Heima er bezt - 01.07.1965, Síða 2

Heima er bezt - 01.07.1965, Síða 2
Rannsóknir í þágu atvinnuveganna FYRSTA GREIN Á síðasta Alþingi voru afgreidd lög um rannsóknir í þágu atvinnuveganna. En hvað eru rannsóknir í þágu atvinnuveganna? mun einhver spyrja. Elöfum vér ekki stundað atvinnu í land- inu í 1000 ár án rannsókna og lifað samt? Er nokkur þörf á að setja upp eitthvert skrifstofubákn og stofnanir til þess arna? Ég vil leitast við að svara þessum spurn- ingum að einhverju leyti, þótt efnið sé umfangsmeira en því verði gerð skil í stuttum blaðagreinum. Undirstöðugreinar atvinnu- og efnahagslífs vors eru landbúnaður og sjávarútvegur og hafa svo verið frá önd- verðu. Á síðustu áratugum hefir svo iðnaður bætzt í hópinn. Öllum þessum atvinnugreinum er sameiginlegt, að afkoma þeirra og ávöxtur hvílir á náttúrugæðum landsins. Þau eru undirstaðan, sem hin margbreytta bygging þjóðfélags vors hvílir á, og hagur þess ræðzt eftir því, hversu vér kunnum með þessi gæði að fara. Náttúrugæði landsins eru höfuðstóll þess. Af honum fáum vér vexti, sem vér lifum af frá ári til árs. Þau eru fjarri því að vera sá brunnur, sem sífellt megi ausa úr án takmarka. Og hagsýni og þekkingu þarf til þess, að nýta þau til fulls en meira ekki. Yfirleitt er þeim svo háttað, að unnt er að styðja þau og láta þau gefa ríku- legri ávöxt en náttúran sjálf lætur í té án hjálpar. Þar skilur á milli ráns og ræktunar. Engum blandast hugur um, að við höfum spillt gæð- um landsins stórkostlega síðan byggð hófst. Þar eru uppblástur og eyðing skóglendis augljósustu dæmin. En vér höfum líka á síðari áratugum lagt fram stórfé til þess að rækta landið og stöðva eyðingu þess. Svo mikl- ar eru þær fjárhæðir, sem til þessa er varið, að það er fyrirhyggjuleysi og næstum því fávizka að gera sér þess ekki grein fyrirfram, hvernig féð skuli notað, svo að það skili sér aftur. Nefna má hér einfalt dæmi. Árlega er varið tugum milljóna eða jafnvel hundruðum, til að kaupa fyrir áburð og fóðurbæti. Bændur vita að þetta gefur meira fóður og meiri afurðir en ella væri. Hins- vegar vitum við lítið um, hvort þessar sömu aðgerðir gætu ekki gefið miklu meiri arð án aukins tilkostnaðar, eða hvort vér erum ekki jafnvel að spilla einhverjum náttúrugæðum, þannig að vér fremjum í raun réttri rán en ekki ræktun. Vér berum á landið, en áburðartegund- irnar eru einhæfar, bæta þær því aðeins úr takmarkaðri þörf efna. Hitt allt verður jarðvegurinn sjálfur að leggja til. Nú er það staðreynd, að efnið, sem fyrst þrýtur, setur mörkin fyrir gróðri jarðarinnar. Hversu mikið sem jörðin fær af öðrum efnum er þýðingarlaust. Þeim er kastað á glæ. Auk þessa geta einhæf áburðarefni bein- línis spillt gæðurn jarðvegsins. Til þess að öðlast hér rétta svarið þarf víðtækar rann- sóknir skipulagðar af vísindamönnum og rannsóknar- stofnunum en framkvæmdar af trúnaðarmönnum þeirra og þeim sjálfum úti um landið. Hver jarðræktarmaður þarf að vera virkur þátttakandi í þeirri samvinnu. Síðar tekur við rannsókn á næringargildi heysins og hollustu, og finna verður hið rétta hlutfall milli afurðamagns, fóðurgjafar og heilbrigði búfénaðarins. Ekkert af þessu má vera handahófsverk, heldur að hvíla á þaulunnum rannsóknum vísindamanna. Nokkurt undirbúningsstarf hefir þegar verið unnið og stöðugt er við bætt. Er það starf einkum framkvæmt í Landbúnaðardeild Háskólans. En hvorttveggja er, að mjög þarf að auka rannsóknirnar og jafnframt að skipu- leggja og tengja saman þá aðila, sem að því vinna eða geta lagt þar hönd að verki, vísindastofnun Háskólans, fræðslustarfsemi Búnaðarfélagsins og bændurna sjálfa, sem njóta eiga ávaxtanna af starfinu. Bændurnir verða að gera sér ljóst, hversu mikið er hér í húfi, og að þeir geta létt starfið stórkostlega. Hættulegt er að slá fram fullyrðingum og forspám, en í þessu efni er þó óhætt að staðhæfa, að vér eyðum að óþörfu stórfé í áburð og fóður aðeins vegna vanþekkingar á því, hvernig með þessa hluti skuli farið. Allt skraf um stuðning við land- búnaðinn er að meira eða minna leyti barátta við vind- myllur, meðan ekki er gripið föstum tökum á að leggja sjálfa undirstöðuna, og reksturinn gerður ódýrari. En landbúnaðarvísindin eru fleira en áburður og fóð- ur. Ekki má gleyma skipulögðum kynbótum búfénaðar, rannsókn á heilbrigði hans, innflutningi arðsamari stofna o. s. frv. Þar við bætast svo allar tæknilegar rann- sóknir og hagfræðilegir útreikningar. Landið hefir spillzt af mannavöldum. Landeyðingin heldur áfram, ef ekki verður að gert. Ræktuðu svæðin verða alltaf lítill hluti af öllu yfirborði landsins. Vér verðum að hagnýta óræktaða landið en þó í hófi, og leita allra ráða til að græða sárin, sem komin eru. Vér þurfum aukna og fjölbreyttari framleiðslu. Eitt af því sem möguleiki er á, er ræktun skóga. Skógrækt- 238 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.