Heima er bezt - 01.07.1965, Side 14

Heima er bezt - 01.07.1965, Side 14
SIGURÐUR VILHJÁLMSSON, HÁNEFSSTÖÐUM: Snorri Sturl uson Sturla Þórðarson í Hvammi (Hvamms-Sturla) var meðal þeirra höfðingja sem settu svip sinn á aldarfarið um og eftir miðja tólftu öld. Móðir Þórðar Gilssonar föður Sturlu var Þórdís, móð- ir Þórdísar var Þorkatla dóttir Halldórs Snorrasonar goða. Snorri goði var meðal sérkennilegustu höfðingja á söguöld, slunginn og viðsjáll gáfumaður en vinur \ ina sinna. Það féll í hlut Sturlu að fara með mannafor- ráð Snorra goða, Snorrungagoðorð. Kona Hvamms- Sturlu var Guðný Böðvarsdóttir Þórðarsonar. Áður hafði Sturla átt Ingibjörgu Þorgeirsdóttur Hallssonar. Hún var systir Ara föður Guðmundar biskups góða. Þar áður hafði Sturla átt börn með Álöfu nokkurri Vil- hjálmsdóttur. Þau Sturla og Guðný áttu þrjá syni Þórð, Sighvat og Snorra, sem hér skal nokkuð fjallað um. Dætur þeirra voru Helga og Vigdís. Sturla dó 1183 og var þá 67 ára og því fæddur um 1116. Þá var Þórður 18 vetra fæddur um 1165, Sighvat- ur var þá 13 vetra fæddur um 1170 en Snorri var 5 vetra fæddur 1178 eða 1179 eins og Flateyjarannáll telur. Sturla átti í málaferlum við Pál prest Sölvason í Reyk- holti á árunum frá 1178 til 1181 að Jón Loftsson gerði um mál þeirra. Að loknum þessum málum bauð Jón Sturlu að taka Snorra til fósturs. Það hefur Jón gert til þess að milda úrskurð þann er hann kvað upp í málinu, sem var fjarri því sem Sturla vildi hafa, en metnaði hans var þó fullnægt með tilboði Jóns um barnsfóstrið. Haustið 1181 fór svo Sturla suður í Odda með Snorra sem var tveggja ára eða nýkominn á þriðja ár. í Odda fékk Sturla ágætar viðtökur og leysti Jón hann út með virðulegum gjöfum. Föðurafi Jóns var Sæmundur fróði en móðurafi hans var Magnús Noregskonungur berfættur. Þóra móðir Jóns var óskilgetin. Eins og kunnugt er stundaði Sæ- mundur fróði nám suður í Evrópu aðallega í Frakk- landi. Erfitt er nú að gera sér grein fyrir hvernig umhorfs var á Oddaheimilinu, en óhætt mun að fullyrða að það hefur verið hið virðulegasta. Loftur faðir Jóns var prest- ur og Sæmundur afi hans einnig og fræðaþulur og skáld. Eins og alkunnugt er var Oddi á þessum tímum hið ágætasta menntasetur og þar hefur verið bókakostur nægur. Börn Jóns hafa verið miklu eldri en Snorri. Börn þau sem hann átti með Halldóru konu sinni voru Sæ- mundur, sem hélt Odda að Jóni látnum og Solveig kona Guðmundar Gríss á Þingvöllum. Auk þess átti Jón Loftsson fjölda barna með öðrum konum þar á meðal Pál biskup í Skálholti. Það er ekki að efa að Oddaverjar hafa fundið allmjög til sín og hefur Snorri sjálfsagt orð- ið þess var þegar hann þroskaðist. Jón Loftsson dó síð- ari hluta árs 1197 og hefur Snorri þá verið 18 ára. Snorri hefur því notið handleiðslu Jóns öll sín uppvaxtarár og notið þeirrar beztu menntunar og siðfágunar sem völ var á hér á landi. Eftir lát Jóns dvaldi Snorri áfram í Odda hjá Sæmundi Jónssyni. Sæmundur fróði mun hafa samið ýmis rit, kunnugt er um ágrip af sögum Noregskonunga og var það samið á latínu. Seinni tíma menn hafa eignað honum Eddu þá, sem við hann er kennd. Ekkert rit hans hefir geymzt. Það er því engin tilviljun að Snorri leggur fyrir sig bókmenntastarfsemi. Hann lifir og hrærist í heimi bókmennta og fræða á uppvaxtarárum sínum. Þórður bróðir Snorra og Sæmundur í Odda báðu Herdísar dótt- ur Bersa auðga á Borg Vermundarsonar handa Snorra sem þá var eignalaus. Snorri var þá um tvítugt. Guðný móðir hans lagði honum til Hvamm til kvonfangsins og fór brúðkaupið fram þar 1199. Ætlunin var að Snorri settist að í Hvammi og hefði félagsbú við móður sína. Af því varð þó ekki og fóru brúðhjónin suður í Odda og dvöldu þar hjá Sæmundi fyrst um sinn. Bersi á Borg lézt 1202 og tók Snorri þar viðými að honum látnum og auðæfum hans, en þau voru talin átta hundruð hundraða. Snorri flytzt svo að Borg með konu sína vor- ið 1203. Snorri og Herdís áttu tvö börn, sem komust á legg. Hallberu, sem var elzt barna Snorra og Jón murt fæddan 1203 eða 1204. Samkvæmt því sem Sturlu Þórðarsyni segist frá var Þórður faðir hans ekki við eina fjöl felldur í kvenna- málum. Hann skildi við Helgu Aradóttur konu sína og „tók til sín Hróðnýju Þórðardóttur er átti Bersi Her- mundarson ok helst þeirra vinátta lengi.“ Eftir orðalag- inu á þessari klausu er helzt að sjá að Hróðný hafi yfir- gefið Bersa og farið til Þórðar. Það þarf þó ekki að vera. Hún gat hafa verið ekkja þegar Þórður tók hana að sér. Snorri virðist ekki hafa unað sér á Borg, 1206 náði 250 Heitna er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.