Heima er bezt - 01.07.1964, Side 22

Heima er bezt - 01.07.1964, Side 22
ÞATTUR ÆSKUNNAR RITSTJORI HVAÐ UNGUR NEMUR I Pórsmörk Vorið 1916 lauk ég prófi upp úr 2. 'bekk Kennara- skólans. Eg var þá orðinn auralaus, eins og flestir náms- menn á þeim árum. \rið höfðum verið herbergisfélagar um veturinn Gísli Jónasson fyrrverandi skólastjóri og ég. Við ætluðum nú að sigla háan byr í fjármálunum, og fá okkur atvinnu í Reykjavík strax, er prófi lauk. Tvær stórbyggingar voru þá í smíðum í Reykjavík, hús Hjálpræðishersins á horninu við Suðurgötu og Að- alstræti og hús Natans og Olsens við Hverfisgötuna. Síðustu daga prófsins fórum við Gísli að tala við bygg- ingarmeistarann, sem hafði bæði þessi stórhýsi í smíð- um. Við vorum þokkalega, en fátæklega klæddir. Sýni- lega skólapiltar, eftir útliti að dæma. Við vorum víst hálf vandræðalegir, en fengum þó stunið upp erindinu við byggingarmeistarann. Hann var inni í litlum vinnu- skúr með hústeikningar á borði fyrir framan sig. Hann ieit aðeins á okkur út undan sér, þar sem við stóðum í skúrdyrunum, og sagði fremur þurrlega: „Ég hef enga vinnu fyrir ykkur.“ Svo sneri hann sér aftur að vinnu- borði sínu, en við héldum í burtu vonsviknir. Daginn eftir að prófinu lauk, fórum við á fætur klukkan að ganga sex um morguninn. Við klæddum okkur í hreinleg vinnuföt, sem við höfðum haft með okkur að heiman um haustið. Um klukkan sex vorum við komnir niður að höfn við Steinbryggjuna, því að við höfðum frétt, að tveir togarar hefðu komið inn um nóttina og héldum að við fengjum ef til vill vinnu við að skipa upp fiskinum. Er við komum niður á bryggj- una, var þar fyrir allstór hópur manna, sem var sýni- lega kominn þar í sömu erindum og við. En sá var mun- urinn á okkur og þeim, að við vorum sýnilega ekki vinnulegir, en þeir voru vel þekktir verkamenn og heimamenn í óhreinum, slitnum vinnufötum. Er við Gísli bættumst í hópinn á bryggjunni, sáum við að verkamenn litu okkur ekkert hýru auga, og sumir þeirra fóru að hvíslast á um það, að hér væru komnir einhverj- ir bölvaðir snikkarar, sem ætluðu að keppa um vinnu við heiðarlega verkamenn. — Við létum þetta sem vind um eyrun þjóta og þóttumst ekkert heyra. Eftir lítinn tíma komu tveir allstórir bátar að bryggjunni, og í þeim voru verkstjórar, sem stjórnuðu uppskipuninni. Allir þjöppuðu sér saman á bryggjunni, þar sem bátamir lögðust að, og við reyndum að pota okkur með lagi inn í miðjan hópinn. Én verkstjórarnir litu ekki á okk- ur. Þeir ávörpuðu hvern einstakan í hópnum, og oftast með nafni, og bentu þeim að koma út í bátana, og var svo að sjá, sem þeir þekktu flesta verkamennina. Bát- arnir fylltust fljótt af verkamönnum og héldu þá frá bryggjunni, en við stóðum eftir vonsviknir ásamt nokkrum fleiri, sem orðið höfðu útundan. Klukkan var nú orðin sjö og vinna að hefjast við höfnina. Okkur fannst hart að hverfa burt við svo bú- lk| .• IvÉ// / ; uBttgflRkl. . '♦* ' •

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.