Heima er bezt - 01.07.1964, Síða 4

Heima er bezt - 01.07.1964, Síða 4
GUÐBR. BENEDIKTSSON: Benedikt Grímsson, hreppstjóri, Kirkjubóli í Stei mgrims firéi xrkjuból í Tungusveit! Yfir þeim bæ hefur hvílt bjarmi kynslóðanna um tveggja alda skeið. Þar hafa risið fernir stuðlar sterkra ætta, er byggt hafa Strandasýslu, og munu margir íbúar henn- ar í dag vera greinar þeirra meiða. Fyrst þeirra voru þau hjónin Guðrún Björnsdóttir prests Hjálmarssonar í Tröllatungu og Grímur Jóns- son bónda á Reykjanesi í Víkursveit, Grímssonar Alexí- ussonar bónda á Reykjanesi. Guðrún og Grímur hófu búskap í Húsavík, en flytja að Kirkjubóli árið 1843. Var Grímur hreppstjóri í Kirkjubólshreppi, merkismaður og búhöldur góður. Einkadóttir þeirra hjóna, Valgerður, giftist Benedikt Jónssyni bónda á Kleifum í Gilsfirði Ormssonar bónda Sigurðssonar í Fremri Langey, dugmiklum en sérkenni- legum manni. iVlóðir Benedikts var Kristín Eggertsdóttir bónda í Hergilsey Olafssonar, er nefndur var hinn hetri, til að- greiningar alnafna síns og sveitunga Fggerts vísilög- manns Olafssonar. Benedikt bjó á Kirkjubóli 20 ár. Hann lézt 1884 þá 54 ára. í búskapartíð þeirra Valgerðar og Benedikts var Kirkjuból. Til hcegri á myndinni er skilarétt Tungusveitunga. 244 Heima er bezt heimili þeirra rómað fyrir rausn og myndarbrag. Þar voru haldnir sýslufundir Strandasýslu og aðrir héraðs- fundir. Benedikt var hreppstjóri og varaþingmaður Strandasýslu frá 1869. Einnig var hann forgöngumaður héraðsins í ýmsum menningar- og félagsmálum, hjálp- samur maður og ráðhollur. Sagt var að ráð hans og úr- lausnir hefðu ávallt reynzt giftudrjúg. Bóngóður var hann og bjargvættur nauðleitarmanna og sveitunga. Grímur sonur þeirra Benedikts og Valgerðar tók við búi á Kirkjubóli, er faðir hans lézt 1885. Var Grímur þá nýkvæntur Sigríði Guðmundsdóttur bónda á Víg- hólsstöðum á Fellsströnd Þórðarsonar og konu hans Þorbjargar Björnsdóttur Guðmundssonar bónda á Stóra- Fjarðarhorni. Þau Kirkjubólshjón voru ástsæl og mikils metin sökum mannkosta sinna. Vildu þau fúslega greiða úr hvers manns þörfum og erfiðleikum, og var í orði haft, hve umhyggjusöm þau voru og nærgætin við gamla fólkið, sem dvaldi á heimili þeirra. — Þeim er óska að kynnast nánar heimili þeirra hjóna, skal bent á kafl- ann um Grím og Sigríði í „Gömlum glæðumu eftir Guðbjörgu í Broddanesi. Benedikt Grímsson er fæddur 17. apríl 1898. Hann ólst upp heima og naut ástríkis góðra og umhyggju- samra foreldra í glaðværum systldnahóp. Fram til ferm- ingar nam hann heima og í barnaskólanum á Heydalsá. Þar naut hann einnig framhaldsnáms. Var sá skóli giftu- drjúgur þeim, er þangað sóttu nám. Um tvítugsaldur fór Benedikt svo í bændaskólann á Hvanneyri. Er Benedikt kom heim að loknu námi, vann hann að jarðyrkjustörfum hjá bændum í héraðinu. I þessu starfi hans fór saman dugnaður, afköst og verklagni. Var hann því mjög eftirsóttur af bændum. A unglingsárunum tók Benedikt þátt í ungmennafé- lagsstarfi sveitarinnar og varð formaður þess eftir heim- komuna úr skóla. Nú hefur yngri kynslóðin tekið við forystunni á þessum vettvangi, en ráða Benedikts þó jafnan notið, er um meiri háttar framkvæmdir hefur verið að ræða. Formennska byggingamefndar Félags- heimilisins var honum meðal annars falin. í stjórn K. S. H. var Benedikt frá upphafi og formað- ur hennar. Og er hann vék úr henni, varð hann kjörinn endurskoðandi reikninga þess.

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.