Heima er bezt - 01.01.1964, Side 43
Þau hrukku upp úr leiðslunni, er þau heyrðu bjöllu-
hringinguna frammi á ganginum. Kannski höfðu þau
gleymt veruleikanum um stund, dvalið í ríki hins liðna.
Elín laut niður að Þóri og kyssti varir hans. Nú bar
hún eklti lengur með sér eim útiloftsins. Þórir fann ilm
hennar eigin hörunds, sem hann kannaðist svo vel við.
Elín stóð hvatlega á fætur, gekk hratt og létt út úr
stofunni, næstum óeðlilega hnarreist.
Elaustið áður: Bjartur októbermorgunn lukti borg,
fjöll og sjó sínum bláa himni. Það var enn svalt, en
mjög kyrrt, þegar skólasystkinin fjögur hröðuðu sér
upp Bankastrætið, með litlu veitingastofuna á hominu
að markmiði. Þetta voru þau Elín, Þórir, söngvarinn
Ásgeir og skáldið Felix. Þá nemendur í fimmta bekk
menntaskólans.
„Guð blessi drykltjuskapinn hans Jakobs,“ sagði
skáldið, „látum oss drekka bleksvart kaffi og borða vín-
arbrauð með í tilefni af þessu óvænta fríi.“
„Þú mátt skammast þín,“ sagði Elín, „Jakob er í raun
og veru ágætur kennari.“
„Já, þegar hann er ódrukkinn. Nú er hann sennilega
að sofa úr sér timburmennina.“
Þau gengu brekkuna. Húsin framundan bar við ljós-
bláan morgunhimininn, virtust óvenju björt og aðlað-
andi. Fáir voru á ferli. Mest bar á gömlu fólki. Morg-
uninn er tími þess.
„Þegar fólk eldist hættir það að geta sofið fram eftir
á morgnana,“ sagði Ásgeir.
„Furðulegt,“ sagði skáldið. „Hvernig getur nokkur
þjáðst af slíkum sjúkdómi?“
„Það fólk, sem kemur sér tímanlega í bólið,“ sagði
Elín.
„Nóttin er tími listamannanna,“ sagði skáldið. „Þá
fæðast ljóðin, og söngvararnir brjóta gler með sínum
silfurskæru tenorröddum.“ Hann sló á herðar Ásgeirs.
„Þvaður og kjaftæði,“ sagði Ásgeir. „Þú talar aldrei
orð af viti.“
„Mér finnst vera of mikil áhrif frá nóttinni í ljóð-
um ykkar ungskáldanna,“ sagði Elín, „við sem erum
ung, ættum að vera þrungin lífi og vonum —“
„— og þjáningu,“ sagði Felix. „Ekkert, sem lifir,
kemst hjá henni.“
„Vafalaust ekki.“
Veitingastofan var mjög hlýleg og það var notaleg
morgunró þar inni. Aðeins tveir viðskiptavinir voru
fyrir, er skólasystkinin komu inn. Ungt skáld sat í einu
horninu og reykti pípu sína, fremur dapurlegt á svip,
en við borð á miðju gólfi sat knálegur, miðaldra verzl-
unarmaður og þambaði svart kaffi og beit næstum
græðgislega í vínarbrauðið — milli þess sem hann fletti
dagblöðunum — af slíku kappi og snerpu, að undrun
sætti.
(Framhald.)
BLAÐAÐ í H.E.B. BÓKUM
Frarnhald. af bls. 25. ------------------------------
Nú liggur leið okkar suður vestanverðan Brattás. í
Kæfumýri á hægri hönd syngur rauðsokkóttur stelk-
ur, spói vellur uppi í ásnum, annars er allt hljótt um-
hverfis. Eftir nálega tveggja klukkustunda ferð sveigir
lestin til vesturs og kemur fram á ásbrúnina austan við
Víðasel. Ekki er nú staðarlegt heim að líta að býli því,
sem verða á framtíðarheimili okkar. I túnbleðli sunnan
undir bröttum og allháum mel stendur bæjarhrofið,
líkara moldarhrúgu en mannahíbýlum finnst mér, er
ég lít það augum í fyrsta sinni.
Eftir drykklanga stund staðnæmist lestin vestan und-
ir bæjarhúsunum. Nokkrar lambær, sem gæða sér á ný-
græðingnum í varpanum, fyrtast við komu okkar og
hlaupa niður í túnjaðarinn. Þar staðnæmast þær og
horfa undrandi og þrjózkufullar á hina óboðnu gesti,
sem raskað hafa matarró þeirra. Þetta eru ær Baldvins
Jónatanssonar, en nú eign Jóns í Holti. í vor hafa þær
fengið að ganga óáreittar í Víðaselstúni og þykir við
sýnilega hafa gerzt brotleg í landhelgi þeirra.
Klyfjarnar eru teknar ofan af hestunum, og mér er
hjálpað af baki og lagður á varpann. Mér er þægileg
hvíld að því að hallast þar upp að lítilli, grænni þúfu.
Þreytuverkir og sárindi eru í öllum líkama mínum. Ég
litast um. Túnbleðillinn er að vísu grænn orðinn yfir
að líta, en ekki býður mér í hug, að hann verði grös-
ugur í sumar. Skammt frá mér í varpanum sé ég, hvar
dökkgræn, hrokkin rabarbarablöð gægjast upp úr mold-
inni. Eg lít á bæjarhúsin, en hvarfla augunum samstund-
is frá þeim. Við að sjá þau hefur slegið að mér mikl-
um óhug.
Tómas og pabbi sýsla við klyfjarnar, en Sigga og
mamma eru þegar gengnar í bæinn.
„Hvernig lízt þér nú á slotið?“ segir Tómas í létt-
um tón, meðan hann leysir reipi af rúmfataklyf.
„Mér finnst nú satt að segja tæpast hægt að hugsa sér
að ráðast inn í höllina,“ svara ég.
Norðan við bæjarhúsin suðar smálækur í gili. Hjal
hans vekur mér þorsta. Mér er færður drykkur úr lækn-
um. Það eru fyrstu nytjar mínar af ábýlisjörð okkar.
Vatnið er kalt, bragðgott og svalandi.
Nú hefur Sigga reitt mér hvílu í nýja heimkynninu,
ég er borinn inn í baðstofu og hjálpað í rúmið. En hvað
ég verð nú rúmhvíldinni feginn. Smátt og smátt dofna
þreytuverkirnir í líkama mínum, vökuvitund mín slæv-
ist. Það síðasta sem ég skynja, áður en svefninn sigrar,
er niður lækjarins norðan við bæinn.
Ég sef draumlaust þessa fyrstu nótt okkar í Víða-
seli. Það fyrsta, sem ég skynja, þegar ég vakna, er lækj-
arniðurinn, sem ég sofnaði frá kvöldið áður. Mér verð-
ur hlýtt í huga til lækjarins og finnst í svip, að hann sé
það eina, sem einhvers sé vert á bænum.
Heima er bezt 39