Heima er bezt - 01.07.1964, Qupperneq 35

Heima er bezt - 01.07.1964, Qupperneq 35
HEIMA_____________ BEZT BÓKAHILLAN Gimnlaugur Blöndal. Reykjavík 1963. Helgafell. Enn bætist ný listaverkabók frá Helgafelli x safnið. Það eitt að xitgáfa þessi heldur áfram ár frá ári, sýnir bezt að hennar c'r þörf, og að henni er tekið að verðleikum. Ekki verður um það deilt, að Gunnlaugur Blöndal var einn af fremstu meisturum íslenzkrar málaralistar, og engar myndir þekki ég, sem létta svo skapið og myndir G. B. Þar skiptir ekki máli, hvort hann hefur fest áhrif íslenzkrar náttúru eða mannamynd á léreftið. Fegurð og birtu stafar af þeim öllum. Og þótt prentuð myndabók verði naumast nema svipur hjá sjón hjá málverkunum sjálfum, þá flytur þessi bók svo mikið af fegurð listaverkanna og svo margbreytt sýnis- horn a£ verkum hins ágæta meistara, að hún er hrein gersemi. Ég hefi áður haft þau orð um útgáfu þessara listaverkabóka Helga- fells, að hún væri menningarstarfsemi í fremstu röð, og ekki dreg- ur Blöndalsbókin úr því. Þrír kunnir listamenn, hver á sínu sviði, Eggert Stefánsson, Tómas Guðmundsson og Ríkharður Jónsson, skrifa um Gunnlaug Blöndal. Greinar þeirra eru góðar hver á sína vísu til aukins skilnings á listamanninum. En bezt af öllu tala þó myndirnar sínu máli um hann, og þegar bókinni er flett á enda, óskar rnaður þess eins að hún hefði verið margfalt stærri. Jón Óskar: I’áfinn situr enn í Kóm. Reykjavik 1964. Almenna bókafélagið. Þetta eru ferðaþankar frá Rómaborg og Rússaveldi. Höfundur hefur glöggt auga fyrir mönnum og umhverfi og segir skemmti- lega frá því, sem fyrir augun ber og þeim hugleiðingum, sem við- burðirnir gefa tilefni til, svo að lesandinn fær glögga innsýn í um- hverfi það, sem höf. lýsir, og fer þó fjarri því, að hann noti hinn þurra ferðabókastíl með nákvæmum lýsingum. Miklu fremur má segja, að hann bregði upp frumdráttunum, sem lesandinn síðan fyllir inn í. Auðfundið er á öllu, að fólkið, hugheimar þess og ör- lög, eru kærasta viðfangsefni höfundar. Rússlandsþættirnir eru og athyglisverðir fyrir þá sök, hversu augljós vonbrigði höfundar eru yfir því, sem hann hefur kynnzt þar. Það er annars athyglisvert tímans tákn, hversu æ fleiri hreinskilnir rithöfundar, sem liyllt hafa kommúnismann og trúað á Sovétríkin, komast nú að þeirri niðurstöðu, að sjálf hugsjónin hafi beðið skipbrot í Rússaveldi. Raunar er það ekki annað en það sem fjölda annarra manna var ljóst löngu áður. En vonandi opna þessar frásagnir augu ein- hverra, sem enn eru blindaðir af trú sinni á Sovétríkin, fyrir því, að kommúnismi þeirra hefur ekki reynzt leiðin til farsældar mann- kyninu. Matthías Jónasson: Veröldin milli vita. Reykjavík 1964. Almenna Ixókafélagið. Hér ræðir höfundur ýmis vandamál mannlegs lífs, sem vér stöndum gagnvart daglega að kalla má. Bókin er skrifuð a£ hisp- ursleysi og hreinskilni, enda þótt ýmsum hugsandi lesendum kunni að sýnast sitt hvað á annan veg en höfundi. Bókin flytur margvíslegan fróðleik um manngerðir, sálarlíf manna, samskipti karls og konu, þátt konunnar í nútímaþjóðfélagi, svo að eitthvað sé nefnt, en um margt fleira er rætt. Höfundur tekur til meðferð- ar fjöldamörg atriði, sem hverjum manni er nauðsyn að vita nokk- ur skil á, og hann gefur leiðbeiningar um hvert stefnt skuli. Þótt hann raunar fremur lýsi hlutunum eins og þeir koma fram, en segi beinlínis hvernig þeir eigi að vera. Tel ég það kost bókarinn- ar. Gildi sálarfræðinnar og starf sálfræðinganna í daglegu lífi voru er enn um deilt, og svo mun einnig verða um þessa bók. En ekki verður um það deilt, að hún vekur menn til umhugsunar, knýr þá til að velta málunum fyrir sér og leita úrlausnar á við- fangsefnunum. Að því leyti er hún menntandi bók og þroskandi. En ætli menn að hafa hennar full not verður hún að lesast oft og vel. William Weber Johnson: Mexikó. Reykjavík 1964. Al- menna bókafélagið. Hvað vitum vér eiginlega um Mexikó? Við lestur þessarar bók- ar hefur mér orðið það ljóst, að það er í rauninni harðla lítið, og bætir hún því úr brýnni þörf. En hún er ein í bókaflokknum Lönd og þjóðir. Mexikó er vissulega eitt af furðulöndum jarðarinnar, bæði að náttúrufari og sögu, enda þótt hér sé víða fljótt yfir sögu farið opnar bókin manni samt nýja furðuheima, og eins og allar góðar bækur vekur hún þorsta vom í að vita meira. Höfundur- inn lýsir landi og þjóð af þekkingu og samúð. Hann leitast við að skilja og skynja sál þjóðarinnar og af hverjum toga örlagaþráður hennar er spunninn. Frásögnin er ljós og lifandi og bókin prýdd fjölda mynda, sem auka skilning á efni hennar. í stuttu máli sagt góð bók, skemmtileg og fróðleg. Þýðandinn er Þórir Örn Sigurðs- son. St. Std. BRÉFASKIPTI Ragna Ingimundardóttir, Hlíð, Eskifirði, og Huldis S. Haralds- dóttir, Ásgarði, Eskifirði, óska eftir bréfaskiptum við pilta eða stúlkur á aldrinum 12—14 ára. Æskilegt að mynd fylgi. Gunnþóra Gunnarsdóttir, Hnappavöllum, öræfum, A.-Skafta- fellssýslu, og Sigriður Ásgeirsdóttir, Svínafelli, Öræfum, A.-Skafta- fellssýslu, óska eftir bréfaskiptura við pilta og stúlkur á aldrinum 15-18 ára. Halla Gunnarsdóttir, Hofi, Öræfum, A.-Skaftafellssýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilta á aldrinum 20—25 ára. Hulda Emilsdóttir, Bjargi, Flatey, S.-Þingeyjarsýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 16—18 ára. Ingunn Emilsdóttir, Bjargi, Flatey, S.-Þing., óskar eftir bréfa- skiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 17—19 ára. Guðrúti Helga Guðmundsdóttir, Austurhól, Homafirði, Austur- Skaftafellssýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilta á aldrinum 20— 24 ára. Æskilegt að mynd fylgi. Akio Matsushima, 2457 Kaminowari, Chuji-cho Minami-ku, Na- goya, Japan, sem er 18 ára japanskur menntaskólanemi, óskar eftir bréfaskiptum við íslenzka pilta og stúlkur á svipuðum aldri. Tungumál: Enska.

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.