Heima er bezt - 01.07.1964, Page 28

Heima er bezt - 01.07.1964, Page 28
ÞRIÐJI HLUTI Svanhildur getur ekki varizt brosi við þessa tilhugs- un, en það bros er þó ekki sársaukalaust, og hún and- varpar ósjálfrátt. Hún sér þá feðgana ganga til Stein- varar, sem er að raka yfir ný-slóðadregna sléttu suður á túninu, og nema staðar hjá henni. Steinvör leggur frá sér hrífuna og snýr sér að Trausta, og síðan fallast þau í faðma. Innilegri samfundir gætu naumast verið miili móður og sonar, hugsar Svanhild- ur. Það er auðséð, að mjög er kært með þeim. Einkenni- legt að Steinvör skuli aldrei hafa minnzt á Trausta við hana, og hafa þær þó margt rætt saman, en það hefur Steinvör aldrei gert. Svanhildur snýr frá glugganum aftur. Næg verkefni eru fyrir hendi. Hún hugsar sér að hafa kvöldverðinn fjölbreyttari en venjulega í tilefni af heimkomu hrepp- stjórasonarins. Henni finnst það vera húsmóðurskylda sín að gera það, og hún tekur þegar að undirbúa ríku- legan kvöldverð. Trausti hefur nú heilsað vinnufólki föður síns, og allt hefur það fagnað honum af miklum innileik. Það hefur sannarlega ekki gleymt honum, á meðan hann dvaldi í fjarlægðinni, en slíkt vekur hjá honum djúpa gleði. Hann finnur, að enn á hann samleið með þessu fólki engu síður en áður. Þeir feðgar ganga nú aftur saman heim að bænum og nema staðar frammi á hlaðinu. En þar hefur Þorgrím- ur ákveðið, að nýja íbúðarhúsið skuli rísa af grunni, og hann segir við son sinn: — Hér á nýja húsið að standa. Hvernig lízt þér á það? — Alveg ágætlega, hér er tilvalið hússtæði. Ertu bú- inn að láta gera uppdrátt að byggingunni? — Já, hann er kominn fullgerður í mínar hendur, ég sýni þér hann eftir á. Og nú er ekki annað en byrja strax að grafa fyrir grunni hússins. Trausti getur ekki varizt brosi að ákafanum í rödd 268 Heima er bezt föður síns. Hann er áþekkur því sem áður var, en ungi verkfræðingurinn segir rólega: — Fyrst er nú að mæla fyrir grunninum, pabbi, og til þess hef ég tæki í farangri mínum, sem ég sklidi eft- ir frammi í sveit. Ég verð að byrja með því í kvöld að sækja hann. Þorgrímur dregur stórt vasaúr upp úr vestisvasa sín- um og lítur á það. — Það er orðið svo áliðið, þú borðar kvöldmatinn, áður en þú ferð. Ég kem svo með þér fram eftir að sækja farangur þinn. En nú skulum við ganga inn í stofu, ég ætla að sýna þér teikninguna af nýja húsinu. Trausti fylgist með föður sínum inn í stofu og skoð- ar þar með honum um stund uppdráttinn að nýja hús- inu, sem á að verða stór og vel gerð bygging. Svanhildur hefur framreitt fjölbreyttan og Ijúffeng- an kvöldverð og er byrjuð að raða diskum á dúkað eld- húsborðið. Steinvör leggur frá sér hrífuna og gengur heim til bæjar. Hún hefur loldð útistörfum að þessu sinni. Hún fer fyrst inn í eldhúsið til Svanhildar og nemur staðar hjá henni. Ljúfan matarilm leggur á móti henni, og eldhúsið er bæði hlýtt og bjart. Vorsólin er þegar farin að hallast að skauti vestursins og sendir geisla sína inn um eldhúsgluggann, sem vísar í vestur gegnt sólarlaginu. Steinvör lítur hlýtt til Svanhildar og segir þýðlega: — Ég er hætt að vinna úti í dag, Svanhildur mín, get ég ekki hjálpað þér eitthvað hérna inni? — Ég þakka þér fyrir, Steinvör mín, en þess gerist engin þörf. Ég vil bara að þú fáir þér sæti hérna hjá mér og hvílir þig, meðan ég læt kvöldverðinn á borð- ið. Hann er alveg tilbúinn. — Jæja, góða mín. Steinvör lætur að vilja Svanhildar og tekur sér sæti, en segir síðan: — Ertu bara með veizlumat í kvöld? — Það getur nú varla heitið, en mér fannst það sjálf-

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.