætur. „Þú kemur svo, Jakob minn, út í heygarð og hjálpar okkur Erlendi að láta í nokkra pokasnigla sem við ætl- um að láta fylgja kusu. Kindurnar rekur þú svo hingað til okkar á morgun,“ sagði hann um leið og hann gekk fram úr baðstofunni. Jakob og Jórunn höfðu einnig staðið upp frá kaffi- borðinu. Hún rétti Jakobi höndina og sagði fastmælt: „Vertu blessaður og sæll, Jakob minn!“ Hún hikaði ofurlítið en bætti svo við: „Ef þú hittir Agnar, þá segðu honum að þú hafir farið fram að Heiði og fund- ið Jórunni hans.“ „Með ánægju skal ég skila því, Jórunn. Vertu bless- uð! Guð launi þér og þínum.“ Síðan snaraðist Jakob út á eftir Kára. Það var byrjað að rökkva, þegar Jakob fór frá Heiði. Hann leiddi kúna en Erlendur Kárason rak á eftir. Erlendur teymdi sleðahest og á sleðanum voru marg- ir úttroðnir heypokar. Ferðin að Skarði gekk vel. Þeir náðu þangað nokkru eftir háttatíma. Erlendur hjálpaði Jakobi að láta kusu inn og koma heyinu í tóttina; á meðan mjólkaði Hólmfríður kúna og gaf þeim spenvolga mjólk að drekka. Erlendur vildi ekki stanza; hann sagðist vilja hraða sér heim, því að hann vissi að beðið yrði eftir sér. Hann bjó til aktauma úr böndunum sem verið höfðu á heyinu, kvaddi hjónin, settist á sleðann og keyrði af stað. „Þú kemur svo með kindurnar fram eftir á morgun, Jakob minn!“ kallaði hann um leið og hann hvarf út í myrkrið. Þetta fkvöld sofnuðu allir glaðir og mettir á Skarði, og upp frá þessu lága hreysi stigu þakkir í himininn og bænir fyrir þeim er lokað höfðu hungurvofuna úti. Skömmu eftir að Jakob og Erlendur voru farnir frá Heiði, bjóst Jórunn skjólfötum og gekk til dyra. Kári spurði hvert hún ætlaði. „Andartaksstund út að Gáska,“ var svarið. Svo gekk hún út. Hún hélt út túnið, út í hvamminn. Hann var hálf- fullur af snjó. Jórunn heyrði niðurbældar drunumar í Gáska, þar sem hann stundi undir klakabrynjunni líkt og risi í hlekkjum. Jórunn stóð og hlustaði. Það lék bros um varir henn- ar, silfurgráir lokkar gægðust fram undan ullarldútn- um, er hún hafði bundið um höfuð sér. „Þú stynur, vinur minn, undir klagafarginu, sem þrengir að hvítu brjósti þínu eins og ill álög, en bráð- um brýtur þú klakann, hristir af þér álagahaminn og stígur fram hvítur og fagur sem fyrr. Já, Gáski minn! Það eru svo margir í álögum; sumir komast aldrei úr þeim, aðrir brjóta þau af sér. Þannig er það með vin okkar, Gáski. Hann er nú búinn að losa sig við álaga- hlekkina sem á honum hvíldu, hrista af sér farg sér- gæðingsháttarins.“ Jórunn hækkaði röddina. „Ég hef sigrað, Gáski, — heyrir þú það? Ég hef sigr- að. Þú vissir hvað sárt og þungt það var að senda hann burt, þegar hann kom og bað um fyrirgefningu, hvíta- sunnudaginn fagra fyrir fjörutíu árum, — en það var ekki um annað að gera, Gáski. Hann varð að fá eld- skírn sorgar og sársauka til þess að sorinn brynni úr sál hans, — líkt og málmurinn verður að komast í eld deigl- unnar til að verða hreinn. I mörsr ár hefur Agnar ver- ið í deiglunni — og nú sést að hann hefur unnið frægan sigur. Nú hugsar hann um aðra, — um þjáningar og bágindi annarra. XII. FUNDURINN. Tíminn leið, sólin hækkaði göngu sína, frostið tók að klökkna í jörðinni, þýður hlýr vindblær strauk mjúk- um lófum sínum um hauður og haf, árnar sprengdu af sér ldakaböndin og lækir steyptu sér flissandi stall af stalli í fjallagiljunum. Vorið var komið — menn bless- uðu komu þess — það voraði bæði hið innra og ytra, — kuldinn, sem ríkt hafði í náttúrunni hafði einnig sezt að í sálum fólksins, svo það var orðið þungbúið og fá- talað, en með fyrstu sólbrosum vorsins hurfu kvíðinn og ömurleikinn úr hjörtunum — nýjar vonir vöknuðu til lífsins líkt og frækomin, sem sofið höfðu í mold- inni þenna langa vetur — menn urðu aftur léttir í tali og glaðlegir á svipinn. Já, það var ekki um að villast: blessað vorið var komið. Það var í júnílok, sem fundarboðið kom að Heiði. í því voru allir bændur, er stóðu að Félagsverzluninni, kvaddir á fund er haldinn skyldi í Hamarsfirði urn miðj- an júlí. Þar átti að ræða um hag verzlunarinnar, en hann var mjög bágborinn — margir höfðu safnað miklum skuldum vegna matarkaupa fyrir búpening sinn í harð- indunum um vorið. Kári bóndi á Heiði var einn af beztu stuðningsmönn- um verzlunarinnar, og því sjálfsagt að hann færi á fund- inn. Fundardagurinn rann upp með sólskini og heiðríkju Heima er bezt 33

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.