Heima er bezt - 01.01.1964, Síða 44

Heima er bezt - 01.01.1964, Síða 44
HEIMA_______________ BEZT BÓKAH I LLAN Sigurður Stefánsson: Jón Þorláksson, þjóðskáld íslend- inga. Reykjavík 1963. Almenna Bókafélagið. Hér hefur Sigurður Stefánsson, vígslubiskup á Möðruvöllum samið góða bók og skemmtilega um skáldið og klerkinn, Jón Þor- láksson á Bægisá. Sezt síra Sigurður þar á bekk þeirra fjölmörgu klerklærðra manna, sem auðgað hafa íslenzkar bókmenntir, og gerir hann það af miklum myndarbrag. í bókinni er annars veg- ar rakinn æviferill síra Jóns og gefin glögg lýsing af honum og örlögum hans. Er það gert af næmum skilningi og djúpri samúð, en einmitt sú ástúð sem höfundur leggur í viðfangsefni sitt gerir bókina svo sérstaklega ánægjulega aflestrar. En ekki lætur hann þó samúð sína og aðdáun á síra Jóni glepja sér sýn, heldur með- höndlar efnið allt á vísindalegan hátt. Öðrum þræði fjallar bók- in um skáldskap síra Jóns, einkum þýðingar hans og sálmakveð- skap. Er með það efni farið að mikilli þekkingu, og skilningi, og hafa sálmakveðskap síra Jóns aldrei fyrr verið gerð slík skil. í stuttu máli sagt, ágætu skáldi eru hér gerð þau skil, sem því sæmir, og höfundurinn hefur auðgað íslenzkar bókmenntir að gagnmerku riti og goldið að nokkru þá þakkarskuld, sem þjóðin stendur í við síra Jón Þorláksson. Sigurður Þórarinsson: Eldur í Öskju. Reykjavík 1963. Almenna Bókaféiagið. Hér birtist saga Öskjugossins 1961 í máli og myndum. Sigurður Þórarinsson skrifar þar greinagóðan formála, sem rekur sögu Öskju og eldri gosa í stuttu máli og lýsir um leið umhverfi öllu. Þá er gosinu 1961 lýst frá degi til dags meðan það stóð og skýrt frá nokkrum niðurstöðum af rannsóknum á því. Er mikils um vert að eiga slíka greinagóða lýsingu af þessum mikla náttúru- viðburði skráða af sérfræðingi og sjónarvotti. Síðari hluti bókar- innar eru myndir af gosinu og umhverfi þess, margar í litum, eru þær flestar hinar ágætustu og gefa þeim, er ekki sáu gosið, ágæta hugmynd um það, og rifja undur þess upp fyrir hinum, er sáu. Bók þessi er þannig í senn stórfróðleg og falleg, hún er svip- mynd af stórfelldum samtíðarviðburði og sígild lýsing á einu af undrum íslands. Lesmál allt er bæði á íslenzku og ensku. Skáidið á Sigurhæðum. Akureyri 1963. Bókaforlag Odds Björnssonar. Margt hefur verið skrifað um síra Matthías, eins og vænta mátti um höfuðskáld þjóðarinnar og einn mesta andans mann fyrr og síðar. Hér hefur Davíð Stefánsson skáld safnað í eina bók því merkasta, sem um Matthías hefur verið ritað um hálfrar aldar skeið, eða frá því þjóðin hyllti hann sjötugan. Leggja þar margir hönd að verki, og þeirra á meðal ýmsir af ritfærustu mönnum þjóðarinnar. Er þarna margt ágætra ritgerða, en sumar bera þó þess merki, að þær eru tækifærisrit. En þótt ekki séu allar grein- arnar jafnar að gæðum er mikill fengur að bókinni. Hún flytur oss margvíslegan fróðleik um þjóðskáldið, og ekki síður sýnir hún, hversu hann hefur verið metinn. Ekki skal hér farið í nokkurn ritgerðajöfnuð, en minnisstæðastar verða þó greinar þeirra Davíðs Stefánssonar og Steingríms Matthíassonar og að nokkru leyti yfir- litsritgerð Þorsteins Gíslasonar. Frágangur bókarinnar er allur hinn ágætasti, og mun þessi bók rísa einna hæst í bókaflóði þessa árs. Elinborg Lárusdóttir: Eigi má sköpum renna. Reykja- vík 1963. Skuggsjá. Hér birtist þriðja sagan í hinum mikla sagnabálki, Horfnar kynslóðir. Er hann ættarsaga Dalsfólksins, og þræðir að mestu sannsögulega viðburði. En úr stuttorðum munnmælum og kirkju- bókum, hefur skáldkonan unnið stórbrotið skáldverk. Frá upp- hafi verksins hefur styrkur þess verið svipmiklar persónulýsingar og trúverðugar þjóðlífsmyndir. Horfin öld birtist oss þar Iitrík og lifandi. Hins vegar fer ekki hjá því, að söguefnin verða fulllík hvert öðru, svo að sérkenni hverrar sögu mótast af skapgerð per- sónanna og viðhorfum þeirra hverju sinni. í þessu bindi er meg- inþátturinn æska og ástir Benjamíns, hins óskilgetna sonar Sol- veigar í Dal. Deilt er þar hart á viðhorf almenningsálitsins til óskiigetinna barna, en lýsing Benjamxns er góð, þótt mér finnist nokkuð skorta á að full grein sé gerð fyrir heitrofum hans. Sól- veig í Dal er nú fullmótuð persóna, sem rís hátt við hlið tengda- móður sinnar, sem mér finnst enn vera mikilfenglegasta persóna sögunnar. Nærfæmisleg og hugljúf er lýsing Mörtu, hinnar ungu og ógæfusömu unnustu Benjamíns. Og skemmtilegur er Símon, og þekkjum vér þar vel rímnaskáldið síra Hannes Bjarnason. En þannig má taka hverja persónuna eftir aðra, þær setjast í huga lesandans, og honum þykir gott að eiga sálufélag við þær. Ámi Jónsson: Lausnin. Akureyri 1963. Bókaforlag Odds Bjömssonar. Ný skáldsaga eftir höfund, sem tekur starf sitt alvarlega er ætíð nokkur viðburður í bókmenntum vorum. Og öllum, sem nokkuð þekkja til Árna Jónssonar er kunnugt, að hann gengur að hverju viðfangsefni með aivöru og virðingu fyrir því. Ber þessi nýja skáldsaga merki þess, þótt um ýmsa hluti megi deila, hvort ekki hefði mátt betur takast, t. d. formið sjálft, að leggja söguna í munn tveggja manna og skipta henni þannig að nokkru í tvær sögur. En skemmst er frá því að segja, að allur fyrri partur sög- unnar er litríkur, hlaðinn stórfelldum viðburðum, og persónur hennar sérstæðar og eftirminnilegar. Lesandanum er haldið í hæfilegri spennu og hvergi slakað á. 1 seinni hlutanum slakar mjög á spennunni, og lausnin í sögulokin er ekki með þeirri reisn, sem hæfir fyrri hlutanum. En allt um þetta, höfundur hef- ur skrifað hér eftirminnilega skáldsögu, og fer þar víða á kost- um, sem sýna að hann á sitthvað í pokahorninu. Sagan er á þróttmiklu, vönduðu máli, og ber hún öll vitni um vandvirkni höfundar, sem honum bregst aldrei. Og það má höfundur vita, að þessi saga leggur honum þá kvöð á herðar að halda áfram, því að hún vekur bæði von og vissu um að góðs má af honum vænta. St. Std. 40 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.