Heima er bezt - 01.07.1964, Page 6
Fremri röð, talið frá vinstri: Kristjana Ingólfsdóttir, Anna
Grimsdóttir, Grimur Benediktsson, Benedikt sonur þeirra,
Benedikt hreppstjóri Grimsson og Ragnheiður Ljiðsdóttir.
Aftari röð frá vinstri: Ljður Benediktsson, Rósa fósturdóttir
þeirra og Sigurður Benediktsson.
með sér þeim lífskjörum sem fyrir voru, og sameinuð-
ust í umhyggju og tillitssemi gagnvart hvert öðru: Börn-
in sýndu ellinni nærgætni og ástúð. Og eldri kynslóðin
umbar ærsl og gleði æskunnar.
Hið unga konuefni hafði numið þessa fræðslu í for-
eldrahúsum, ásamt flestu því sem nauðsyn krefur í lífi
sveitakonunnar. Ragnheiður hefur því verið vel undir
lífsstarf sitt búin sem eiginkona, móðir og gerandi í
þegnlegu starfi húsmóðurinnar. Það kom enda brátt í
Ijós, að hún var starfi sínu vaxin í stjórnsemi, myndar-
brag og hugljúfri framkomu. Á fyrstu búskaparárum
þeirra var til heimilis hjá þeim eldra fólk, sumt vanda-
lausir einstæðingar, er minnast húsmóður sinnar með
þakklæti fyrir auðsýnda umhyggju og skilning á kjör-
um þeirra.
Þegar Benedikt var að heiman sökum margvíslegra
starfa, er honum voru falin, varð Ragnheiður að sjá um
húsbóndastörfin, þar til synir þeirra komust til þroska.
Mörg börn og unglingar hafa dvalið á Kirkjubóli og
notið þar hollra og góðra leiðbeininga í starfi og leikj-
um.
Ragnheiður hefur tekið mikinn þátt í félagsmálum
kvenna, verið formaður kvenfélags sveitarinnar og einn-
ig formaður Kvenfélagasambands Strandasýslu og hef-
ur sem fulltrúi þess sótt fundi norðlenzkra kvenfélaga.
Benedikt á Kirkjubóli er þéttur á velli, meðalmaður á
hæð og samsvarar sér vel. Sterkt ættarmót er með hon-
um og föðurfrændum hans Kleifabræðrum og sonum
þeirra. Ber svipmót hans með sér, að hann er maður at-
hugull mjög og veit fótum sínum forráð í skoðunum og
starfi. í viðræðum er hann oft skemmtinn og glögg-
skyggn á hið skoplega við menn og málefni. Enginn er
hann baráttumaður í þess orðs venjulegu merkingu, en
þó mun af allur skriður mála, takizt honum ekki að þoka
þeim fram til sigurs.
Gott er vegfaranda að vera gestur þeirra Kirkjubóls-
hjóna. Þar er fyrirgreiðsla öll veitt af rausn og myndar-
skap.
Þessir eru synir þeirra Kirkjubólshjóna Ragnheiðar
og Benedikts:
Grímur, bóndi á Kirkjubóli, kvæntur Kristíönu Ing-
ólfsdóttur, bónda í Gilhaga.
Sigurður Matthías, bóndi á Kirkjubóli, kvæntur Sig-
rúnu Valdimarsdóttur, húsameistara í Hólmavík.
Lýður Valgeir, skrifstofumaður hjá S. í. S. í Reykja-
vík, kvæntur Helgu Valdimarsdóttur systur Sigrúnar
konu Sigurðar.
Einnig ólu þau upp frá bernsku Rósu fósturdóttur
sína.
Vegfarandi góður! Akir þú bifreið þinni inn með
Steingrímsfirði að sunnan, verða bæir til beggja handa.
Einn þeirra er til vinstri, þar sem ekið er um sléttar
grundir og yfir klettarið eitt. Eru tvö íbúðarhús þar
innan túngirðingarinnar. Vestan við annað þeirra er
fallegur blómagarður. Túnið er stórt og slétt, liggur
upp að fjallinu og inn og fram að dalsmynninu. Til
hægri skerst vogur inn í ströndina. Handan hans er
Tangi. Þar stendur hið glæsilega félagsheimili sveitar-
innar, „Sævanguru.
Þetta er Kirkjuból, þar sem þau hjónin Benedikt og
Ragnheiður hafa búið nær fjóra tugi ára og aukið frægð
óðalsins.
Nú hafa synir þeirra Grímur og Sigurður tekið við
forráðum jarðarinnar, og spáir það góðu.
Sagan endurtekur sig: Bemskan og æskan leikur að
legg og skel, byggir sér hús og bæi, og ekur bílum og
búnaðarvélum sínum. Glóhærður 9 ára sveinn, Bene-
dikt Grímsson, ásamt systkinum og frænda, búa nú
saman á Barnatanga.
Allar líkur benda til þess, að enn muni um langa
framtíð afkomendur Gríms Jónssonar og Guðrúnar
Bjömsdóttur byggja óðalið Kirkjuból og njóta ham-
ingju og giftu ættarinnar!
Guðbr. Benediktsson.
246 Heima er bezt