Heima er bezt - 01.07.1964, Qupperneq 12

Heima er bezt - 01.07.1964, Qupperneq 12
Styrjöldin gegn sjúkdómum E'Iitt af því, sem veldur aukinni matvælaþörf í heiminum er sú fólksfjölgun, sem stafar af því, j hversu læknum og heilsufræðingum hefur tek- izt að sigrast á mörgum þeim sjúkdómum, sem mannkynið þjá. Einn stærsti sigurinn, sem unnizt hefur á því sviði, er þegar tókst að vinna bug á mýrarköldunni. Það var löngu kunnugt, að skordýr báru veikina frá manni til manns, en skordýraeitur, sem nú eru í hvers manns eigu, duga til að drepa mýfluguna, sem veikina ber. I raun og veru hefur hið alkunna skordýraeitur DDT bjargað fleiri mannslífum, en öll læknislyf til samans. Sjúkdómum þeim, sem mannkynið hrjá má skipta í fimm flokka. Arfgengna kvilla, sem erfast frá kynslóð til kynslóðar, hrörnunarsjúkdóma, svo sem kransæða- veildun vegna aldurs, krabbamein, sem stafar af því að h'kaminn missir stjórn á vexti einhverra fruma, virus- sjúkdóma og bakteríusjúkdóma. I baráttunni við alla þessa sjúkdómsflokka hefur geisimikið áunnizt á síð- ustu árum. Bakteríusjúkdómar, sem áður voru ein höfuðplágan eru nú flestir mjög viðráðanlegir. Fyrsta skrefið gegn þeim var tekið 1910, þegar þýzkur vísindamaður fann fyrsta raunverulega lyfið gegn þeim, en það var salvar- sanið, sem mjög var notað báðum megin við heims- styrjöldina fyrri. Árið 1932 fann annar Þjóðverji, Ger- hard Domagk prontosilið, sem reyndist enn virkara. Fjórir vísindamenn við Pasteur stofnunina í París hófu kappsamlega leit að nýjum efnum af sama flokki, og í Bretlandi heppnaðist tveimur efnafræðingum, Ewins og Philips að framleiða efnið sulfapyridin, sem frægt varð undir nafninu M&B, eftir 692 árangurslausar tilraunir. Fyf þetta reyndist sérstaklega vel gegn lungnabólgu, það bjargaði t. d. lífi Winston Churchills á stríðsárun- um seinni, heilabólgu og alls konar ígerðum og sjúk- dómum. Ári síðar heppnaðist Ameríkumönnum að finna enn betra lyf, sulfathiosol, og 1942 höfðu menn upp- götvað alls um 3000 sulfalyf. En þá hafði enn betri árangur náðst með öðrum flokki lyf ja. Sagan af því, hvernig fyrsta fúkalyfið, penisillin, fannst er alkunnug. Það gerðist árið 1928, þegar Alex- ander Fleming, læknir við St. Marys sjúkrahúsið í Fundúnum tók eftir því, að myglusveppsgró, sem fok- ið höfðu inn um gluggann í vinnustofu hans, drápu sýkla, sem hann var að rækta. Árið 1940 heppnaðist vísindamönnum við Oxfordháskóla undir stjórn FIo- ward Florey, að skilja efni út frá myglu, og kölluðu þeir það penicillin. Efni þetta hafði undraverðan hæfi- leika, til að drepa alls konar sýkla. Amerískir lyfjafram- leiðendur tóku að sér að framleiða efni þetta, svo að það mætti þegar verða notað í bardögunum í Norður- Afríku og þegar kæmi til landgöngu hers Bandamanna í Normandíi. Samtímis þessu var hafin áköf leit í Ameríku að öðr- um myglutegundum, sem framleiddu sýldadrepandi efni. Dr. S. Vaksman og aðstoðarmenn hans fundu bráð- lega annað mikilvægt fúkalyf, streptomycinið 1943. Mörg slík lyf hafa fundizt síðan, og sum hinna eldri verið stórlega endurbætt, á það meðal annars við um penicillinið sjálft, og voru brezkir vísindamenn þar að verki. í Bandaríkjunum, þar sem lyfjaframleiðsla er rek- in af miklu kappi tókst að sameina streptomycin og paraaminosalisylsýru PAS, en þetta lyf ásamt öðru, sem heitir isoniacid, hefur reynzt hið mikilvægasta lyf gegn berklaveiki. Súlfalyfin og fúkalyfin hafa reynzt hin ágætustu vopn gegn sjúkdómum, sem bakteríur valda, en þó leit út fyrir um skeið, að sögu penicillins væri lokið, vegna þess að fram komu nýir sýklastofnar, sem ónæmir reyndust fyrir áhrifum þess. Þessir sýklar mynduðu sjálfir mót- efni gegn penicillini, sem sundraði því og eyddi áhrif- um þess. Ef penicillinskammturinn var aukinn færðust sýklarnir einungis í aukana, og fjölgaði enn örar en fyrr. Til allrar hamingju reyndist mótefni þetta engin áhrif hafa gegn hinu endurbætta penicillini, svo að læknamir stóðu á ný með pálmann í höndunum. En svo eru margir sjúkdómar, sem ekki orsakast af bakteríum heldur enn smærri ögnum, sem einungis geta lifað og dafnað í lifandi frumum. Agnir þessar kallast veirur, en af veirusjúkdómum má nefna, inflúensu, kvef, mislinga og lömunarveiki. En gegn þessum sýklum voru fúkalyfin gagnslaus. Tvennt er það, sem gert hefur vísindamönnum kleift að kynnast veirunum. Annars vegar er rafeindasmásjá- in, sem þeir eru sýnilegir í, en hins vegar er ræktun fruma án þess þær séu í líkamanum. Amerískur fóstur- fræðingur, Ross Elarrison ræktaði frumur í næringar- vökva í rannsóknarstofu sinni árið 1907. Framan af gekk erfiðlega að verja frumurnar ásókn baktería, en síðan penicillinið fannst er það leikur einn. Árið 1949 sýndi amerískur maður, John F. Enders, fram á að unnt væri að rækta lömunarveiru í frumum utan líkamans, og hlaut hann og samstarfsmenn hans Nobelsverðlaun fyrir bragðið. Þessi uppgötvun leiddi til stórkostlegra framfara á sviði bólusetninga. Það er kunnugt, að Englendingurinn Edward Jenner hóf bólu- setningu gegn bólusótt fyrir meira en hálfri annarri öld. Pasteur endurbætti aðferðina og kenndi mönnum að 252 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.