Heima er bezt - 01.01.1964, Blaðsíða 40

Heima er bezt - 01.01.1964, Blaðsíða 40
ina til að huga að öndunum. Gömul kona var þar fyrir með tágakörfu, þar sem í lágu gamlir brauðhleifar. Hún reitti niður brauðið og kastaði molunum út á vatnið. Þórir hafði unun af að fylgjast með tilburðum andanna. Sumar voru frekar og vígdjarfar, réðust að fæðunni með offorsi og gapandi goggum. Þær tóku ör- snögga sundspretti og skutust knappa hringi svo boða- föll mynduðust. Aðrar voru huglausar og ónýtar í lífs- baráttunni — létu kúga sig — flýðu. Alftahjónin héldu sig lengi vel úti á ntiðri tjörn, en náiguðust hægt og bítandi, en nteð fyllstu kurteisi, eins og særnir tignum fuglum. Er þær áttu eftir skamman spöl að bakkanum, þraut brauðið. Þórir teygði fram hendina og álftirnar horfðu á hann stranglega, en þeg- ar þeim varð ljóst að urn gabb var að ræða, sneru þær frá landi og virtu engan viðlits framar. Nú var skipt um svið, Þórir sá fyrir hugskotssjón- um sínunt litla knattspymuvöllinn uppi á hæðinni. Hann hallaðist töluvert og það var miklu betra að leika á neðra markið. Kveldsólin Ijómaði yfir hafi, en dreng- irnir gáfu henni engan gaum. Það var um nóg að hugsa, þegar boltinn var annars vegar. Drengirnir léku djarft og hart. Stundum kom mikill ágreiningur um, hvort mörkin væru löglega skorað. Hróp, blótsyrði og skammir kváðu við í kvöldkyrrðinni. Það kont fyrir, að drengirnir fengu ónotalegt spark, og höltruðu hálf- skælandi út fyrir vallarmörkin, lágu þar unz sviðinn hvarf, og þá í slaginn að nýju. Leiknum lauk, er ein- hver af ábyrgðarfyllstu drengjunum lýsti því yfir, að ekki yrði lengur komizt hjá því að halda heim til kvöld- verðar. Drengirnir tíndust af stað með töluverðum dræmingi, þeir voru þyngslalegir, fundu að þeir voru þreyttir, er hiti leiksins hvarf úr blóðinu. Þórir fylgd- ist með Asgeiri vini sínum heimleiðis. Drengirnir dok- uðu uppi á háhæðinni, settust sem snöggvast og ræddu saman um leikinn, fræddu hvorn annan kurteislega um, hve mörg mörk þeir hefðu skorað og á hvem hátt. Síð- an sátu þeir þögulir, og þá fyrst tóku þeir eftir sól- bjarmanum úti á firðinum og skuggunum, sem sigið höfðu vfir hraunin og fjallaskörðin í austri. Það var mjög kyrrt og dynur umferðarinnar var orðinn að mjúkum þyt, er hann náði eyrum þeirra. Drengirnir horfðu á bílana, sem komu í ljós á Oskjuhlíðinni. Þeir virtust líða hljóðlaust niður brekkumar, fjarlægðin drakk í sig véldyninn. Er drengirnir stóðu á fætur, fundu þeir til stirðleika í lærunum og þeir gengu mjög hægt með hendur í vösum, næstum slöngruðu, og þeir voru syfjaðir. Þeir lölluðu niður brekkurnar, kvöddust, og ákváðu tímann er þeir skyldu mæta til leiks næsta dag. Vindhviðurnar gerðu áhlaup á gluggana með skemmra og skemmra millibili. Loks varð ekkert lát á storm- gnauðinu, regnið breyttist í krap og krapið í hagl, sem klauf myrkrið stingandi örvum. Fólkið varð fegið því að komast inn í hlýju sjúkra- hússins. Það kont all-fasmikið upp breiðan stigann og dreifðist um hvítmálaða gangana, hvarf síðan inn í þagnarríki sjúkrastofanna. Þórir kveikti á leslampanum og gaumgæfði andlit sitt í speglinum. Það var svo sem ekkert við það að at- huga. Það var frítt, skarpt og fölt af legunni. Hann brá greiðunni gegnum þykkt hárið. Reyndar var það eng- in nauðsyn, en hann hafði fljótt komizt að raun um, að það var töluverð dægrastytting í því að dunda við að greiða hárið, og nú orðið ýfðist það sjaldan, jafnvel ekki á meðan hann svaf. Þórir þreifaði á máttlausum fótunum, lagfærði þá, hækkaði koddana, vó sig upp og greip bók og tók að lesa. Hann skotraði augunum oft til dyranna, og ekki hafði hann lengi beðið, áður en inn vatt sér maður á sextugsaldri. Hann gleymdi að loka á eftir sér dvrun- um, gekk hægum skrefum í átt til Þóris. Göngulagið var því líkt, sem hann hygðist spyrna sér frá jörðu í hverju skrefi. Þykkur frakkinn var fráhnepptur, hár- strýið ógreitt, samankuðlaður trefill stóð upp úr öðr- um vasanum. Þórir brosti breitt og kallaði: „Nei, korndu nú sæll, Árni.“ Árni prófessor hlammaði sér niður á stólinn og blés mæðulega. „Sæll, drengur minn. Hérna kem ég með bók, ágæta bók, skal ég segja þér, eftir þann mikla meistara Stefan Zweig. Aumingja mennirnir, sem hafa lent í því að þýða slíkt torf sem þýzkan hans er. En bókin er snilld- arleg, það held ég, hrein snilld, lestu bara. Hann segir frá Rodin, Rilke og fleirum og fleirum. Hvernig líður þér annars?“ „Vel, en hvaða fréttir segir þú mér frá skólanum?" Það kom hrellingarsvipur á andlit prófessorsins. „Skólanum,“ sagði hann með fyrirlitningu. „Þar er leið- inlegt að vera, alveg andlaust þetta unga fólk, allur hug- urinn við rokk og rúmbu. Það er helzt hann Geiri grey- ið, sem samið getur ritgerð af viti. Nú, svo er það auð- vitað skáldið. En hvorugur stendur þér á sporði. Þú hefur penna, sem gaman er að. Já, ég segi þér það aft- ur. Mér leiðist þarna niður frá. Það fór annars illa fyrir mér í morgun, því miður. í gærkveldi gekk ég til hvílu í þeirri góðu trú, að það væri sunnudagur í dag. Þig getur rennt grun í, hvernig fór fyrir mér í morgun, búinn að lesa Camus til klukkan fjögur í nótt, og þeir hringja til mín í morgun þessir hálfvitar og segja mér, að það sé laugardagur. Mér brá. Það verð ég að segja.“ Þórir skellihló. „Já, þið prófessorarnir lendið í ýrnsu. Heyrðu, ertu að skrifa nokkuð sérstakt núna?“ „Já, ég er nú að byrja á sextándu bókinni minni. Hún er um leikskáldin miklu í Bandaríkjunum. Þú manst víst einhver nöfn?“ „Tennessee Williams.“ „Rétt, rétt, fleiri manstu." „Já, já, Arthur Miller, sá sem kvæntur var Marilyn Monroe." „Nú, já, var hann kvæntur? Ég er ekki búinn að 36 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.