Heima er bezt - 01.07.1964, Qupperneq 2

Heima er bezt - 01.07.1964, Qupperneq 2
Sjónvarp íMargt hefur verið ritað og rætt um sjónvarp hér á landi nú að undanförnu. Nefnd hefur setið á rökstólum og skilað áliti um málið til ríkisstjórnar, og menntamála- ráðherra hefur í Alþingi gert grein fyrir möguleikum á stofnun og rekstri sjónvarpsstöðvar. Þá hefur verið samþykkt breyting á tollskrá landsins, til þess að tryggja sjónvarpssjóði tekjur. Allt þetta bendir til, að sá tími sé skammt undan, að íslenzkt sjónvarp sé stað- reynd. Hitt getur að vísu dregizt lengur, að það nái til allra landsmanna, þótt ætla megi af þeim gögnum, sem fyrir hendi eru, að svo sé ráð fyrir gert, að minnsta kosti innan tiltölulega skamms tíma. Enda er fullvíst, að margar óánægjuraddir munu heyrast, ef sjónvarpið verður einkaeign þéttbýlisins við Faxaflóa. En fleira hefur verið rætt um þetta mál en stofnun sjónvarpsstöðvar í Reykjavík. Keflavíkursjónvarpið hefur verið kært umtalsefni mikils fjölda manna, hafa þar sem vænta mátti komið fram ólík sjónarmið, og margt óþarft orð verið mælt. Ekki skal hér um það dæmt, hvort menningargildi þess sjónvarps er mikið eða lítið, en víst er, að það hefur skapað áhuga mikils fjölda manna um sjónvarpið, og hæpið að stimpla allt það fólk sem ómenningarlýð. Hitt er nær sanni að ætla, að ein- rnitt Keflavíkursjónvarpið hafi fært þessu fólki efni, sem það hefur talið sig betur farið að hafa en missa. En jafnframt verður því ekki neitað, að ekki er viðunandi til lengdar að hlíta einungis erlendu sjónvarpi, sem snið- ið er eftir menningu, venjum og þörfum annarrar þjóð- ;ar. Enda þótt ég telji vafasamt, að menningu vorri stafi meiri háski af því, en fjöldamörgu öðru, sem yfir oss dynur af erlendum áhrifum í kvikmyndum, útvarpi og bókum. En hér er sömu sögu að segja og annars staðar. Vér björgum engu með bannfæringum og forboði. Hinn eini mótleikur, sem oss er samboðinn sem menn- ingarþjóð, og að gagni má koma er að skáka fram ein- hverju jákvæðu íslenzku efni, og hér verður lausnin vit- anlega sjónvarpsstöð. Bönn og aftur bönn eru fyrir- bæri, sem vér ættum að hafa fengið nóg af, og vér ætt- um að vita, að neikvæðar reglur og lagaboð skapa aldrei siðabót. Annað mál er svo það, að skoðanir landsmanna á sjón- varpi eru allskiptar. Þeir, sem kynnzt hafa Keflavíkur- sjónvarpinu, munu víst flestir vera þess fýsandi, að ís- lenzkt sjónvarp komizt á laggirnar, og svo er um marga fleiri, sumir ef til vill til þess eins að sigrast á erkifjand- anum frá Keflavík. Margir trúa fastlega á menningar- gildi sjónvarps að því óreyndu, og suma langar í það af nýjungagirni. Það mun því nokkurn veginn víst, að ef fram færi skoðanakönnun um málið mundi drjúgur meiri hluti manna reynast þess fýsandi, að stofnað yrði íslenzkt sjónvarp. Það er því sýnilega þýðingarlaust að spyrna móti þeim broddum, þótt einhverja fýsti að gera svo. Sjón- varpið er krafa tímans, rétt eins og bíll og ísskápur, rafmagn og sími. Viðfangsefnið er því ekki að hamast gegn því, heldur að stuðla að því, að það mætti verða þjóðinni menningarauki, þegar það kemur, og þar get- ur almenningsálitið skipt miklu máli, að halda forráða- mönnum þess vakandi, svo að þeir bregðist ekki þeirri skyldu sinni að skapa þar menningarvaka en ekki múg- sefjunartæki. Engum blandast hugur um, að sjónvarpið er sterkasta múgsefjunartækið, sem menning nútímans hefur fund- ið upp. En jafnljóst má það vera, að ekkert tæki tekur því fram til almennrar fræðslu og menntunar ef rétt er á haldið. Vafalítið hugsa menn sér það einkum til dægrastyttingar, en vert er að minnast þess um leið, að óðum fer í vöxt, að sjónvarpið sé notað til beinnar fræðslu í skólum landanna jafnt sem heimahúsum. Mun það lengst komið í Bandaríkjunum, en þar er sjónvarp- ið nú fvrir alllöngu orðinn mikilvægur þáttur í fræðslu- kerfi þjóðarinnar. Hefur það gefið góða raun og fer notkun þess sívaxandi. Mætti ætla, að full þörf væri fyr- ir slíkt skólasjónvarp hérlendis. Skólum hér á landi fjölgar örar en svo að kennara- þörf þeirra sé fullnægt. Margir, ef til vill flestir skól- anna eru snauðir að kennslutækjum, og sakir smæðar skólanna og kennaraskorts verða fjölmargir kennarar að kenna námsgreinir, sem þeir eru lítt færir um, sakir kunnáttulevsis. Þar sem svo stendur á væri skólunum gott skólasjónvarp himnasending, og öllum skólum mætti það að gagni verða. Þar gætu lrinir færustu menn með fullkomin tæki búið út kennsiuefnið, skólarnir fá það í hendur, og undir handleiðslu og eftirliti kennar- anna mætti það verða nemendum til ómetanlegs gagns. Og fá mætti efni hvaðanæfa að, þar sem bezt er til fanga. A þessu sviði getur sjónvarp óumdeilanlega unn- ið stórmikið gagn, og með því má raunverulega flytja kennslustofuna inn á heimilin ef svo ber undir. Hin almenna þjónusta sjónvarpsins er meira deilu- efni. Því er fundið margt til foráttu, og margt með rök- um. Það fær fólk til að eyða miklum tíma, og þar sem það leggur hald bæði á augu og eyru verður ekki öðru 242 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.