Heima er bezt - 01.07.1964, Page 21

Heima er bezt - 01.07.1964, Page 21
sumir óvægir halda áfram. En þar sem við vorum svona margir saman, vissum við að hvergi væri hægt að fá húsaskjól fyrir alla hestana annars staðar á leiðinni en á Laxamýri, varð það að ráði að setjast að á Laxamýri. Þó vildu þrír ekki hlýta þessu, og slitu félagsskapinn, og þó allt í góðu, og héldu áfram. Vorum við því ekki nema 9, sem lögðum að þessu sinni heim í Laxamýri. Voru móttökur eins og áður með ágætum. Um nóttina gekk veðrið niður, og var komið bjartviðri um morg- uninn, en frostið eldd minna. Var nú léttara yfir mönn- um, og búizt snemma af stað. Ferðin frá Laxamýri gekk vel. Snjóinn hafði skafið af ísunum, svo færið var gott. Félagarnir, sem yfirgáfu okkur daginn áður höfðu gist í Aðaldalnum, og urðu aðeins fljótari heim. Og allir komumst við heim þetta kvöld eftir 6 daga útivist. Til samanburðar við nútímaverðlag er fróðlegt að at- huga reikninga Laxamýrarbræðra fyrir beina okkur veittann. Heyinu, sem við fengum, átti að skila í sömu mynt. Reikningarnir eru þannig: REIKNINGUR til Jóns í Glaumbæ o. fl. frá Laxamýrarbræðrum. 1918 Kr. a. 9/1 Væta og símlán.............................. 45 10/1 3var kaffi.................................. 45 — 2var væta og slátur......................... 60 — Rúmlán ..................................... 20 11/1 Matur, kaffi, rúmlán...................... 2.35 12/1 Kaffi, matur ........................... 95 Alls 5.00 Alls fyrir 12 menn......................... 60.00 Laxamýri 12/1 1918. REIKNINGUR til Glítms Hólmgeirssonar o. fl. frá Laxamýrarbræðrum. 1918 Kr.a. 13/1 Kaffi og brauð.............................. 30 — Matur og kaffi ........................ 90 — Væta og slátur, rúmlán.................... 50 14/1 Væta, kaffi................................. 30 Alls 2.00 Alls fyrir 9 menn.......................... 18.00 Laxamýri 14/1 1918. Landnám íslendinga . . . (Framhald af bls. 251.) ------------------------- anna þar, og margra afkomenda þeirra á ýmsum athafna- sviðum, verður það einnig deginum ljósar, að á þeim sannast ljóðlínurnar víðfleygu úr kvæðaflokki Amar Arnarsonar til Guttorms J. Guttormssonar: Þeir sýndu það svart á hvítu með sönnun, er stendur gild, að ætt vor stóð engum að baki að atgervi, drengskap og snilld. Svo kveð ég ykkur, góðir lesendur mínir, með kveðj- unni, sem ég veit fegursta: Verið þið öll blessuð og sæl! Richard Beck. Húsmæðraþáttur (Framhald af bls. 259.) ------------------------ Tómatarnir eru þvegnir vel, lok skorið af þeim og innmaturinn tekinn út með teskeið, þannig að hann verði eins og skál. Eggin eru þeytt með salti og pipar og rifnum osti og tómatmauki (innan úr tómötunum) blandað saman við þau. Eldfast mót er smurt vel með smjörlíki og tómötunum raðað þar í. Eggjablöndunni hellt í og yfir tómatskálarnar. Bakað í heitum ofni, þangað til eggin eru hlaupin. Gott á kvöldborðið, en einnig með hangikjöti eða reyktu svínslæri. STEIKT SÍLD. 1 kg síld (ný) 4 ms. smjörlíki 2 ts. salt 2 ms. salatolía. V/z ms. heilhveiti Síldin er hreinsuð, þvegin og þerruð, flökuð og dálk- urinn tekinn burt, og um leið sem allra mest af smá- beinum. Saltinu er stráð á síldina og síðan er henni velt í hveitinu. Steikt á pönnu í smjörlíki og olíu við góðan hita. Hún á að vera stutta stund á pönnunni aðeins, og skorpan á að vera stökk og fín. Borin fram með heitum kartöflum og sítrónusneiðum. í febrúar 1964. Glúmur Hólmgeirsson. Heima er bezt 261

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.