Heima er bezt - 01.07.1965, Side 19

Heima er bezt - 01.07.1965, Side 19
Þetta var ein af viðskiptastöðvum Helga. Gaf þar að sjá bjálkahús, allstór hlöðufjós og nokkrar nautaborgir. Bóndinn hét Tom Store og bjó með móður sinni og tveim systrum. Fjölskyldan var sumpart kynblendingar og talaði ensku allvel með frönskum málhreim. Móðirin sagði okkur, að hún væri fædd í St. Boniface* og hefði flutzt út í þessa óbyggð, þegar hún giftist. Maður henn- ar var dáinn fyrir mörgum árum, en hún hafði haldið áfram að búa með syni sínum og dætrum. Býlið virtist vel umgengið, fólkið duglegt og vel stætt. Ég spurði gömlu konuna, hvort hana langaði ekki til að sjá allar breytingarnar, sem borgin hefði tekið, — rafljósin, sím- ana, rafknúnu sporvagnana —, en hún hristi höfuðið og kvaðst ekki kæra sig um það. Þetta væri allt af hinu vonda. Ég hafði talið sjálfsagt, að hún væri katólsk, og varð undrandi, er hún sagði mér að hún væri í söfnuði endurskírenda-trúboðskirkjunnar, sem væri hálfa mílu lengra upp með ánni, og að dóttir hennar léki þar á orgelið við sunnudagsguðsþjónustur. Nú var sunnudagur, og gengum við allir, Helgi, Marsi og ég, hálfmíluna upp með ánni og vorum við messu í trúboðskirkjunni. Á leiðinni vorum við áhorfendur að næsta einstöku fyrirbæri. Þótt snjórinn væri um hálft þriðja fet á dýpt og frostið sem næst 45 stig, sindraði sólskinið á auðri ánni, sem rann fram tálmunarlaust eins og um hásumar. Greni- og lerkitrén voru fagurgræn. Við sáum hvar Indíánar frá sérréttarsvæðinu voru að róa eikjum sínum yfir ána á leið til kirkjunnar. Og þó var þetta í febrúarmánuði. Var mér sagt, að straum- hraði árinnar væri þarna um 8 mílur á klukkustund, og frysi hún aldrei allan veturinn. Presturinn, séra Bruce, predikaði á ensku, sungnir voru ensldr sálmar og ungfrú Store lék á orgelið, mjög svo vel. Undir messulokin virt- ist söfnuðurinn, sem var að mestu Indíánar, orðinn nokkuð fjarhuga. En þegar presturinn endaði messu- gjörðina með stuttri bæn á Indíánamáli, vöknuðu þeir til eftirtektar og sýndu öll merki einlægrar lotningar. Þegar heim kom eftir messugerðina, bað ég frú Store að lána mér nál og spotta, — ég þurfti að gera við saum- sprettu á mokkasín-skónum rnínum.* Hún leit á mig ströng á svip og spurði mig, hvort ég vissi ekki hvaða dagur væri. Ég varð að játa, að ég vissi að það væri sunnudagur, en með því að leggja skyldi af stað snemma að morgni, þætti mér betra að gera við skóna þá þegar. Sagði hún, að ég gæti farið ofurlítið fyrr á fætur og gert það þá. Nálina og spottann fékk ég ekki. í býti á mánudagsmorguninn héldum við brott. Oti var hreinviðri og frost. Slóðin lá eftir árbakkanum og stefndum við nú aftur austur á St. Martin-vatnið í um 8 mílna fjarlægð. Áður en áin rennur út í vatnið, hverf- ur hún í afar víðáttumiklum sefgrónum síkjum. Voru * Upphaflega franskur landnemabær, sem aðeins Rauðáin skilur frá Winnipeg. (Þýð). * Indíánaskór, gerðir úr þunnum, voðfelldum skinnum, svipaðir ísl. sauðskinnsskóm. þau ísi lögð, svo óhætt var að fara þar yfir sumstaðar. Urðum við þó fyrst að reyna fyrir okkur með ýtrustu gætni, svo að við lentum ekki út á veika ísinn, en klakk- laust komumst við yfir. ísinn var svo gagnsær, að niðri í vatninu sáum við alls konar brak og fúadrumba, sem áin hafði borið þangað og skilið eftir. Um hádegi vor- um við komnir inn á St. Martin-Indíánasérsvæðið. Þar hafði Helgi viðskiptastöð, svo að þar gátum við fengið hús og fóður fyrir hrossin. Umsjónarmaðurinn var Indíáni, sem litla ensku talaði, en Helgi talaði við hann á reiprennandi indíánsku. Við bárum inn matarskrínur okkar, fengum sjóðandi vatn hjá konu Indíánans, neytt- um svo hádegisverðar við ramgert borð úr óhefluðum viði, í stórri stofu á neðri hæð hins óvandlega saman- timbraða bjálkahúss. Ég spurði Helga, hvort honum væri ekki nokkur vandi á höndum um reikningshaldið í öllum þessum dreifðu viðskiptastöðvum, en hann fullvissaði mig um, að á öllu væri höfð hin bezta regla, enda væri því nær eingöngu um vöruskipti að ræða, — peningaverzlun væri lítil eða engin. Tepundið fengist fyrir svo eða svo mörg (moskus)rottuskinn og með refaskinninu væri borguð svo eða svo mikil álnavara. Bókhald væri ekkert annað en það, að skrifa upp vörubirgðir og telja skinn- in. sem inn komu fyrir seldar vörur. St. Martins-vatnið er allmikill flói, réttara sagt tveir flóar, sem liggja frá norðri til suðurs. Milli þeirra er mjótt sund, aðeins um míluþriðjung á breidd og straum- hart mjög, svo að ekki frýs, nema lágvatnað sé. Á leið- inni norður frá Sandy Bay-sérsvæðinu gátum við séð uppgufunarmekkina, sem risu í hinu sólglaða frostviðri upp af sundinu. Komið var myrkur, þegar við ókum inn á St. Martin-sérsvæðið vestan við vatnið, en með leiðsögn Helga fundum við þar eina viðskiptastöð hans og höfðumst þar við um nóttina. Þar fyrirfannst bæði hús og hey handa hestunum, — hafrabirgðir fluttum við með okkur. „Snarlið“ okkar tókum við með okkur inn, eins og við oftast gerðum, og borðuðum okkar óbrotna mat, sem raunar var alveg fullnægjandi. Sæng- urfötin breiddum við á plankagólf, sem var furðu slétt og hallalaust. Auðsofnað er eftir langan dag og erfiða ferð, og þegar við vorum búnir að vefja um okkur ábreiðunum, vorum við brátt „dauðir þessum heimi.“ Sanderson, húsbóndinn þarna, kona hans og krakkar þrír, virtust bera allmjög af venjulegri Indíánafjöl- skyldu. Húsið var hreint og vistlegt, börnin vel siðuð. Þótti mér fólk þetta í alla staði sambærilegt við fjöl- skyldur hvítra manna úti í nýbvggðunum við sams- konar aðstæður. Sanderson var dýrabogaveiðimaður og fékkst jafnframt lítið eitt við fiskveiðar. Eina fiskteg- undin, sem metin var til verðs, var hvítfiskurinn. Verð- ið var 3V2 sent pundið, og af því fóru 2 sent í flutnings- kostnaðinn, svo að fisldmaðurinn bar næsta lítið úr býtum. Gedda veiddist líka, en verðið hrökk ekki fyrir flutningnum, svo að ekkert af henni fór á markað. Um kvöldið fór Sanderson með okkur út í svolítinn Heima er bezt 255

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.