Heima er bezt - 01.01.1964, Síða 41
kynna mér æviatriði hans. Þekki verkin hans því bet-
ur. Hvað sagðirðu, að ltonan hétir“
„Alarilyn Monroe.“
„Nú, já, orti hún líka?“
„Nei, hún var fegurðardís.“
„Jæja, var hún það? Heyrðu, var ég ekki með eitt-
hvað annað, sem ég ætlaði að færa þér?“ Prófessorinn
ruslaði til í tösku sinni. „Jú, hérna er það. Það er hljóm-
plata með tónsmíð eftir Debussy, mjög fögur.“
„Má ég kynna,“ sagði Þórir. „Ólína Breiðhólm, tízku-
fræðingur, Arni Vagnsson, prófessor.“
Prófessorinn hrökk við, spratt á fætur og heilsaði
konu þeirri, er stóð gegnt honum.
Ólína heilsaði prófessornum mjög virðulega, og er
þau höfðu bæði sezt, valdi hún hann umsvifalaust að
fórnardýri mælsku sinnar.
„Þér eruð prófessor í bókmenntum, er ekki svo?“
spurði hún með sérkennilega dimmri rödd, sem staf-
aði af óhóflegum reykingum.
Prófessorinn leit framan í konuna, sá fyrir sér grátt,
tekið andlitið, sem einu sinni hafði verið frítt, en nú
var rist aldri, vökum og nautnum. Augun voru enn líf-
mikil og geislandi, varirnar mjög þykkar og djarflega
málaðar.
„Jú ég er prófessor í bókmenntum, hefi einnig lesið
listasögu.“
„Það er nú kannski frekt af mér að spyrja yður í
þaula, en hvaða álit hafið þér á Cronin? Ó, finnst yður
hann ekki dásamlegur? Ég var að lesa hann í nótt. Ég
sofna sko aldrei fyrr en komið er fram á morgun.“
„Cronin er liðtækur höfundur,“ svaraði prófessorinn.
„Ó, hann er snillingur. En svo ég víki nú að öðru.
Sáuð þér leikritið, sem frumsýnt var á laugardaginn?“
Prófessorinn kinkaði kolli.
„O, var það ekki hörmung? Þessar leikkonur okkar
eru eins og kýr. Þær kunna eklci að ganga, og hann X.
var alveg hræðilegur. Ég hefi ekki kynnzt ómerkilegra
kvikindi um ævina. Ég hitti hann einu sinni í Köben og
seinna í París. Ég hefi aldrei getað þolað hann síðan.“
Það var kominn undrunarsvipur á prófessorinn, en
Þórir kinkaði til hans kolli í laumi og brosti. Hann var
ekkert hissa, þó að tal frænku hans hneykslaði hina
gætnu og grandvöru sál hans.
„Já, við eigum ekkert leikhús,“ hélt Ólína áfram,
„enga leikara. Það var munur að vera í Konunglega
eða í Parísarleikhúsunum.“
„Þér talið þá ef til vill frönsku og lesið frönsku,“
sagði prófessorinn og lyfti brúnum. Þórir dró sængina
upp að nefi til þess að dylja brosið.
„Frönsku, það er nú líklega. Ég vann lengi í tízku-
verzlun í París, þeirri frægustu. Seinna vann ég á hirð-
saumastofunni í Köben.“
„Það er einmitt, og hafið séð leiksýningar á kvöld-
in?“
„Já, ef satt skal segja, voru leikhús og næturklúbbar
mitt líf og yndi. Voruð þér einhvem tíma í París, pró-
fessor?“
„Sjö ár.“
„Sjö ár, komuð þér ekki í Gullkrána?“
„Hvað er það?“
„Næturklúbbur.“
„Það má vel vera. Ég gleymi slíkum nöfnum fljótt,
ef ég hef þá sinnu að taka eftir þeim.“
„Kannski hef ég hitt yður ytra, dansað við yður.“
Prófessorinn brosti og mætti geislandi augnaráði kon-
unnar. „Ég gleymi ýmsu fljótt, en ekki fríðum konum.
Nei, ég held, að ég hafi aldrei dansað við yður.“
Ólína andvarpaði. „Æ, nei, kannski ekki. Ég var
reyndar alltaf að flækjast með honum Gísla Straum-
fjörð meðan hann var í París. Hann var svo fjörugur,
hann Gísli, þegar hann var ungur. Ég fór oft með hon-
um honum í næturklúbb, og einu sinni hittum við Agn-
ar alþingismann, sem þá var bara eins og hver annar
strákhvolpur, magur og kenjóttur. Það var fjörug nótt,
skal ég segja yður. Við gengum lengi beint af augum,
lentum seinast inn í skemmtigarð, þar sem raftar lágu
sofandi á bekkjum. Æjá, en þetta breyttist. Ég hitti
hann Gísla úti í mjólkurbúð um daginn. Hann tók ekki
einu sinni undir, þegar ég bauð honum góðan dag.
Hann er orðinn skelfilegt dauðyfli. Kerlingin hefur víst
farið svona með hann. Hún er rugluð.“
Prófessorinn var orðinn býsna fjarrænn á svipinn
undir ræðu konunnar og hann hrökk við, þegar hfm
þagnaði.
Ólína sneri sér nú að Þóri. „Þú hefur það gott, ljúf-
urinn, er það ekki? Mamma þín hringdi frá Vífilsstöð-
um í dag. Hún er dálítið lasin núna. Haustið fer alltaf
illa með hana. Blessaður, vinur.“ Hún þrýsti kossi á
enni Þóris. Hann fann sem snöggvast sterkan tóbaks-
þef. Ólína rétti prófessornum hendina, mjög virðulega,
sveiflaði minkapelsinum yfir herðar sér og rigsaði út
úr stofunni.
Prófessorinn starði á eftir henni. Þetta er mjög óvenju-
leg manneskja, — heimskona,“ sagði hann.
Þórir brosti og kinkaði kolli.
„Væntanlega ógift?“ spurði prófessorinn.
„Hún er fráskilin, það var víst erfið reynsla, sem
hún hlaut í hjónabandinu.“
„Hvað sagðist hún heita?“
„Hún heitir Ólína.“
„Já, það er alveg rétt, og hún er — bíðum við-----.“
„Tízkufræðingur,“ sagði Þórir.
„Já, því læt ég svona, auðvitað sagðist hún vera tízku-
fræðingur. Nei, sjáum til, þarna kemur Elín bekkjar-
systir þín.“
Elín heilsaði kennara sínum hlýlega.
„Jæja, börnin mín, þið viljið víst vera ein, ég skil
það, og bækurnar mínar bíða heima. Verið þið nú sæl.“
Prófessorinn gekk hægt og virðulega til dyra. Hann
gleymdi treflinum, sem hann hafði lagt á náttborð
Þóris.
Elín settist upp og greip hönd Þóris, lukti hana lóf-
um sínurn. Hvorugt mælti orð af vörum nokkra stund,
unz hann sagði: „Þú, sem átt að vera að lesa.“
Heima er bezt 37