Heima er bezt - 01.07.1965, Side 11

Heima er bezt - 01.07.1965, Side 11
BJORN J. BLONDAL: LSETUR E=^ f satt skal segja, þá veit ég ekki hver er merk- asti þáttur eða atburður ævi minnar. Þegar ég lít til baka yfir farinn veg, sýnist mér líf mitt líkast læk, er rennur í átt að móðunni miklu. Hljóðlátur, oftast í kyrrð íslenzkra sveita, en um furð- anlega fjölbreytt landslag. Ilmblóm og angandi rósir hafa orðið á vegi hans. Geislaregn og kristallshallir kærleikans. Andblær frá sjálfum guði. En leiðin liggur líka urn skuggahverfi efnishyggju og ótta, þar sem vonin berst við dauðann. — Ég hef lítillar annarrar menntunar notið en þeirrar, sem samferðamennirnir hafa gefið mér, bækurnar sem eg hef lesið og það sem augu mín hafa séð og eyru numið. Vináttan hefur verið athvarf mitt. Sormn há- D skóli. Á bernskuárunum mótast maðurinn mest. En upp- eldi þeirra, sem fæddir eru í byrjun þessarar aldar, var ólíkt því, senr nú er. Gömul menning cr að deyja og ný að fæðast. Fátt er ég þakklátari fyrir nú, en sögurnar sem gamla fólkið sagði mér. Sögurnar sem spegluðu trú þess og áhugaefni. Sögurnar sem vöktu ímyndunarafl barnsins. Leiddu það til himnaríkis og um hulda heinta. Efast ég um, að dreng með minni skapgerð, hefði verið ann- að hollara eða vænlegra til veganestis. Því gætu þessar rökkurstundir verið einn merkasti þáttur ævi minnar. Djúp þakklætiskennd og tregablandin, snertir hjarta mitt, er ég í huganum horfi til baka, til þessa fátæka fólks og stundum tötrum klædda. Jarðneskan auð átti það ekki, en mikinn sjóð sögu og sagna, þar sem mildi og samúð sveif yfir vötnunum. Trúin á algóðan guð átti það líka í ríkara mæli og fegurri, en ég fann síðar í frá- sögnurn hinna skriftlærðu, þótt orðflaumurinn væri minni. Sögurnar sem Þura gamla segir hér á eftir, eru allar úr Borgarfirði. Þær eru sagðar eins og barnshugurinn nam þær. F.n bárur tímans geta hafa breytt orðaröð eitthvað. Þura gamla situr og spinnur. Rokkurinn suðar. Nú hefur hún oftast setið í sarna herberginu í mörg ár. Vinnan er hamingja Iiennar. Þegar hún hefur verið veik og ekki getað spunnið, hefur tíminn aldrei ætlað að líða. Hún er barn vinn- unnar og tíma, sem er liðinn. Alla daga nema helgidaga spinnur hún, cða prjónar. Á helgum dögum vinnur hún ekki. Hún rétt grípur prjónana við og við fyrrihluta dags, til að liðka hend- urnar. Gakk þú inn til hennar og bjóddu henni góðan dag- inn. Þá verður hún glöð og augun ljóma með undar- legu hliki. Bliki, sem aðeins þau augu ein eiga, sem hafa elskað einu sinni. Og unna þó öllu sem fagurt er. Setztu hjá henni að dagsverki loknu og talaðu við hana. Hún mun varla segja þér ljóta sögu. Hún metur það svo lítils, sem ófagurt er. Gleymdu því ekki að allar sögurnar hennar eru brot og brotabrot. Rokkurinn er líka gamall og slítur oft þráðinn. Gamla konan segir það sjálf, að hún hafi tvisvar horft inn í himnaríki. í bæði skiptin var það nálægt sólsetri. Þú rnátt ekki hryggja hana með því að segja henni að hún hafi aðeins séð sólina setjast. Þetta er fátæk kona og árin hafa lagt þungar byrðar á herðar hennar. Dýrmætasta eignin, sem hún á, er trúin á himininn og það er raunar það eina, sem hún á. Á hverjum degi nálægt sólsetri lítur hún öðru hvoru upp frá vinnu sinni og horfir í vestur. Alltaf býst hún við að geta séð inn í himnaríki. Hún trúir því að ennþá einu sinni muni hlið himinsins opn- ast fyrir sjónum hennar. Hún segist vita, að þegar hún hafi horft þrisvar inn í himnaríki, þá komi lausnarstundin. Það skiptir engu hvort það verður í dag eða á morgun. Þura gamla er fús til að segja þér hvað hún sá, en hún segir að lýsing sín verði orðvana og fátæk, er lýsa skuli allri þeirri dýrð. Heima er bezt 247

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.