Heima er bezt - 01.07.1964, Síða 23

Heima er bezt - 01.07.1964, Síða 23
Skagfjörðsskáli. ið, og förum að rölta meðfram höfninni. Þá komum við þar að, sem verið var að skipa upp salti. Við gáf- um okkur á tal við verkstjórann og spurðum, hvort hann vantaði ekki verkamenn. Jú, hann sagði að sig vantaði einmitt í svipinn verkamenn til að bera upp salt. Þeir, sem væru að bera upp saltið hefðu varla und- an, enda var nokkuð langt að bera. Við vorum sam- stundis skráðir í vinnuna, og jafnframt var lyft salt- poka á hvom okkar. Við héldum svo á eftir hinum burðarmönnunum inn í salthúsið. Ekki féll mér vinnan vel, og ekki hafði ég farið marg- ar ferðir, er mig fór að svíða í bakið, þegar saltið fór að hrynja ofan í hálsmálið. Ég hafði sem sé ekki gætt þess, að bregða þurrum lausum poka yfir höfuð og háls, til að koma í veg fyrir að saltið hryndi niður á bakið, — en það höfðu hinir verkamennirnir gert. En verkstjórinn inni í salthúsinu bjargaði mér úr klípunni. Hann sagði mér að hætta að bera upp saltið, en vera hjá sér inni í salthúsinu og bíða þar eftir burðarmönn- unum, sem komu í halarófu inn í húsið og upp í salt- binginn, taka undir saltpokana á baki þeirra og hjálpa þeim til að hvolfa úr pokanum. Eftir það leið mér ágæt- lega í vinnunni. Um klukkan fjögur var vinnunni lok- ið þennan dag. Strax og vinnunni lauk, gekk ég beint upp á Hverfis- götuna til byggingameistarans, sem hafði neitað mér um vinnu fyrir nokkrum dögum. Ég var svitastorkinn og söltugur. Byggingameistarinn leit hlýlega til mín, er ég kom inn í skúrdyrnar og bar upp erindið. Hann tók erindi mínu vel og sagði, að ég mætti koma í vinnu strax í fyrramálið og hitta verkstjórann, sem stjórnaði vinnu við stórbyggingu í Þingholtsstræti. Var það hið glæsilegasta hús, sem nú geymir Bókasafn Reykjavíkur. Húsið hét áður Esjuberg. Þarna var ég þá fastráðinn í byggingavinnu í Revkjavík. Að minsta kosti yfir vorið. Ekki hafði ég lengi unnið í byggingavinnunni, er ég kynntist manni, sem átti að útvega stórbónda í Rangár- vallasýslu kaupamann um 8—9 vikna tíma um sumarið. Þessi stórbóndi var Grímur í Kirkjubæ, en vinur hans, þessi sem ég kynntist, sá urn ráðninguna. Ekki man ég hvað ég átti að fá í kaup um vikuna, en fríðindi voru þau, að ég átti að fá hest til smáferða á sunnudögum ókeypis, og enn fremur átti ég að fá einn eða tvo gæð- inga, einnig ókeypis, til Þórsmerkurferðar um eina helgi um sumarið, þegar vel stæði á. Ég held að þessi fríð- indi með Þórsmerkurför hafi riðið baggamuninn að ég réðst austur. En nú gripu örlögin í taumana. Mislingar bárust til Reykjavíkur frá útlöndum þetta vor, og ég var einn af þeim, sem smitaðist af þeim, er veikina bar til landsins. Hann hafði farið hálflasinn í bíó og í því bíói hafði ég verið líka um kvöldið og smitazt. Ég varð fárveikur, eins og flestir, sem mislingana fengu þetta vor, og lá hjá kunningjafólki mínu suður á Þormóðsstöðum við Skerjafjörð. Á meðan ég lá veikur kom bændahöfðinginn Grímur í Kirkjubæ til Reykjavíkur og ætlaði þá að heilsa upp á kaupamanninn tilvonandi. Eg var dálítið farinn að hressast, er Grímur bóndi kom ríðandi út að Þormóðs- Heima er bezt 263

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.