Heima er bezt - 01.07.1964, Síða 17
Ég stóð sem steini lostinn góða stund. Nú loksins
skildi ég allt, nú skildi ég, hvers vegna Margrét faldi sig,
hún vildi sennilega ekki játa mér tilfinningar sínar fyrr
en á síðustu stundu. Það átti ég auðvitað sem karlmaður
að gera. En nú varð ég að finna hana, biðja hana fyrir-
gefningar á misskilningi mínum og játa henni brenn-
andi ást mína. Ferðahugurinn var nú auðvitað rokinn út
í veður og vind. — En hvar var Margrét? Það vissi eng-
inn. Guð minn góður. Skyldi hún hafa tekið eitthvert
örþrifaráð. „Ef til vill hefði mér verið betra að drukkna
í ánni í vetur.“ Þessi setning úr bréfinu fór eins og leift-
ur í gegnum huga minn. En í sama bili datt mér bóka-
herbergi Ólafs bónda í hug. Þar hafði ekki verið leitað
og ekkert að marka, þó að hún svaraði ekki, þegar kall-
að var.
Titrandi af kvíða og tilhlökkun gekk ég að herbergis-
dyrunum og hlustaði — og — hjartað í mér barðist ákaft
af ósegjanlegum fögnuði, — því að inni heyrði ég grát-
hljóð. Margrét! í guðsbænum lofaðu mér að tala við
þig, hrópaði ég biðjandi. Það getur oltið á lífshamingju
okkar beggja.
Eftir svo sem eina mínútu, sem mér fannst eins og heil
klukkustund, opnaðist hurðin, og augnabliki síðar hvíldi
Margrét við brjóst mitt. Margrét. Ástin mín, fyrirgefðu
mér, fyrirgefðu, hvað ég hefi verið blindur að skilja þig
ekki fyrr. Ó! Ég, sem var nærri farinn, já, hefði líklega
verið farinn, hefði ekki þetta blessað bréf þitt opnað
augu mín.
Frammi á gangi heyrðist Óiafur bóndi kalla.
Ég er hérna, pabbi. Komdu og sjáðu. Ó, hvað ég er
hamingjusöm.
Nú, það er þá svona komið, börnin mín. Ég óska ykk-
ur auðvitað innilega til hamingju, sagði hann, og faðm-
aði okkur að sér. Þú hættir þá vonandi við að fara, mælti
hann brosandi, og leit til mín.
Já. Það veit hamingjan, sagði ég um leið og ég sýndi
honum bréfið. En hurð skall hælum nærri, því að ég
hefði líklega verið farinn, ef þetta bréf hefði ekki vísað
mér rétta leið, þetta blessað bréf.
Árni í Stokkhólma . . .
(Framhald af bls. 248.) ---------------------
Þegar skipti eru gerð eftir lát 2. konunnar, Margrét-
ar, er búið virt á 64 rd., að frádregnum skuldum. Svo
virðist hagur hans hafa heldur rýmkazt, því að við lát
3. konunnar var það virt á 134 rd. nettó. En eldri böm
hans, þau er lifðu, voru þá líka komin upp.
Að síðustu skal þess getið, að albróðir Árna í Stokk-
hólma var Magnús Sigurðsson b. í Brautarholti á Kjal-
arnesi. Elans sonur var Kristinn, sem kvæntist heima-
sætu í Engey, Guðrúnu Pétursdóttur Guðmundssonar,
og tók hann við búsforráðum þar að tengdaföður sín-
um látnum. Gerðist hann athafnasamur bóndi, hafði
stórmikla útgerð, og var þjóðkunnur skipasmiður. Bætti
hann í ýmsu margt það er að gerð skipa laut, og útbún-
aði þeirra. (V. Þ. G.: Sjómannasaga.)
Sonur þeirra Kristins og Guðrúnar var Pétur, sem
einnig bjó í Engey við mikla rausn, en varð skammlíf-
ur. Kvæntur var hann Ragnhildi Ólafsdóttur frá Lund-
um í Stafholtstungum, og var þeirra dóttir Guðrún
móðir Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra og þeirra
systkina.
Heimildir auk framangreindra: Prestsþjónustubækur, Ættir
Skagfirðinga, Jarða- og búendatal í Skagafirði, Skiptabækur Skaga-
fjarðarsýslu o. fl.
Þormóður Sveinsson.
LEIÐRÉTTING
við fyrri hluta: í lið III segir að v/s Þormóður hafi farizt í
febrúar 1953; á að vera 1943.
Styrjöldin gegn sjúkdómum
(Framhald af bls. 253.) ------------------------
Sumt af sjúkdómum og þjáningum manna stafar af
slysum eða smitun, en sumt eru ættgengir gallar. Það er
löngu kunnugt, að erfðir lifandi vera eru tengdar þráð-
um í frumunum, sem kallaðir eru litningar. Lengi
reyndist erfitt að kanna litninga mannsins, en 1956
tókst J. H. Tjio í Svíþjóð að sanna með nýrri rannsókn-
artækni, að litningar mannsins eru 46 en ekki 48 eins
og áður hafði verið talið. Aðferð hans gerði rannsókn
litninganna miklu léttari en áður var. Árið 1959 sann-
aði Jerome Lejeune í París að „mongólasýki“ væri ætt-
gengur sjúkdómur, þannig að 47 litningar væru í frum-
um barna þeirra, sem þannig væru veik, en veikleikinn
stafaði frá aukalitningunum. (Mongólaveiki er geð-
sjúkdómur, en sjúklingarnir eru með mongólasvip, ská-
sett augu og flatt enni.) Síðan hafa margir ættgengir
sjúkdómar fundizt. Að vísu verður þeim, sem ganga
með slíka sjúkdóma ekki hjálpað, því að sjúkleikinn er
í hverri einustu frumu líkama þeirra. En ef til vill er
það ekki langt undan, að með þekkingu á litningum
megi vara þá foreldra við, sem hætta er á að eignist
börn með ættgengum sjúkdómum.
Vísindamenn og læknar Vesturlanda heyja styrjöld
gegn hinum fimm flokkum meinsemda, sem getið var í
upphafi. Margir stórsigrar hafa þegar verið unnir í þess-
ari styrjöld, sem háð er í nafni mannúðar og til að létta
þjáningum af mannkyninu, og svo má heita að hver
nýr dagur færi oss nýjar uppgötvanir í þessum efnum.
St. Std. þýddi úr ensku.
Heima er bezt 257