Heima er bezt - 01.07.1964, Page 32
— Ég þakka þér fyrir, ég ætla þá að fara með Stein-
vöru.
Trausti hefur hingað til hlustað þögull á samræðurn-
ar, en nú brosir hann til Steinvarar og segir örlítið
glettnislega:
— Ertu nú alveg hætt að bjóða honum Trausta þín-
um að koma með þér til kirkju, Steinvör mín? Sú var
þó tíðin, að hann var sjálfsagður meðreiðarsveinn þinn
þangað.
— Þú ert nú orðinn svo stór maður, góði minn, að
mér finnst það naumast eiga við, að ég biðji þig að vera
meðreiðarsveinn minn, eins og á meðan þú varst dreng-
ur. En mikið þætti mér gaman að fá þig með okltur út
að Stað.
— Það væri líka sannarlega ánægjulegt að koma í
Staðarkirkju eftir öll þessi fjarveru-ár, því þangað lá
leið mín oft á æskuárunum hér heima. Trausti snýr sér
að föður sínum:
— Hvað segir þú um það, pabbi, að lána mér hest út
að Stað?
— Hest geturðu fengið, svarar Þorgrímur, en það er
engin gleði í rödd hans.
Þorgrímur hafði talið það víst, að Svanhildur færi ein
með Steinvöru til kirkjunnar, þegar hann bauð henni
hestinn, en að Trausti færi að slást í förina með þeim,
kom honum alls ekki til hugar. Og hann getur ekki að
því gert, að honum er síður en svo um það gefið, að
sonurinn fari á útreiðartúr með heitmey hans. En hann
má ekki láta á neinu slíku bera, heldur fara að öllu með
gát. Hann ætlar sjálfur að verða Idrkjufólkinu samferða
út að Stað. En svo verða þau þrjú samferða heim aft-
ur, Steinvör sú þriðja. Öllu ætti því að vera óhætt.
Þorgrímur rís á fætur og segir um leið við vinnumenn
sína: — Þið komið svo út, piltar, og athugið járnin und-
ir hrossunum með mér. Síðan hverfur hann á brott úr
eldhúsinu.
Hádegissólin skín í heiði. Fjórir tygjaðir reiðhestar
standa bundnir á hlaðinu á Fremra-Núpi. Svanhildur
hefur lokið eldhússtörfunum, framreitt hádegiskaffi
handa vinnumönnunum, sem heima verða og búið allt
sem bezt í haginn fyrir þá, og nú er ekkert því til fyrir-
stöðu, að hún fari að heiman um stund. En hún iðrast
þess nú að hafa tekið boði Þorgríms um hestlánið út að
Stað. Hún hélt upphaflega, að Steinvör myndi fara ein
til kirkjunnar og langaði til að fylgjast með henni. En
svo ákvað Trausti að fara þangað líka, og við því hafði
hún alls ekki búizt, enda óskar hún ekki eftir samfylgd
hans. En hún getur naumast hætt við kirkjuferðina, úr
því sem orðið er, það mundi hryggja Steinvöru, og til
þess vill hún ekki verða.
Svanhildur gengur inn í baðstofuna og býr sig ferða-
fötum. Og eftir skamma stund er hún komin ferðbúin
út á hlað ásamt hinum þremur. Síðan er stigið á bak
og riðið á brott frá Fremra-Núpi.
Vegurinn út að Stað er beinn og greiðfær, og ferða-
fólkið lætur gæðingana spretta liðugt úr spori. Svan-
272 Heima er bezt
hildur ríður alltaf við hlið Steinvarar, en Þorgrímur
fylgir syni sínum fast eftir, og Trausti lætur það gott
heita, að þeir feðgamir reyni saman gæðingana.
Hreppstjórinn ætlar ekld að fylgja hinum í kirkju.
Hann má ekld vera að því sökum embættis-umsvifa,
sem standa öðrum málum ofar hjá honum. Og boðskap-
ur kirkjunnar er auka-atriði í lífi hans.
Brátt eru þau komin út að heimtröðinni að Stað. Þor-
grímur kveður þar samferðafólkið og heldur síðan ferð-
inni áfram. Hin þrjú koma reiðhestum sínum í örugga
geymslu og ganga svo saman í kirkjuna.
Guðsþjónustan er að hefjast. Steinvör sezt í sitt vana
sæti í miðri kirkjunni og Svanhildur við aðra hlið henn-
ar, en Trausti við hina. Hann var ætíð vanur því á æsku-
árunum hér heima að sitja á þessum sama stað á milli
þeirra móður sinnar og Steinvarar, þegar hann fór með
þeim í kirkju. Og nú situr hann hér á ný við hlið Stein-
varar, eins og í gamla daga, og hlýðir af athygli á messu-
gerð séra Jóns, gamla sóknarprestsins síns. En ótal end-
urminningar frá fornum kirkjuferðum með hans ást-
kæru móður taka að streýma fram í vitund hans og
vekja með honum sorgblíðan söknuð.
Þegar móðir hans var dáin, fannst honum hann hafa
misst svo mikið, að hann gat ekki hugsað sér að dvelja
fyrst um sinn heima á Fremra-Núpi og sigldi þá einn út
í ókunn lönd. En þar varð sorg hans og endurminning-
arnar smám saman að harmljúfum helgidómi, sem hann
geymir æ síðan í hjarta sínu. Og víst er það unaðslegt
að vera nú aftur heima.
Svanhildur situr eins og í leiðslu og virðir fyrir sér
gömlu sóknarkirkjuna sína, meðan hún hlýðir á messu-
gerð séra Jóns. Hér í þessari ldrkju var hún bæði skírð
og fermd, og héðan á hún sínar helgustu endurminning-
ar bernsku- og æskuáranna. Og inn í þessa kirkju hef-
ur hún ætíð gengið glöð og fagnandi, þar til í dag. En
þetta er í fyrsta skipti síðan hún varð bústýra á Fremra-
Núpi, sem hún fer til kirkju.
Aður og allt fram til þess, er hún varð bústýra Þor-
gríms hreppstjóra, hafði líf hennar verið bjart og ríkt
af æskugleði, þrátt fyrir mikla fátækt og oft erfið kjör
í foreldrahúsum. Fyrir hálfu öðru ári var hún nokkra
mánuði í vist hjá læknishjónunum á Eyri, og þar lærði
hún mikið og margt, sem að góðri hússtjórn lýtur, en
það hefur síðan komið henni að góðu haldi.
Læknishjónin vildu eindregið fá hana til þess að vera
lengur hjá þeim, en foreldrar hennar þurftu nauðsyn-
lega að fá hana heim yfir sumarið, og hún lét að vilja
þeirra þá eins og endranær.
En svo skall reiðarslagið yfir hana einn kaldan haust-
dag, er Þorgrímur hreppstjóri kom út að Ytra-Núpi og
fékk hana fyrir bústýru.
Sárt andvarp stígur frá brjósti Svanhildar og líður
upp undir bláa hvelfingu kirkjunnar, en jafnframt
hljóma orð séra Jóns í eyrum Svanhildar: — Þeim sem
Guð elskar, verður allt til góðs!
Vissulega elskar hún Guð sinn og vill þjóna honum,
■/