Heima er bezt - 01.07.1964, Side 26

Heima er bezt - 01.07.1964, Side 26
sonum, en bær Ketils mun hafa verið þar sem nú eru Merkurbæir undir Eyjafjöllum eða í Eyjafjallasveit. Ornefnið Húsadalur í Þórsmörk gæti þó bent til þess, að þar hafi bær eða bæir verið á söguöld, og ef til vill bær landnámsmannsins Asbjarnar Reyrketilssonar. Fornt bæjarnafn er þarna ekld langt frá, sem nefnist Þuríðarstaðir. I jarðabók Arna Magnússonar og Páls Vídalins er nefnt bæjarnafnið Þuríðarstaðir og þar segir svo um Húsadal: „Þar halda menn til forna hafi byggð verið og jafnvel mikið af girðingum, sem enn nú til sézt.“ I byrjun 19. aldar var gerð tilraun til að endurreisa byggð í Þórsmörk, og fóru þangað tveir dugandi bænd- ur á bezta aldri og hugðust reisa þar bú. Voru það þeir Sæmundur hinn ríki frá Eyvindarholti, faðir Tómasar Sæmundssonar og Magnús frá Hólmum í Landeyjum. Ekki stóð búskapur þeirra þar, nema í tæp tvö ár, þá fluttu þeir aftur niður í byggðina. Var reimleikum kennt um, að þeir héldust þar ekki við, en hitt er lík- legra, að þeim hafi þótt þarna einmanalegt og erfitt til aðdrátta. En þótt ekki hafi verið rekinn búskapur stöðugt í Þórsmörk, þá reyndu byggðamenn fyrr á öldum að notfæra sér gæði þessarar fögru fjailabyggðar. Þangað var sóttur trjáviður, þar var gert til kola og líka var Mörkin notuð sem afréttarland. En þótt Þórsmörk væri gróðursæl og víðlend, þoldi skógurinn ekld þennan átroðning og rányrkju, enda unnu náttúruöflin líka að eyðingu skógarins. Á 19. öldinni leit svo út eins og áður er sagt, sem Stakkholtsgjá. skógurinn myndi eyðast að fullu, en það hlífði þó skóg- inum nokkuð á þeirri öld, að með breyttum búskapar- háttum minnkaði stöðugt skógarhöggið og hætt var að gera til kola. Líka var þá reynt að takmarka skógar- höggið og beitina. Ekki var það þó fyrr en árið 1924— 1925, sem Mörkin var girt svo traustlega að öll fjár- beit var útilokuð. Síðan hafa girðingar verið auknar og endurbættar og er nú Mörkin alfriðuð. Árlega er mikið gróðursett af trjáplöntum. Eiga Farfuglar — félag ung- menna, — þar skógarreit, sem þeir gróðursetja í árlega. Verður Þórsmörk héðan í frá alfriðuð og hlynnt þar að gróðri, og gróður verndaður, eins og tök eru á, svo að þessi jökulkrýnda fjallabyggð verði í framtíðinni augna- yndi ferðamanna og friðhelgur staður. Framhald. í útvarpsþættinum: Sunnudagskvöld með Svavari Gests, eru oft fluttir gamanþættir og sungin dægur- Ijóð, enda er þáttur Svavars Gests einn vinsælasti út- varpsþátturinn. Er það fyrst og fremst að þakka fjöri og orðheppni Svavars. í aprílmánuði síðastliðnum var sunginn í þættinum af snillingnum Brynjólfi Jóhannessyni bragur, sem nefndist: Heimsókn í húsmæðraskóla. Höfundur ljóðs- ins er Árni Helgason símstjóri og póstmeistari í Stykkis- hólmi, en hann er þekktur um allt land, sérstaklega fyrir framlag sitt í ýmsar áramótasyrpur og efni flutt í útvarpsþáttum Svavars. Ég hef fengið leyfi til að birta braginn. HEIMSÓKN í HÚSMÆÐRASKÓLA Þau geta verið kostuleg og kræsin lífs vors spil. I kvennaskólaheimsókn fór ég eina að vetri til. Það var orðið framorðið, þegar ég fór af stað. En — það er víst bezt að tala ekki of mikið um það. Er nálgaðist ég skólann fór að titra haus og taug. Toppurinn varð glóandi, ja það er nú lítið spaug. Ég þurrkaði burtu svitann — ja þetta litla bað. — En það er víst bezt að tala ekki of mikið um það. Ég setti mig í stellingar og lagaði á alla lund og loksins kom og rann upp þessi hátíðlega stund. Handavinnukennarinn var kominn út á hlað hún kreisti á mér hendina — og gerði nú meira en það. 266 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.