Heima er bezt - 01.07.1964, Side 9

Heima er bezt - 01.07.1964, Side 9
DR. RICHARD BECK: Landnám lslendinga í N.-Dakota 85 ára Kæru landar mínir! Meginbyggðir íslendinga í Vesturheimi nálgast nú óðfluga aldarafmæli sitt. Landnám þeirra í Nýja-íslandi verður 90 ára gamalt eftir tvö ár, en íslenzka landnámið í Norður-Dakota átti 85 ára afmæli á nýliðnu sumri. Ekki var þess af- mælis minnst með neinum sérstökum hátíðahöldum, enda lítil ástæða til, þar sem 50 ára afmæli landnámsins og 75 ára afmæli þess höfðu verið haldin hátíðleg með virðulegum og margþættum samkomum, er mikill mann- fjöldi sótti bæði úr heimabyggðunum sjálfum og víðs- vegar að utan þeirra. Eigi að síður er 85 ára afmæli merkra og söguríkra íslendingabyggða í Norður-Da- kota verðugt þess, að á það sé minnt. En ég hefi nú í nærri 35 ár átt heima í nágrenni við íslenzku byggðirn- ar og verið þar tíður gestur. Eru þær mér því harla kær- ar. Jafnframt tel ég mér gæfu og menningarlegan gróða að því að hafa kynnzt og átt að vinum marga frum- herjanna, karla og konur, sem nú hafa goldið jarðlífinu sína síðustu skuld, og hvílast, að loknu löngu og góðu ævistarfi, í mold síns kæra fósturlands. Hins vegar fer ágætlega á því, að landnáms þeirra sé, á þessum merkis- tímamótum í sögu þess, getið að nokleru einmitt heima á ættjörðinni, því að þar stóð vagga þeirra, við upp- eldisáhrif frá henni höfðu þeir mótazt, og ætternisleg- ar og menningarlegar rætur þeirra lágu þar djúpt í mold. Dr. Rögnvaldur Pétursson, sem sjálfur var alinn upp í einni íslenzku byggðinni í Norður-Dakota, lagði rétti- lega áherzlu á hina ómetanlegu skuld landnemanna við ísland í snjallri ræðu fyrir minni þess, sem hann hélt á 50 ára afmælishátíð landnáms Islendinga í Norður-Da- kota að Mountain 1. júlí 1928. Hann vitnaði til hins ágæta kvæðis Stephans G. Stephanssonar, sem skáldið orti eftir ræðismanninn franska og íslandsvininn, André Courmont, þar sem hann lætur Courmont segja: Mér á ísland ekki neitt að þakka ég því allt----- Síðan bætir Stephan við frá sjálfum sér: ------við mig þú svona mæltir. Og kinnar mínar báðar brugðu litum, uppalnings þess, sem þegið hafði af því sjálfur alla mína heilsu, hæfileika sérhvern, skyn og skapgerð. Dr. Rögnvaldur heldur því næst áfram ræðu sinni á þessa leið: „Ætli að flestir verði eigi tilneyddir að segja slíkt hið sama, þó hæfileika, skyn og skapgerð hafi eigi að telja, til jafns við skáldið. Frá íslandi hafa þeir þegið hæfileika sérhvern, skyn og skapgerð og annað er þeirra er, til hvaða nota sem þeim það kann að verða, sem nokkuð er annað mál. Gjöfina er eigi að saka þó viðtakandi loinni eigi að virða hana. Gullkamburinn er meira virði en fjórar skónálar, þó þau skipti væri eitt sinn gjörð.“ Út frá reynslu sinni í íslenzku landnámsbyggðinni, þar sem hann hafði aðizt upp frá æskuárum og frarn á fullorðinsár, lýsir dr. Rögnvaldur síðan á áhrifamikinn hátt djúpstæðum og víðtækum íslenzkum áhrifum á líf landnemanna og hugsunarhátt: „Vér minnumst þess öll, er til fyrri áranna munum, að það var íslenzk þrautseigja er yfirsteig örðugleika frumbýlingsáranna, íslenzk iðjusemi sem varnaði bjarg- þrotum, íslenzk handavinna, er klæddi börn og full- orðna, íslenzk hagvirkni, er hlóð bæjarveggina og refti yfir brún af brún, íslenzkir völundar, er smíðuðu allt, er hafa þurfti til heimilisnota, íslenzkar sögur, er breyttu hreysunum í hallir, kenndu börnum og unglingum að umgangast tigna menn, luku upp fyrir þeim heiminum sem bók, léðu þeim vængi kveldroðans, svo þau gátu kosið sér hvern þann leikvöll, er þau vildu, — lengra úti í óvissunni og auðninni, í landi allra leyndardóma, eða niður með sjónum, þar sem hinum fornu konungum ævintýranna verður reikað, er þeir ekki geta sofið. Það var íslenzk umhyggja, er vitjaði þeirra er einangraðir voru og einmana, miðlaði þeim, er fyrir missi urðu eða heilsubresti. Það var íslenzkt skaplyndi, er varðist um- skiptings áhrifum hversdags erfiðisins, með því að gjöra sér einatt gaman úr vanhöldum og vitleysu, slyppni og hrakförum sjálfra sín og annarra. Það voru íslenzk spak- Heima er bezt 249

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.