Heima er bezt - 01.07.1965, Síða 16
hafa þjóðinni sverð og skjöldur í gegnum aldirnar. Við
athugun á Snorra Sturlusyni verður skiljanlegra hvaða
gallar voru á þjóðveldisskipulagi landsins. Snorri er
kornungur menntamaður þegar aðstandendur hans út-
vega honum auðugt kvonfang og mannaforráð. Sjálfur
er hann algjörlega eignalaus. Hann er alinn upp við auð
og allsnægtir Oddaverja og áreiðanlega komizt þar í
kynni við metnað þeirra. Sjálfur hefur Snorri verið
metnaðargjarn eins og þeir Sturlungar voru yfirleitt.
Fyrstu kynni af Snorra sem valdsmanni eru viðskifti
hans við kaupmenn frá Orkneyjum. Snorri lét taka af
þeim mjölvöru án þess að þeim semdi um verðið. Þetta
leiddi til þess að kaupmaðurinn Þorkell rostungur særði
til ólífis Guðmund djákna á Borg, sem hafði verið harð-
fengastur við mjöltökuna. Voru kaupmenn þá búnir
til brottferðar. Þegar Snorri varð var við að kaupmað-
ur hafði hefnt sín á Guðmundi sendi hann til bræðra
sinna Þórðar og Sighvats og bað þá koma til Borgar.
Þeir bjuggu sig svo til atlögu við kaupmenn en unnu
ekki á. Kaupmenn bar undan en urðu afturreka og tóku
þá Iand á Eyrum. Þorkell leitaði þá trausts og halds hjá
Sæmundi í Odda, sem tók við honum. Sæmundi hefur
án efa ekki litizt á þessa fyrstu stjórnarathöfn uppeldis-
sonar þeirra Oddaverja. Enda er óhætt að fullyrða að
Snorri fór ekki gætilega af stað. Sturla segir að Snorri
hafi sent þrjá flugumenn austur í Odda til höfuðs Þor-
keli en engu komið fram.
Rétt er nú að skyggnast um hvernig Snorri efldist að
auð og völdum. Aður er þess getið að auk auðs Bersa
sem hann fékk með konunni náði hann auði Hallveigar
Ormsdóttur eftir að hann yfirgaf konu sína og Borg.
Það mun hafa verið nokkru eftir að Snorri flutti í Reyk-
holt að Jórunn auðga í Gufunesi lézt, að hann náði
undir sig efnum hennar og lenti þá í kast við Magnús
allsherjargoða, systurson Sæmundar í Odda. Fékk hann
Magnús gerðan sekan skógarmann og virðist hafa hald-
ið fjármunum þeim sem til féllu eftir Jórunni. Aður er
vikið að því að Borg muni Mýramannagoðorð hafa
fylgt og að Þórður Böðvarsson móðurbróðir Snorra
hafi gefið honum hálft Lundarmannagoðorð móti sér.
Víst er að síðan var talið að Snorri hafi haft völdin í
Borgarfirði. Þorsteinn ívarsson gaf honum hálft Eyvell-
ingagoðorð móti Melamönnum. Ekki er sagt frá því
hversvegna hann hlaut það til meðferðar. Um þær
mundir sem Sighvatur fluttist í Eyjafjörð afhenti hann
goðorðið Sturlu syni sínum og búsetu á Sauðafelli í
Dölum. Þeir bræður Snorri og Þórður komu sér saman
um að taka goðorðið af Sturlu og 1227 náðu þeir því
með undirferli og fór Snorri með það fyrst í stað.
Snorri var kosinn lögsögumaður 1215. Hann hefur þá
verið talinn lagamaður góður, enda ekki að efa að svo
hefur verið. Hann situr þá í virðingu sinni í Reykholti
og hefur vafalaust verið orðinn einhver auðugasti og
voldugasti maður landsins.
Hann bregður svo til utanfarar 1218, þá kominn um
fertugt. Þá er þannig ástatt í Noregi að Hákon Hákon-
arson er konungur. Hann er þá unglingur 14—15 ára.
Með ríkisstjórn í Noregi fór frændi konungs Skúli jarl
Bárðarson. „Tók jarl forkunnar vel við Snorra, ok fór
hann til jarls,“ segir Sturla Þórðarson í íslendingasögu.
Var Snorri með jarli um veturinn „en sumarið eftir fór
hann austur í Gautland á fund Askels lögmanns ok frú
Kristínar, er átt hafði áður Hákon galinn," segir Sturla.
Færði Snorri henni kvæði sem „Andvaka heitir“ og hann
hafði ort um hana að bæn Hákonar jarls. Þág hann fyrir
það góðar gjafir og þar á rneðal merki það er átt hafði
Eiríkur Knútsson Svíakonungur. Snorri hélt svo aftur
á fund Skúla jarls um haustið og „var þar annan vetur
í allgóðu yfirlæti,“ eins og Sturla orðar það.
Á þessum tímum hafði skorist mjög í odda með
Norðmönnum og Oddaverjum og höfðu þeir Skúli og
Hákon einhverjar ráðagerðir um að fara með ófriði til
Islands. Þó frásögn Sturlu Þórðarsonar af þessu sé ekki
ítarleg né tæmandi er þó rétt að taka eftirfarandi orð-
rétt upp eftir honum: „Snorri latti mjög ferðarinnar ok
kallaði þat ráð at gera sér at vinum ina bestu me'nn á
íslandi ok kallaðist skjótt mega koma sínum orðum, at
mönnum mundi sýnast at snúast til hlýðni við Noregs-
höfðingja. Hann sagði ok svo, at þá voru aðrir eigi meiri
menn á íslandi en bræður hans, er Sæmundr leið, en kall-
aði þá mundu mjök eftir sínum orðurn víkja, þá er hann
kæmi til.“ Það verður að ganga út frá því að Sturla
Þórðarson segi rétt frá. Allmikils yfirlætis gætir í þess-
um orðum sem Snorra eru hér talin. „En við slíkar for-
tölur slævaðist heldur skap jarlsins...." segir Sturla og
ekkert varð af herför til Islands.
Það mun vera í fyrsta sinn að íslenzkur höfðingi og
valdamaður vekur máls á þeim mÖguleika að íslendingar
gengju til hljðni við Noregshöfðingja.
„En þeir Hákon konungur ok Skúli jarl gerðu Snorra
lendan mann sinn. Var þat mest ráð þeirra jarls ok
Snorra. En Snorri skyldi leita til við íslendinga, at þeir
snerist til hlýðni við Noregshöfðingja," segir Sturla. En
Snorri átti að láta Jón murt son sinn í gislingu. Hvað
er það sem felst hér á bak við þessar frásagnir? Snorri
sigldi svo á skipi sem jarlinn gaf honum til íslands árið
1220. Auk þess hafði hann gefið honum 15 stórgjafir.
Það verður ekki komizt hjá því að álykta út frá þess-
um frásögnum að hinn „harðmúlaðiu jarl hafi með hót-
unum og blíðmælum knúð Snorra til að lofa sér því að
gefa upp eignir sínar og mannaforráð á Islandi og fá
aðra höfðingja til að gera slíkt hið sama. Þessvegna verð-
ur Snorri lendur maður Noregshöfðingja. Svona til
bragðbætis orti Snorri tvö kvæði um jarl.
Þegar Snorri kom til Islands fékk hann kaldar kveðjur
og tal hans hjá jarli, um að hann rnundi geta haft áhrif
í þá átt að fá rnenn til hlýðni við Noregshöfðingja
reyndist fleipur eitt. Enda mun honum hafa skilizt að
hann hafi hlaupið á sig og því haft sig lítið í frammi.
En Jón son sinn sendi hann til Noregs. Næstu ár eftir
að Snorri kom heinr aftur hefur hann fremur hægt um
O
sig. Þegar hann fór utan varð að kjósa lögsögumann
252 Heima. er bezt