Heima er bezt - 01.07.1964, Síða 24

Heima er bezt - 01.07.1964, Síða 24
/ Valahnúk aústanverðum. Séð inn eftir Mörkinni. stöðum að finna mig, ásamt kunningja sínum. Voru þeir báðir með tvo til reiðar. Þeir fóru af baki undir her- bergisglugganum hjá mér. Grímur kom inn, en kunn- ingi hans hélt í hestana á meðan. Mér féll vel við þenn- an hressilega bændahöfðingja. Hann stóð stutt við, en heldur hækkaði brúnin á mér, er ég heyrði hann segja fyrir utan gluggann um leið og hann fór á bak: „Þetta er bara snerpulegur og dugnaðarlegur strákur. Hann bar sig vel, þótt hann sé ennþá allmikið veikur.“ En þetta sumar fór ég aldrei í Þórsmörk, því að ég fór aldrei í kaupavinnuna, og verður sú saga ekki hér rakin. Það var ekki fyrr en þrjátíu árum síðar, sem Þórs- merkurdraumurinn rættist, og vil ég nú í þessum þætti reyna að bregða upp skyndimynd af þessum undursam- lcga, stórbrotna, fagra fjallasal, er Þórsmörk nefnist. Ef til vill verður sú mynd fátækleg, því að ég tel að tveim- ur fögrum stöðum hér á landi sé tæpast hægt að lýsa, Þá þarf að skoða. Þessir fögru, merku staðir eru Þórsmörk og Ásbyrgi. Við vorum fjögur saman í Þórsmerkurförinni 1946. Við fórum í bifreið alla leið austur að Múlakoti, en þar fengum við hesta til Þórsmerkurfarar. Þetta var á hlýj- asta tíma í ágústmánuði og Markarfljót í vexti. Við vildum því ekki leggja í vötnin, nema með traustum fylgdarmanni, þótt hópurinn væri nú orðinn nokkuð stór, þar sem fjórir höfðu bætzt við í Múlakoti og þar á meðal þaulvön vatnastúlka, Soffía systir Ólafs Túbals málara. Fylgdarmaðurinn yfir vötnin var sá bezti, er völ var á, Sigurður bóndi á Barkárstöðum. Markarfljót var á miðjar síður og í taglsrætur, þar sem dýpst var, og þótti þeim, sem óvanir voru jökulvötnum, alveg nóg um. En allt gekk vel undir handleiðslu Sigurðar, enda voru hest- ar traustir, hlýtt í veðri og sléttur botn, þar sem dýpst var, en á því veltur mikið. Síðla dags var komið í Þórsmörk og tjaldað í fögr- um skjóllegum stað. Við höfðum hestana hjá okkur næsta dag og gátum því farið ríðandi víða um Mörk- ina og séð miklu meira af henni, en ef við hefðum ver- ið gangandi. Næsta dag gengum við á Valahnjúk, sem er 458 metra hár, og er þaðan útsýni ágætt um alla Mörkina. Einhver dularfullur seiðandi blær hvílir yfir þessari stórbrotnu fjallabyggð. Þórsmörk er hvorki dal- ir, hlíðar eða venjulegt hálendi, heldur er hún þetta allt í sameiningu. Öll er Mörkin sundur skorin af kvíslum jökulvatna og gömlum farvegum þeirra, en allur gróð- ur í Mörkinni, bæði trjágróður og annar gróður, er safaríkur og þroskamikill. Mörk merkir skógur í fornu máli og eyðimörk þýðir því skóglaust svæði, þar sem enginn gróður þrífst. Líklega hefur allt þetta mishæð- ótta fjalllendi, sem Þórsmörk tekur yfir, verið skógi vaxið á landnámstíð, en á næstu öldum hefur skógur- inn verið miskunnarlaust beittur og höggvinn. Veður- sæld er þarna svo mikil, að fé gat gengið þar sjálfala allt árið. Skógurinn gekk því mjög til þurrðar fyrri hluta nítjándu aldar, og var svo komið á seinni hluta aldarinnar, þegar komið var fram um 1880, að helzt leit út fyrir að skógurinn myndi eyðast að fullu, en þá Tjaldað i Sleppugili. 264 Heima er beit

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.