Heima er bezt - 01.07.1964, Síða 7
Þormóður Sveinsson:
Arni í Stokkhól ma og nokkrir niéjar lians
(Niðurlag.)
XII. BJARNI, f. 1859. Hann fluttist líka austur og
var þar eitthvað við búskap á svipuðum slóðum og
Sveinn bróðir hans, en einnig í húsmennsku í Hólshús-
um í Borgarfirði um nokkurt árabil. Eftir að hann kom
að austan bjó hann eitt ár á Steini á Reykjaströnd, og
þaðan fór hann til Vesturheims aldamótaárið, ásamt
konu sinni, Astríði Sigurðardóttur, og bömum þeirra,
Kristjáni, Arnbjörgu Sigríði og Guðrúnu Sólveigu. —
Bjarni hafði verið mikill maður að vexti, afrendur að
afli, og söngmaður góður.
Ekki hefi ég náð í upplýsingar um hverra manna kon-
ur þeirra bræðra voru.
XIII. GUÐRÍÐUR, f. 2. nóv. 1865. Elún fór til Vest-
urheims, en ekki veit ég hvort að það var áður eða eftir
að hún giftist fyrra manni sínum, Erlendi Pálmasyni frá
Yzta-Gili í Langadal, ég hygg bróðir Ingvars alþingis-
manns á Norðfirði. Þau eignuðust tvo sonu, Kristinn og
Magnús, sem báðir voru í kanadiska hernum á meðan á
fyrra stríðinu stóð. Seinni maður Guðríðar var Jón son-
ur Jóhannesar Magnússonar b. á Hóli í Tungusveit, og
er dóttir þeirra Elín Pálína.
Guðríður er enn á lífi, eða var það a. m. k. á síðast-
liðnu sumri, og er þá nú á 99. aldursári, dvelur á elli-
heimilinu „StafhoIt“ í Blaine Wash. Mun það algert
einsdæmi í sögu þjóðar vorrar fyrr og síðar að á lífi sé
barn manns sem fæddist 173 árum fyrr. Dr. Hannes
Þorsteinsson, sá sögufróði maður og mikli ættfræðing-
ur, tók það atriði til athugunar fyrir um það bil 40 ár-
um, og segist ekki þekkja öruggt hliðstætt tímabil, þ. e.
frá fæðingu föðurs til dauða barns hans, lengra vera en
159 ár.
Þá má og geta þess, að Guðríður er langa-langa-lang-
ömmusystir, — þ. e. 1 á móti 6. lið — nokkurra einstakl-
inga af yngstu núlifandi kynslóð, og mun það fáheyrt,
ef ekki einsdæmi. En það var líka 45 ára aldursmunur
á elzta barni Áma og þess yngsta, þ. e. Guðríðar, og
mun það sjaldgæft.
Heim.: Th. Jackson: Saga ísl. í N.-Dakota, bls. 415, Minningar-
greinar um Munda Goodmans í Tímanum 5. jan. sl., og Annálar
1400-1800, I., bls. 527.
Auk þessa eignaðist Árni tvö börn utan hjónabands:
XIV. SÆUNN, giftist ekki né mun hafa eignazt af-
kvæmi, en var á lífi eitthvað fram yfir 1880. í manntöl-
um síðar er hún sögð fædd í Djúpadal 2. des. 1827, en
hver móðir hennar var er örðugt að vita, þar eð kirkju-
bækur Flugumýrarsóknar brunnu fyrir langa löngu.
XV. SKÚLI, f. 1832, dvaldi mest í Skagafirði, og þó
eitthvað í Eyjafirði. Hann var þrekskrokkur mikill, og
mun hafa dáið á 2. tug þessarar aldar. Börn hans voru:
Margrét, föðurmóðir Kristjáns Hermannssonar, nú b. í
Leyningi í Eyjafirði, og Hallgrímur, sem fluttist full-
tíða norður í Svarfaðardal, kvæntist, og munu börn
hans einhver vera hér á Akureyri nú. Móðir Skúla var
Kristjana Skúladóttir Thorlacius, þess er úti varð á
Oxnadalsheiði 1816, Bjömssonar kaupm. á Húsavík,
Halldórssonar biskups á Hólum. En Kristjana var hálf-
systir — sammæðra — Bólu-Hjálmars.
Samkvæmt því sem hér hefur verið sagt, hafa börn
Árna verið 24.
Ættir Austfirðinga gera nokkuð aðra grein fyrir
þeim, og ber þó ekkert á milli um þau sem upp kom-
ust, né tölu þeirra, heldur um hin sem dóu ung.
Þar er sagt að börn Árna og iMargrétar hafi verið 14
■alls. Vera má að það stafi af því að láðst hefur að geta
í kirkjubókinni um eitt, eða þó öllu heldur tvö börn
þeirra þegar þau fæðast, en í dánarskýrslum koma þau
fram. En þau sem dóu í æsku eru ekki nafngreind, svo
að ekki verður vitað hvert þeirra það er sem vantalið
er. — Þá segir að börn Árna og Steinunnar hafi verið
fjögur, þar af þrjú dáið í æsku. Víst voru þau svo lengi
í hjónabandi, að vel gátu börnin hafa verið fjögur þess
vegna. En kirkjubók viðkomandi sóknar er svo vel og
greinilega færð um það árabil, að ólíklegt þykir mér að
fallið hafi niður að geta bæði um fæðingu og dauða
tveggja þeirra. Og þegar skipti á búinu eru gerð eftir
konuna koma aðeins tvö til greina, þau Arnór, sem dó
litlu seinna, svo og Margrét. Loks segir að börn Árna
og Sesselíu hafi verið fimm, þar af eitt dáið ungt. Þetta
gæti vel verið rétt. Kirkjubók Mælifellsprestakalls frá
1862 og fram yfir aldamót, er svo stórsködduð af bruna
að hending ein ræður hvað lesið verður. Þau mættu því
vel hafa eignazt barn á árunum 1863—64, og nafn þess
úr bókinni máðst út vegna brunans, bæði við fæðingu
og dauða, en kornungt hefur það þá dáið.
Eftir Ættum Austfirðinga verða því börn Árna 26.
Heima er bezt 247