Heima er bezt - 01.07.1965, Side 7

Heima er bezt - 01.07.1965, Side 7
Árið 1936 byggt fjós yfir 12 gripi, eftir nokkur ár reyndist það of lítið. Árið 1947 byggt nýtízku íbúðar- hús úr steinsteypu. Fengin Dísilrafstöð 1949, sem þa var sjaldgæf til sveita. Ennfremur var byggt, á árinu 1955, fjós yfir 30 gripi, ásamt heygeymslum, sem voru bæði fyrir þur- og vothey. Dráttarvél með tilheyrandi tækjum, er þar til, bæði til jarðvinnslu og heyskapar -og súgþurrkunartæki. Dráttarvélin, sem er Farmall, er í notkun ennþá. Jeppabíll hefir verið í Bæ frá 1935, eða frá því fyrsta er þeir komu hér í sýslu. Ræktun hefir aukizt í stórum stíl, svo nú munu vera um 1400 hestburðir af töðu í meðalári. Lætur nærri að töðufallið hafi fjórtánfaldast frá því um aldamót. Þau hjónin Kristín og Bjöm hafa verið samhent við búskapinn og ekki á neinn hátt hlíft sér við öll þau störf sem búskapurinn krefst, enda sjálfsagt oft gengið þreytt til hvílu að kveldi. Ekki hafa þau farið varhluta af vanheilsu og á það háu stigi, að stundum hefir sýnzt mjótt á milli hvor aðili yrði sigurvænlegri, líf eða dauði. Hefir vafalaust oft tekið á taugar þeirra að horfast í augu við vanheilsuna. En þrátt fyrir þetta andstreymi hafa þau hjón alltaf litið björtum augum til framtíðar- innar og sigurs hins góða. Engar ýkjur eru það, þó sagt sé, að öll fjölskyldan í Bæ, hvcr ættliður af öðrum, hafi verið vel samhent með það að gera jörðina sem byggilegasta fyrir næsta við- takanda. Sagt hefir verið, að seint grói um þann stein. sem sé oft færður. Er með því átt við, að ekki sé hagur að sífelldum búferlaflutningum. Ég spurði eitt sinn gamlan bónda, hvort jörðin sem hann byggi á væri ekki góð. Svar hans var: „Það er eftir því hvort þú ætlast til að jörðin skapi manninn, eða maðurinn jörðina.“ Sá sem leggur sig fram til að hagnýta dulda kosti hvers býlis vinnur ómetanlegt gagn fyrir komandi kynslóð. Oft hefir verið í fleiri áttir að líta en eina, til að hag- nýta sér kosti jarðarinnar. Það er búskapurinn, kvikfén- aður, sjórinn, sem oft hefir reynzt drjúg tekjulind og silungur í Höfðavatni. Að vorinu eggjataka í Þórðar- höfða. Af þessu má sjá, að oft hefir verið haft fleira en eitt járn í eldinum. Nú síðari árin hefir Björn leigt stangveiðimönnum vatnið. Sú veiði er, sem kunnugt er, bæði til gagns og gamans, þó líklega ekki síður eftir- sótt sem „sport“. Áf þessum ástæðum hefir oft verið mannmargt í Bæ yfir sumartímann. Ég hefi glöggar heimildir fyrir því, að þeir sem hafa komið í þessum erindum hafi notið rausnarlegra veitinga og hlýlegrar móttöku hjá hjónunum. Björn er búfræðingur að mennt. \ ar í Hólaskóla í tíð Páls Zophoniassonar og frú Guðrúnar Hannesdótt- ur. Með þeim Birni og skólastjórahjónum hélzt einlæg vinátta meðan æfi þeirra Guðrúnar og Páls entist. Hafa þau Bæjarhjón notið virðingar og trausts sam- tíðarfólks síns, og eiga víða einlæga vini, konur og karla, þó ekki séu hér talin upp nöfn. Björn var íþróttamaður, og kenndi glímur og aðrar íþróttir á yngri árurn. Eitt sinn var hann að þessu starfi Systkinin Geirlaug og Björn frá Brc. Jófriður Björnsdóttir. Heima er bezt 243

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.