Heima er bezt - 01.01.1964, Qupperneq 38

Heima er bezt - 01.01.1964, Qupperneq 38
í lofti og angan úr jörð. Þegar sóttur skyldi hestur handa Kára til fundarferðar, bað Jórunn um að komið yrði einnig með reiðhest hennar. Kári leit á konu sína spurnaraugum. Jórunn horfði í augu hans einbeitt á svip. „Ég ætla að skreppa með þér á fundinn, vinur minn. Goði minn hefur gott af því að hreyfa sig dálítið; ég er ekki farin að taka skeifnasprettinn á honum enn, þó að þú sért búinn að járna hann fyrir nokkru.“ Kári svaraði engu. Það hafði ætíð verið svo, að þeg- ar húsfreyjan á Heiði sagðist ætla að gera eitthvað, var engum mótmælum hreyft. Hjónin bjuggust til ferðar og riðu úr hlaði. Þegar Jórunn og Kári komu á fundarstaðinn, var þar fyrir margt manna, konur og karlar. Fundurinn skyldi haldinn í vörugeymsluhúsi, sem félagsverzlunin átti. Þar var húsrúm mikið, og nú höfðu í snatri verið útbúnir bekkir til að sitja á, á þann hátt að tómum kössum var raðað á gólfið og plankar lagðir á þá, svo að þannig myndaðist samhangandi sætaröð, að vísu ekki þægileg en þó betri en ekki. í öðrum enda hússins hafði verið slegið upp palli, svo að þeir er til máls tækju á fundinum, væru ívið hærri en áheyrendur. Uppi á pallinum var borð fyrir ræðu- nienn að standa við, og neðan við pallinn voru, nokkrir lausir stólar. Á til settum tíma hófst fundurinn. Húsið var þétt setið og margir er síðast komu urðu að standa fram með veggjunum og út við dyrnar. Það hafði kvisast að fund- ur þessi myndi ef til vill verða sögulegur, og það var um að gera að missa ekki af neinu er til tíðinda gæti talizt í fásinninu. Á stólunum uppi við pallinn sátu menn þeir er voru í stjórn Félagsverzlunarinnar og verzlunarstjórinn sjálf- ur, Agnar Ólafsson. Uppi á pallinum hafði fundarstjór- inn, Árni Benediktsson oddviti og hreppsstjóri, tekið sér sæti. Þegar allir höfðu komið sér fyrir og þögn varð í húsinu, reis fundarstjóri úr sæti sínu, sagði fundinn sett- an og las upp dagskrá. Fyrir lá aðeins eitt mál: hagur og framtíð Félagsverzlunarinnar. Þegar fundarstjóri hafði lokið máli sínu, steig Agnar Ólafsson upp á ræðupallinn. Hann var fölur, en falleg- ur var hann enn, þó að svarta, liðaða hárið væri nú orð- ið hæruskotið og teldð að þvnnast og þreytusvipur á fríðu andlitinu. Hann skýrði í stórum dráttum frá gangi verzlunar- innar; sagði, að því væri ekki að leyna að skuldasöfnun hefði orðið mikil á árinu og vafasamt um greiðslu á sumu, er hann hefði lánað, þar sem skuldunautar væru bláfátækir barnamenn. Hann talaði um harðindin um veturinn og vorið og sagði að þess vegna væri nú komið svo illa sem raun bæri vitni um, en annað hefði ekki verið hægt til að forða fólki frá neyð, og lauk máli sínu með því að segja, að hann vonaði að takast mætti að rétta við hag verzlunarinnar, og að minningin um þetta erfiða vor myndi brátt fjarlægjast eins og slæmur draumur. Þegar Agnar hafði lokið máli sínu varð þögn litla stund, en þá tók til máls formaður félagsstjórnarinnar. Hann taldi að nú væri komið í mikið óefni, hagur verzl- unarinnar væri jafnvel enn verri en búizt hefði verið við, skuldir hefðu safnast gífurlega, og talsvert af þeim myndi aldrei takast að innheimta. Kvað hann Agnar enga heimild hafa haft til að lána þannig vörur út í full- komna óvissu án þess að hafa stjórn félagsins með í ráðum, og eiginlega bæri honum að standa skil á þeim skuldum er stofnað hefði verið til án leyfis stjómar- innar og lánþegar væm ekld færir um að greiða sjálfir. Á eftir formanni töluðu aðrir meðlimir stjórnarinn- ar og tóku mjög í sama streng um heimildarleysi Agn- ars til að fara þannig með annarra fé, og voru sumir æði þungorðir í hans garð. Þegar stjórnarmeðlimir höfðu látið ljós sitt skína á ræðupallinum tóku nokkrir efnabændur til máls, og voru ræður þeirra rnjög á einn veg um vítaverða með- ferð Agnars á fyrirtæki því er honum hafði verið trú- að fyrir; kváðu sumir, að mörgum myndi hafa verið vikið úr starfi fyrir minni afglöp. Meðan á öllum þessum ræðuhöldum stóð sat Agnar rólegur; hann horfði fram fyrir sig, og stundum lék um varir hans kuldalegt háðsglott. Jórunn og Kári sátu skammt frá honum. „Alltaf er hann jafn fagur,“ hugsaði Jórunn. Hún hafði gefið honum nánar gætur meðan á ræðuhöldun- um stóð. Þegar á þessum ádeilum hafði gengið um hríð, kvaddi sér hljóðs maður, er staðið hafði frammi við dymar. Ánægjukliður heyrðist frá áheyrendum. „Jakob á Skarði ætlar að tala,“ hvísluðu menn hver að öðmm. „Hann er fljúgandi mælskur; ef til vill svarar hann fyrir Agnar.“ Jakob á Skarði steig upp á ræðupallinn. Hann var hár en grannvaxinn og horaður, föt hans vom snjáð en fom vel, andlitið var fölt og kinnfiskasogið, ennið áberandi hátt, hvelft og fagurt, hárið jarpt og hrokkið og lá í lokkum fram á ennið, augun dölck og tindrandi. Hann stóð dálitla stund þegjandi og virti áheyrendur fyrir sér. Síðan hóf hann mál sitt. Röddin var há og hann flutti ræðu sína skýrt og skilmerkilega: „Góðir hálsar! Ég get ekki sóma míns vegna látið hjá líða að segja nokkur orð hér á þessum fundi, þar eð ég er einn af hinum margnefndu skuldunaumm. Ég býst við að sumum, sem hér eru staddir, þyki ekki viðeig- andi að ég segi sóma míns vegna, — því hvernig ætti fátækur maður, sem tekið hefur út í reikning meira en hann getur borgað, að geta haft nokkurn sóma? Ég get lesið úr svip sumra áheyrenda minna, að þeim finnst að þess háttar fólk ætti frekar að reyna að nota tímann til að innvinna sér fáeina aura en glennast á mannfundi og gaspra þar um sóma. (Framhald.) 34 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.