Heima er bezt - 01.07.1964, Blaðsíða 11

Heima er bezt - 01.07.1964, Blaðsíða 11
félagsins vestan hafs. En óþarft er að fjölyrða um það, hve áhrifarík kirkjufélög þessi urðu í sögu og lífi Vest- ur-íslendinga áratugum saman. En menningarlíf byggðarinnar var fleiri þáttum slung- ið, og væri saga hennar hvað það snertir eigi nema hálf- sögð, ef helztu skálda hennar væri að engu getið, þó að hér sé stildað á stóru í byggðarsögunni almennt. Kristján N. Júlíus skáld (K. N.), kímniskáldið þjóðkunna, átti, eins og kunnugt er, heima í íslenzku byggðinni í Norð- ur-Dakota meiri hluta ævi sinnar, og er grafinn í kirkju- garðinum við Eyfordkirkju þar í byggðinni. Víða kem- ur hún einnig, bæði menn og málefni, við sögu í kvæð- um hans og vísum. Hann hyllti byggðina í „Lesmáli og ljóði“ á 50 ára afmæli hennar, þar sem hann slær jöfn- um höndum á streng gamansemi og alvöru, og segir meðal annars: Hér gjörðist vor saga, sem birtist í brag, þá börðust og vörðust hér menn, og staðurinn sá, sem við stöndum nú á, er stríðsvöllur menningar enn. Annars staðar kemst K. N. svo að orði í afmæliskvæð- inu: Þá sögu hljóðir segja menn, að suður í Garðar-skóg eitt fornlegt hreiður finnist enn, hvar Fjallaörninn bjó. Hér er vitanlega við það átt, að Stephan G. Stephans- son var landnemi í Garðar-byggðinni og bóndi þar í níu ár, 1880—1889. Orti hann allmikið á þeim árum, og ýmis merkiskvæði sín. Alltaf bar hann einnig djúpan hlýjuhug til þessarar fyrri sveitar sinnar, eins og Ijós- lega kemur fram í faguryrtu kvæði hans „Á gömlum slóðum“, en það er ort, þegar hann var í heimsókn á þeim stöðvum eftir nærri tuttugu ára fjarveru, en ann- að erindi kvæðisins og fyrri helmingur lokaerindis þess eru þannig: Eg á enn þá sólskinshlíðar hér, himinvídd og austrið djúpa og breiða! Lældnn, sem að seiddi fyr að mér söngdísir í rjóðrin laufgra meiða. Bóndi minn, sem ekran þessi er eignarjörð og búi þínu að vinning, Guðvelkomnar þúsundirnar þér. Þær eru tap hjá einni glaðri minning. Ég hef fundið anda um mína önd einatt héðan þýðan sumarblæinn. Meðan röðull rís við morgun-lönd, rek eg hingað margan glaðan daginn. Athyglisvert er það einnig í þessu sambandi, að Stephan tileinkar fyrsta bindið af Andvökum sínum „Menningarfélags-mönnum í Dakota frá 1889“. Kvæð- ið er einnig merldlegt að því leyti, að það varpar nokk- uru Ijósi á umrót það, sem þessi frjálslyndi félagsskap- ur vakti, og á umræðuefni þeirra félaga á fundum sín- um. Séra Jónas A. Sigurðsson er einnig meðal kunnra skálda, sem heima áttu í íslenzku nýlendunni í Norður- Dakota, en hann var þar þjónandi prestur í allmörg ár, eins og fyrr getur. í hreimmiklu og efnismiklu kvæði, sem hann orti í tilefni af 50 ára afmæli byggðarinnar, kemst hann svo að orði, að hún hafi verið „vagga margra oddvitanna“, og er það í engu orðum aukið. Þaðan komu margir þeir menn, sem hæst hefur borið í sögu Islendinga vestan hafs og varpað hafa jafnframt ljóma á ættland sitt og ættþjóð. Þeim ummælum til staðfesting- ar má á Jrað minna, að þegar Háskóli íslands sæmdi átta Vestur-Islendinga heiðursdoktors nafnbót í tilefni af Al- þingishátíðinni 1930, voru sex þeirra úr íslenzku byggð- inni í Norður-Dakota, þeir Brandur J. Brandson skurð- læknir, Guðmundur Grímsson dómari, Sveinbjörn John- son prófessor, Hjörtur Thordarson rafmagnsverkfræð- ingur, séra Rögnvaldur Pétursson og Vilhjálmur Stef- ánsson landkönnuður. Höfðu þeir allir alizt upp þar í byggðinni. Sama máli gegnir um þá séra Kristinn K. Ól- afsson, um langt skeið forseta Lúterska kirkjufélagsins vestan hafs, og Hjálmar Bergman yfirdómara í Mani- toba. Barði Skúlason, lögfræðingur og ræðismaður ís- lands í Portland, Oregon, er einnig þaðan úr byggð- inni, og Emilé Walters, hinn kunni listmálari, átti þar heima á yngri árum. Helgi Jóhannesson, núverandi dómsmálaráðherra í Norður-Dakota, er sonur annars fyrsta landnemans í Garðar-byggð. Þannig mætti lengi telja, en nóg dæmi hafa nefnd verið því til sönnunar, að mannval mikið hefur komið úr íslenzku byggðunum í Norður-Dakota. „Og enginn stöðvar tímans þunga nið“, segir Davíð Stefánsson í Alþingishátíðarljóðum sínum. Þungur tím- ans straumur hefur eðlilega skollið á hinu íslenzka ey- landi í víðlendu Norður-Dakota ríki, og haft í för með sér miklar breytingar þar í byggð. Enskan er vitanlega orðin mál hinnar yngri og yngstu kynslóða, en stór hópur hins eldra og miðaldra fólks talar enn og les ís- lenzka tungu, og er svo einnig jafnvel um ýmsa í hópi hinna yngri. Guðsþjónustur og samkomur fara nú löng- um fram á ensku, en ennþá heldur þjóðræknisdeildin „Báran“ uppi nokkurri félagslegri starfsemi á íslenzku, á deildin sér 25 ára starf að baki, og er allfjölmenn í byggðinni. „Lengi lifir í gömlum glæðurn", segir hið fomkveðna, og sannast það á íslenzku byggðunum í Norður-Dakota. Góðu heilli, fer enn fjarri því, að eld- ar íslenzkra erfða og ræktarseminnar til ættjarðarinnar séu slokknaðir á þeim söguríku slóðum íslendinga vest- an hafs. Þegar litið er ennfremur á afrek íslenzku landnem- (Framh. á bls. 261.) Heima er bezt 251

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.