Heima er bezt - 01.07.1964, Page 19

Heima er bezt - 01.07.1964, Page 19
Hólmfríður Pétursdóttir frá Arnarvatni og Unnur Jak- obsdóttir frá Hólum í Reykjadal. Fundinum lauk með kveðjusamsæti, er Akureyrar- konur héldu fundarkonum í Skíðahótelinu. Var þar fjölmenni saman komið. Þórarinn Björnsson skólameist- ari hélt ágætt erindi undir borðum. Talaði hann um æsku íslands í dag. Fleiri ræður voru fluttar og þakkir fram bornar. Björg Baldvinsdóttir las fögur ljóð. Mikið var sungið. Veizlustjóri var Soffía Thorarensen. Laust eftir miðnætti var fundi slitið og þannig lauk 51. fundi Sambands norðlenzkra kvenna. Hér fara á eftir nokkrar tillögur, er samþykktar voru á fundinum: I. Kosin skal 4ra kvenna nefnd, sem, ásamt félags- stjórninni, vinni að því, að gera tillögur um breyting- ar á starfsemi og starfsháttum sambandsins í framtíð- inni og skulu tillögurnar sendar sambandsfélögunum tveimur til þremur mánuðum eftir næsta aðalfund. Greinargerð: Þegar litið er yfir þau 50 ár, sem liðin eru síðan Samband norðlenzkra kvenna var stofnað, er augljóst, að breytingar hafa orðið svo gagngerar á öll- um sviðum þjóðlífsins á því tímabili, að eðlilegt má teljast, að á þessum tímamótum sambandsins liggi einnig fyrir að breyta að einhverju leyti um stefnuskrá þess og starfshætti. Má í því efni benda á, að sambandinu er mikil nauð- syn að eignast hús og heimili á Akureyri, þar sem farið geti fram leiðbcininga- og upplýsingastarfsemi fyrir konur á sambandssvæðinu. Þar gæti einnig með tíman- um komið upp sölumiðstöð fyrir heimilisiðnað. III. Sambandsfundur norðlenzkra kvenna, haldinn að Skíðahótelinu í Hlíðarfjalli dagana 9. og 10. júní 1964, flytur forstöðukonum og kennurum húsmæðraskólanna í landinu alúðarþakkir fyrir þeirra ágætu og fórnfúsu störf í þágu húsmæðrafræðslunnar. Vill fundurinn jafn- framt benda foreldrum á, hve nauðsynlegt er að sá þáttur í menntun dætra þeirra, sem lýtur að húsmæðra- störfum, verði ekki vanræktur. VI. Samkvæmt umræðum um uppeldismál, sem far- ið hafa fram á fundi S. N. K. í dag, 10. júní 1964, vill fundurinn benda á og leggja áherzlu á eftirfarandi at- riði: 1. Það er almennt viðurkennt, að á fyrstu 4—5 árum hvers barns mótist svo andlegt viðhorf þess, að það hafi áhrif á allt líf þess og framtíð. Fundurinn heitir því á allar mæður þessa lands, að þær gefi sér tíma til að sinna þessu andlega uppeldis- starfi með því að eiga bænarstund með barninu á hverju kvöldi, áður en það fer að sofa og veita því á þann hátt öryggistilfinningu og traust á kærleiksríkum Guði, sem föður þess og verndara og gæti þess einnig, er barnið vex upp, að beina leið þess í sunnudagaskóla eða kirkju, en senda það ekki í kvikmyndahús. 2. Fundurinn telur, að við framkvæmd á skólakerfi landsins sé alltof lítið tillit tekið til trúarlegs og siðferði- legs uppeldis barna og unglinga, og álítur mikla þörf á stórauknum áhrifum skólanna í þá átt að glæða trúar- og hugsjónalíf nemendanna og efla siðgæðisþroska þeirra. Vill fundurinn í þessu sambandi minna á töframátt fagurra ljóða og söngva og hina góðu, gömlu reglu, sem margir fylgja enn, að byrja hvern skóladag með bænarstund eða sálmasöng. 3. Fundurinn telur mjög æskilegt, að nánari samvinna geti tekizt milli presta og heimila um fermingarundir- búning barna, einnig að hann sé hafinn á síðasta ári barnaskólastigsins, svo að áhrif hans geti orðið sem djúp- tækust. H. Á. S. Nokkrar uppskriftir SNÖGGSOÐIÐ RABARBARAMARMELAÐ. 1 kg rabarbari 1 sítróna 600—700 g sykur. Rabarbarinn er þveginn vel og skorinn niður í litla bita. Soðinn við mjög hægan hita í lokuðum potti, þar til saft hefur runnið úr honum. Ekki má hræra í á með- an! Saftinni er hellt af bitunum, — hún er sykruð og notuð eins og önnur saft, — og nú er sykurinn látinn út í pottinn ásamt rifnum sítrónuberki (aðeins gula lagið) og sítrónusafa og sultan soðin stutta stund, helzt ekki lengur en 5—10 mín. Hellt á glös. Geymd á köldum stað. Gott með grófu brauði og smjöri og mjólk. RABARBARASALAT (með steiktu kjöti). 500 g rabarbari 2 heil piparkorn 2 dl sykur !4 ts. engifer 1 kanelstöng !4 ts. negull. Rabarbarinn er þveginn og skorinn niður í bita 3—4 sm langa. Bitunum er raðað í eldfast mót og sykri og kryddi stráð milli laganna. Lok er lagt á mótið og er það svo sett inn í heitan ofn (um 200°) í um það bil 20 mín. Kælt og geymt á glösum. RABARBARAÁBÆTIR. 1 kg rabarbari 300 g sykur. Rabarbarinn er þveginn og skorinn niður í 6—8 sm. langa bita. Soðinn í ofni á sama hátt og gert er í upp- skriftinni næst á undan. Borinn fram kaldur með þeytt- um rjóma eða rjómablandi eða mjólk. Gott er að hafa með litlar tvíbökur eða aðrar smákökur. BAKAÐIR TÓMATAR MEÐ EGGI. 3 tómatar Rifinn ostur 2 egg Smjörlíki. Salt, pipar (Framh. á bls. 261.) Heima er bezt 259

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.