Heima er bezt - 01.07.1964, Page 8
Fæst sennilega aldrei full vitneskja um hvað mörg þau
voru, en trúlegast þætti mér að þau hefðu verið 25.
Ættir Austfirðinga rekja skakkt karilegg Árna upp á
við. Sagt er þar, að faðir hans, Sigurður, hafi búið í
Ytri-Njarðvík, verið Árnason b. þar Sigurðssonar s. st.,
bróður Ólafs á Frostastöðum, Jónssonar. Þetta fær ekki
staðizt, sbr. Ættir Skagfirðinga 272. Fleiri smámissagnir
eru þar, svo sem um heimilisfang fólks, einkum varðandi
ættlið I, en þær skipta ekki meginmáli. Virðist sá er frá
sagði ekki hafa verið nægilega kunnugur þar. (Sjá bls.
990-3.)
Fátt er skráð um ævi Árna í Stokkhólma, hagi hans
eða manninn sjálfan. En það sem til er bendir í þá átt,
að hann hafi verið fjölhæfur maður, og borið í ýmsu af
samtíð sinni og stétt.
Eins og segir í hinni fyrrnefndu grein í H. E. B., og
tilfærðu erindi þar, minnist Bólu-Hjálmar Árna lofsam-
lega í ljóði. „Að mannburðum var hetja og mikilvirlt-
ur, hagsæld lék á öllu, mjög var til hugvits og mennta
laginn, félagsmaður frægur. Smíðaði hann silfur og
smellti kopar, telgdi timbur og teygði járn, stórhöggur
á steðja. í atburðum öllum var hann afreksmaður, með
sálarþreki og þor, hreinlyndur og hygginn, hógvær í
umgengni, greindur og góðviljaður.“ Þar segir og að
hann hafi tekið á móti 200 börnum, og ýmislegt fleira,
sem hvem mann má prýða. Þeir hafa sýnilega verið góð-
kunningjar. Þeir voru samtímamenn, og á svipuðum
aldri, Árni 5 árum eldri og dó 4 ámm fyrr. Og þeir voru
nágrannar, aðeins Héraðsvötnin á milli.
Að sjálfsögðu má ekki taka lof Hjálmars um Árna
bókstaflega fremur en stundum er, þá mælt er eftir
látna menn. En þó að nokkru væri slegið af, verður
samt eftir mynd af mildlhæfum manni.
Og kvonföng Árna bera þess vissulega vott, að mað-
urinn hafi verið myndarlegur og gæddur ríkum per-
sónuleika. Hann nær fyrst í unga prestsdóttur af hinni
stoltu Djúpadalsætt. Önnur kona hans var af þróttmestu
bændaættum í Skagafirði. Þá kvænist hann annarri vel
ættaðri prestsdóttur. Og loks, hálfsjötugur kvænist hann
stúlku sem er 44 árum yngri en hann, og var a. m. k.
föðurættleggur hennar stórbrotinn. — Þetta leika engir
aukvisar eftir.
Espólín getur Árna á þessa leið, en þeir hafa efalaust
þekkzt vel: „Sá maður bjó í Stokkhólma í Skagafirði er
Árni hét Sigurðsson, hagur maður og ötull. Hann hóf
félag til þess að leita steinkola í Jökulsárgili og Nýja-
bæjarfjalli, og fékk marga til. En þó þeir þættust finna
vitneskju, þá skorti verkfæri. Vildi hann þó framhalda,
og leitaði aðstoðar amtmanns til að fá styrk af konungi.“
(Árbækur XII, bls. 189 — við árið 1832.)
Það er enginn meðalmaður, sem pælir í slíku á þess-
um tíma.
Sennilegt er að þetta hafi leitt af sér sendiferð Ög-
mundar Sigurðssonar, síðar prests að Tjörn á Vatns-
nesi, — en hann nam um þetta leyti náttúrufræði í Kaup-
mannahöfn, — hingað til lands á vegum hinnar dönsku
stjómar sumarið 1833, til að skoða mókolamyndun í
Skagafjarðardölum, ásamt fleiru hér á landi. Kol þessi
reyndust allgóð, en lögin of þunn og erfitt að komast
að þeim, svo að ekkert útlit var fyrir að borgaði sig að
vinna þau. (Þ. Th.: Landfr.s., III, bls. 203.)
Má því segja að Árni hafi ekki gengið erindisleysu á
amtmanns fund.
Steinkol finnast vitanlega ekki í Skagafjarðardölum,
en surtarbrandur er þar á sumum stöðum, m.a. í Tinnár-
dal, sem skerst austur í Nýjabæjarfjall, og er líklegt að
þarna hafi fyrst og fremst verið um hann að ræða. Sum-
arið 1839 skoðaði Jónas Hallgrímsson surtarbrandinn
þar og segir, að lífshætta hafi verið að rannsaka hann.
(Sama heimild, bls. 9.)
Gísli Konráðsson minnist Árna í sambandi við hina
kunnu Norðurreið Skagfirðinga til Möðruvalla vorið
1849, svo og eftirkasta sem af henni leiddi, en Árni var
einn af þeim sem norður fóru. Hann var og einn af
þeim sex Skagfirðingum er suður fóru síðar um sumar-
ið til fulltingis þingmanni þeirra, Jóni Samsonarsyni, þá
hann reið til þings, en orðrómur hafði borizt norður
um að ýmsir fyrirmenn í Reykjavík hygðust taka
ómjúklega á Jóni er suður kæmi, og jafnvel varna hon-
um þingsetu, þar eð hann þótti hafa staðið mjög fyrir
förinni til Möðruvalla. Þessi orðrómur reyndist þó ekki
á rökum reistur. (G. Konr. Ævisaga.)
Þetta segir sína sögu um atgervi Árna, sem þá er nær
sextugu.
Árna mun að einhverju getið í Skagfirðingasögu Gísla,
en hana hefi ég ekki lesið. Og víðar kann hans að vera
minnst.
í asku heyrði ég alloft talað um Áma af fólki sem
mundi hann, og jafnan sem atorkumann. Nokkur böm
hans sá ég, og var það gervilegt fólk, hraust og hagvirkt.
Árni bjó í 44 ár á ýmsum jörðum í Skagafirði, þar af
16 eða 17 í Stokkhólma, og við þann bæ er hann oftast
kenndur, en einnig stundum við Starrastaði, en þar bjó
hann í 10 ár.
Um miðhluta aldarinnar sem leið var þröngbýlt í
Skagafirði, og munu aldrei hafa verið fleiri jarðir í
ábúð í einu þar en þá, enda var þá frekar góðært í land-
inu. Jafnvel voru nýbýli tekin upp. Vorið 1861 varð
Árni víst jarðnæðislaus, og fór í húsmennsku, í fyrsta
sinn frá því hann hóf búskap. Ekki kunni hann við það
til lengdar. Næsta ár ræðst hann í að byggja yfir sig á
stað, þar sem aldrei hafði verið bær áður. Er það vel af
sér vikið af 71 árs gömlum manni. Ekki var hann þó þar
nema eitt ár, og hefur aldrei verið búið þar síðan. Næstu
þrjú árin, en það vora þau síðustu sem hann var við bú-
skap, bjó hann á lítilli hjáleigu, Vallarmúla, í landi Álf-
geirsvalla, og fór hún í fulla auðn fjórum árum eftir að
hann fór þaðan.
Engar sögur fara af efnahag Árna. Hann bjó yfirleitt
á góðum jörðum, en oftast í sambýli við aðra, nema þau
árin er hann var í Stokkhólma. Gefur það til kynna að
bú hans hafi ekki verið stórt. Ekki er ólíklegt að hon-
um hafi orðið þungt fyrir fæti á meðan bömin fædd-
ust sem örast. (Framh. á bls. 257.)
248 Heima er bezt