Heima er bezt - 01.07.1964, Síða 14
MAGNUS GUNNLAUGSSON:
BRÉFIÐ
að var snemma í nóvember.
Ég hafði ekkert að gera og hafði því ákveðið
að bregða mér vestur á land. Átti þetta að vera
eins konar kynnisferð til fjarskyldra ættingja,
sem ég hafði haft nokkur bréfasambönd við undanfarin
ár, en aldrei séð.
Ég hélt sem leið liggur vestur yfir Bolaskarð og kom
ofan að Mýri í Blikárdal laust eftir hádegi. Þar var þá
nýtekinn við búi einkasonur hjónanna á Mýri, Steinn
að nafni, greindur röskleika maður. Höfðum við verið
saman á Hvanneyrarskóla fjórum árum áður, og þá orð-
ið mjög samrýndir, enda skaplíkir á margan hátt. Steinn
var þá nýkvæntur ungri og glæsilegri bóndadóttur úr
Borgarfirði, sem María hét. Varð mér brátt ljóst, að
hann hafði eklú valið konuna af neinu handahófi, enda
mun móður hans, Matthildi Steinsdóttur, hinum þjóð-
kunna kvenskörungi, er ráðið hafði ríkjum á Mýri í
hart nær hálfa öld, hafa komið það betur að einkasonur
hennar og augasteinn hefði ekki neina fljótaskrift á slíku
vali.
Alér var tekið þarna opnum örmum, svo sem vænta
mátti, enda er Mýrarheimilið löngu þjóðkunnugt fyrir
gestrisni og glæsibrag allan. Höfðum við Steinn margs
að minnast frá skólaárum okkar, sumt vakti hugljúfar
minningar, annað miður eins og gengur. Barst talið með-
al annars að því, hversu margir, sem stunduðu búfræði-
nám, kæmu að námi loknu hvergi nærri þeim starfs-
greinum, sem bændaskólarnir veittu fræðslu í.
Ert þú ekki einn af þessum breysku búfræðingum?
spurði Steinn, er við höfðum rætt stundarkorn um bún-
aðarfræðsluna almennt og tilgang hennar. Hefur þú
kannske stundað landbúnað undanfarin ár? Annað hef-
ur mér skilizt á bréfum þínum. Þar hefur þú sjaldan
minnzt á landbúnað eða sveitasæluna, sem okkur var þó
stundum svo tíðrætt um á skólaárunum, eða ertu kann-
ske búinn að gleyma erindinu, sem þú fluttir á árs-
skemmtun skólafélagsins síðari veturinn, sem við vorum
þar. Ég er a. m. k. ekki búinn að gleyma þeirri ræðu, og
ég hygg, að það sé ekki neitt oflof eða skrumskjall, þó
að ég segi, að varla verður betur túlkuð starfshugsjón
hins sanna sveitamanns heldur en þú gerðir í þessu
áminnsta erindi.
Eftir þriggja daga dvöl á Mýri við hið ákjósanlegasta
atlæti, hélt ég af stað, því að meiningin var, að ég yrði
kominn heim aftur fyrir jól. Var ekki um annað að tala
en að þau ungu hjónin fylgdu mér nokkuð áleiðis á
hestum, sögðu sem var, að ég fengi líklega að ganga nóg
fyrir því.
Síðari hluta dags kom ég að Bliká, yzta bæ í dalnum,
sem þó mun fremur talinn til Hlíðarsveitar en Blikár-
dals eftir því, sem mér var tjáð. Bliká er stór jörð með
sléttar og fagrar engjar og mikla ræktunarmöguleika.
Þarna cr víðáttumikið og fagurt útsýni. Hygg ég, að
óvíða hér á landi sé öllu dásamlegri kvöldfegurð en á
Bliká, einkum að vorinu, þegar fjörðurinn brosir við
sólsetrinu í sínu ótölulega litskrúði.
Á Bliká var mér tekið opnum örmum eins og reyndar
alls staðar þar, sem ég kom. Ég þekkti Einar son hjón-
anna þar. Við höfðum verið saman á síldarskipi tvö síð-
astliðin sumur, og komið mjög vel saman, þótt við vær-
um í flestu ólíkir. Einar var óreglumaður og oft vand-
ræði að fást við hann undir áhrifum víns. En það á
kannske ekki við, að ég segi það sjálfur, hvernig sem á
því hefur staðið, tókst mér því nær ætíð að komast til
ráðs við hann, þótt aðrir hefðu ekkert vald á honum.
Ég held, að einmitt fyrir þessi afskipti mín af hans einka-
lífi, hafi þessi vinátta okkar orðið til, því að Einar var
greindur vel og hjartaprúður í bezta lagi, þegar hann
var með sjálfum sér. Nú var hann kominn í Menntaskól-
ann í Reykjavík, og ég var satt að segja ekki óhrædd-
ur um hann á því hála svelli, sem höfuðborgarlífið er
ósjálfstæðum unglingum. — Á þessu ágæta heimili dvald-
ist ég í þrjá daga, því að daginn eftir að ég kom, var
komin norðaustan bleytuhríð, og því allt annað en
skemmtilget ferðaveður.
Á fjórða degi var aftur komið bjart og yndislegt veð-
ur, og þá fannst mér svo fagurt að líta yfir fjörðinn og
Hlíðarsveit, að ég hefði gjarnan viljað vera þar lengur,
en einhver ómótstæðileg þrá rak mig af stað, þrá, sem
ég gat þó ekki gert mér nánari grein fyrir. Ef til vill
voru það örlög mín, sem svo einkennilega höfðu ráðizt
allt í einu. Ég kvaddi nú þetta ágæta heimili, skildi eftir
bréf til Einars og hélt svo af stað. Eftir stutta stund var
ég svo heppinn að ná í bíl, sem var á vesturleið. Þetta
var að vísu vörubíll og ég þurfti því að vera upp á palli,
en það þótti mér sannarlega ekki slakt í þessu veðri, því
að þá átti ég auðveldara með að líta í kringum mig. Eft-
ir um það bil tveggja stunda ferð með bílnum, lagði ég
á ný land undir fót, eftir að hafa fengið upplýsingar hjá
bílstjóranum, hvaða leið ætti að fara. Ég átti nú ekki
254 Heima er bezt