Heima er bezt - 01.07.1964, Síða 31
Trausti snýr sér að föður sínum og lítur á hann.
Svipur gamla mannsins er þungur, og augun hvöss.
Hann óskar ekki eftir því, að Svanhildur standi á ein-
tali við son sinn. En það hefur ef til vill verið af eðli-
legum ástæðum nú, hann hefur líklega verið að sýna
henni grunninn að nýja húsinu, hugsar Þorgrímur og
róar skap sitt.
Trausti hirðir ekkert urn þungan svip föður síns og
rennir alls ekki réttan grun í ástæðuna fyrir honum og
segir því glaðlega:
— Jæja, pabbi, þá er húsgrunnurinn fullgerður.
— Já, ég sé að svo muni vera, þetta hefur gengið fljótt
og vel. En nú þarf senn að gera meiri efniskaup.
— Já. Hvernig hefur þú hugsað þér að haga þeim?
— Ég vil að þú farir fyrir mig suður til Reykjavíkur
og gerir þar öll innkaup varðandi húsið.
— Jæja. En við höfum nú nóg timbur í „uppsláttinn“
fyrir veggjunum og steypiefni í þá. En svo þarf auð-
vitað strax að kaupa meira efni, þegar lokið er að steypa
veggina. Trausti brosir: — Þú hefur verið heldur spar-
samur á efniskaupin upphaflega, faðir minn.
— Ég ætlaði alltaf að fá yfirsmiðinn til þess að segja
mér til um þau, og því keypti ég upphaflega sjálfur að-
eins efni til að byrja með. Og svo komst þú heim eins
og kallaður og tókst að þér að sjá um þetta fyrir mig.
— Og þú vilt, að ég bregði mér til höfuðborgarinn-
ar bráðlega og geri innkaupin þar?
— Já, ég vil það eindregið.
— Það er líka allt í lagi með það frá minni hálfu. Við
gefum þá verkamönnunum frí, á meðan ég er að heim-
an. Það geta orðið nokkrir dagar. Ég býst við að geta
farið suður eftir svona hálfan mánuð til þrjár vikur, því
þá ætlast ég til, að veggirnir verði komnir upp.
— Já, það er ágætt, við sláum þessu þá föstu.
— Já, við gerum það.------
Þorgrímur sér nú Svanhildi koma aftur út úr skemm-
unni, og hún gengur inn í bæinn án þess að líta í átt-
ina til þeirra feðganna. En augu Þorgríms fylgja henni,
og hann ræður ekki við þá óþægilegu kennd, sem brýzt
fram í vitund hans. Hann sér alveg ósjálfrátt eins og í
leiftursýn fyrir hugskotssjónum sínum Svanhildi og
son sinn, þar sem þau stóðu saman fyrir stuttri stundu
við grunninn að nýja húsinu, bæði ung og glæsileg, og
ræddust við. Það hefði verið öllu eðlilegra, að fram-
tíðarheimili þeirra hefði risið á þessum grunni heldur
en hans, svo gamals manns, og þessarar ungu stúlku. En
Þorgrímur hrekur þegar miskunnarlaust þá hugsun burt
úr vitund sinni. Svanhildur er honum heitbundin, og
hann skal kvænast henni. Hann hefði bara átt að vera
búinn að framkvæma það, áður en sonurinn kom heim,
en hann kom nú alveg óvænt og gerði engin boð á und-
an sér.
Nýjar hugmyndir taka að streyma fram í vitund Þor-
gríms um að flýta sem mest giftingu þeirra Svanhildar
og hans, en þær hugmyndir þarf hann að hugleiða í
góðu næði og finna hentuga lausn á því máli.
Trausti finnur að faðir hans er orðinn annars hugar
en varðar málefni þeirra um bygginguna, og hann segir
því:
— Jæja, pabbi, er þetta mál þá ekki útrætt að sinni?
— Jú, af minni hálfu.
— Ég fer þá inn í stofu mína og tek á mig náðir.
Góða nótt!
— Góða nótt.
Trausti gengur þegar inn í stofu, en Þorgrímur dvel-
ur enn úti um stund, og hugur hans glímir við flókin
vandamál.
VII.
Kirkjuferðin
Sunnudagur heiður og hár ljómar yfir sveitinni. Lífið
rís af svefni næturinnar inn í helgi dagsins. Séra Jón á
Stað hefur sent messuboð um kirkjusókn sína og boð-
að til guðsþjónustu að Stað þennan bjarta helgidag.
Heimilisfólkið að Fremra-Núpi situr allt saman að
morgunverði nema Svanhildur, en hún er að störfum í
eldhúsinu hjá því. I fyrstu ríkir þögn yfir borðum, en
brátt snýr Steinvör sér að Þorgrími og segir:
— Hvernig er það, Þorgrímur, er hann Rauður minn
hérna heima við?
— Já, hann er hjá hrossunum hér rétt fyrir sunnan
túnið. Ætlar þú að nota hann eitthvað í dag?
— Já, ég er að hugsa um að bregða mér á honum til
kirkju út að Stað.
— Ég get látið ná í Rauð, hvenær sem þú vilt. Það
er kannski vissara að athuga járnin undir honum. Það
er orðið svo langt, síðan hann hefur verið notaður.
— Já, það væri ágætt, ég fer nú ekki á útreiðartúr
daglega nú orðið. En alltaf finnst mér gaman að koma
á hestbak. — Steinvör snýr sér því næst að Svanhildi og
segir þýðlega:
— Hefur þú ekki hugsað þér að fara til kirkjunnar í
dag, Svanhildur mín?
— Ég! Nei!
— Ég held þú hefðir bara gott af því, góða mín, að
lyfta þér upp einu sinni og koma með mér til kirkj-
unnar.
— Já, vissulega hefði ég gott af því að fara í kirkju
með þér, en þá er engin til að sinna heimilisstörfunum
á meðan ég er fjarverandi.
— Ég held að karlmenni'rnir hafi bara gott af því að
bjarga sér sjálfir á meðan. Það urðu þeir stundum að
gera, á meðan ég var bústýra hér, og allt fór vel.
Þorgrímur grípur nú fram í samtalið og segir:
— Þú getur fengið hest, Svanhildur, ef þig langar til
að fara til kirkjunnar. Sjálfur þarf ég að bregða mér út
í sveit og verð ekki heima í dag. Ég geri svo ráð fyrir
því, að hinir piltarnir, sem heima verða, bjargi sér, á
meðan þú ert í burtu, það verður varla svo lengi.
Heima er bezt 271