Heima er bezt - 01.07.1965, Qupperneq 20
bjálkaskúr skammt frá og sýndi okkur veiðiskinn sín.
Héngu þau og teygðu úr sér til þerris á mjóum rám
uppi undir þaki. Þarna var árangurinn af bogaveiðum
hans um veturinn. Tilbreytnin var mikil. Minnst voru
hreysikattarskinnin. Stærsta skinnið áleit ég vera af
skógarbirni. Þóttist ég sjá, að ef hann gæti selt öll þessi
skinn, yrði það lagleg summa í peningum eða vörum.
Daginn eftir stefndum við í norðaustur. Var þá
(norð)austurströnd vatnsins framundan og upptök
Dauphin-árinnar þar nyrzt. Eftir hádegið ókum við á
slóð um þéttan skóg og von bráðar náðum við á ár-
bakkann. Seint um kvöldið fórum við um skóglaust
svæði og allt til þess, er okkur bar yfir á strönd Sturgeon-
fjarðar í Winnipegvatni, skammt frá ósum Dauphin-ár-
innar. Þar endar vatnaleiðin frá Manitóbavatni norður,
svo sem vötn falla þaðan, um Fairford-ána, St. Martin-
vatnið og Dauphin-ána, yfir í Winnipegvatn.
Hér var enn ein af viðskiptastöðvum Helga, og veitti
henni forstöðu maður að nafni Henrv Stagg, er þarna
átti heimili, ásamt konu sinni og tveim dætrum, kvænt-
um syni og konu hans, og var þar myndarbragur á
öllu, bjálkahúsið rúmgott og svefnherbergi á efri hæð.
Þetta voru Indíánar, en lifðu lífi sínu mjög á sama
hátt og hvítir menn. Húsið var plastrað* og kalkstrokið
hvítt og voru gólfin, bæði uppi og niðri, úr góðum
viði. Búfé var nokkurt, hross og nautpeningur, og
birgðir af úrvalsgóðu heyi. Mér var óskiljanlegt, hvaðan
allt þetta góða hey kæmi, og fræddi Helgi mig þá á því,
að fram með ánni væri mikið um smáeyrar, sem væru
mjög grasgrónar, og þar væri heyjað. Erfitt mundi það
vera, að komast á þessar óseyrar og aka svo heyinu
heim langar leiðir á tvíhjólakerrum. En fólkið mætti
þakka fyrir, að geta yfir höfuð aflað nokkurra heyja
á þessu landsvæði.
Gistingin var ánægjuleg. Við borðuðum með heim-
ilisfólkinu og sváfum í hlýju herbergi, við eigin rúm-
fatnað. Að morgni héldum við áfram ferð okkar úti
á ísilögðum firðinum norður að Clark-nesi (sem stund-
um er kallað Sandsteinsnes). Þar skýldum við okkur
um nóttina í yfirgefnum Indíánakofa, sem skipt var
í þrennt. Létum við hestana inn í eitt hólfið og gáfum
þeim þar. I aðalherberginu fundum við plötujárnshit-
ara, lítinn ketil og öxi, svo og gamla framhlaðnings-
byssu. Ekki leið á löngu áður en eldur logaði og te-
vatn sauð. Þótt munir þeir, er fyrir voru í kofanum,
væru ekki mikils virði, fannst mér að eigandinn mundi
vera helzti mikill sakleysingi, að skilja þá eftir í ólæstum
kofa. En Helgi skýrði þetta sem annað. Það væru ó-
skrifuð lög í norðrinu, sagði hann, að ferðamenn mættu
nota slík áhöld, og ættu svo að skilja við þau, þar sem
þeir tóku þau, þeim til afnota, er kæmi næst.
Frá Clark-nesi stefndum við þvert vestur yfir ísinn
* Plastur: kalksteypa ýmislcga efnissamsett, mikið notuð vestra
innan á klæðningar í húsum, enda ekki harðari en svo, að reka
má í nagla (fyrir myndir og þessh.). - Þýð.
í áttina til Litlu Sturgeon-eyja í Winnipegvatni, og
voru þangað 16 mílur. Við höfðum ekki neina slóð við
að styðjast, en sáum móta fyrir eyjunum eins og striki
við sjónbaug. Um nónbilið hélt ég að við værum komn-
ir fast að þeim, en Helgi lét mig vita, að það væri
Hreindýrseyjan, sem ég væri að horfa á, — en þaðan eru
því sem næst 200 mílur suður að Winnipeg Beach,
þar sem þá var næsta járnbrautarstöð fyrir vöru-
flutninga, svo að flytja varð fiskinn alla leið þangað á
hestasieðum.
Á endanum náðum við til eyjar þeirrar, sem var
lokatakmark ferðarinnar. Þar, í allmiklu rjóðri, urn-
luktu stórskógi, stóð stórt bjálkahús, syðst í rjóðrinu,
en hlöðufjós nyrzt. Einnig voru þarna smærri bygging-
ar, auðsjáanlega mannabústaðir. Staðareigandinn gekk
á móti okkur, og kynnti Helgi hann fyrir okkur sem
hr. Anderson. Við gengum vel frá hrossunum og fylgd-
unt svo hr. Anderson heim í íbúðarhúsið, án þess þó að
taka með okkur snarlskrínurnar að þessu sinni, því að
Heigi bað um mat handa okkur, — og borgaði hann.
Heimilisfólkið var: Hjónin, 5 ára gömul dóttir þeirra
og vinnustúlka. Dagstofa og borðstofa voru báðar ærið
miklar ummáls. Kom það sér vel, því að Anderson-
heimilið var viðkomustaður síkomandi og farandi vöru-
flutningsmanna, og bjuggu þeir þá um sig í öðrum enda
dagstofunnar, þegar þeir gistu. Þessi atorkusama fjöl-
skylda bjó við vatnið og á því árið um kring. Anderson
var vöruskiptakaupmaður og verzlaði í hverju þorpi og í
hverjum lendingarstað, sem til var við Winnipegvatn.
Á sumrin sigldi hann tvímastraðri skútu sinni stað úr
stað, og var fjölskyldan með. Þegar vetraði, dró hann
skip sitt í yfirbyggt naust og settist um kyrrt í húsi
sínu. Hann hafði ráðið til sín 3 menn til vetrarfisk-
veiða, og hafði hver snjóskó og 3 hunda til að komast
á og frá fiskimiðunum, 8—10 mílur. Heima hafði hann
fjögra hunda sameyki, og notaði það til verzlunarferða,
sem hann fór með vissu millibili um á meðal Indíánanna
fjær inni á þurrlendinu. Anderson var Norðmaður, en
talaði góða ensku. Helgi seldi honum æði mikið af
vörum og tók hvítfisk í staðinn.
Þegar kaupamennirnir komu utan af vatninu, var okk-
ur öllum borinn góður og saðsamur kvöldverður.
Breiddum við síðan út flatsængurnar og lögðum okkur
til svefns. En fyrst fór ég þó út með manninum, sem
fóðraði hundana, og hefi ég aldrei á ævinni verið vitni
að öðrunt eins ólátum og í þessum hundskepnum, með-
an hann var að höggva ofan í þá kynstrin öll af geddu.
Ég spurði hann, hvort skrínur okkar væru óhultar fyr-
ir hundunum um nóttina, og fullvissaði hann mig um,
að þegar búið væri að kappgefa þeim, mundu þeir láta
mat okkar í friði, enda væri þar ekki greitt aðgöngu.
Mikið kom á okkur morguninn eftir, þegar við sáurn
að brotizt hafði verið inn í skrínurnar, fjalirnar nagaðar
í búta, allt ætilegt uppétið og hitt sundurrifið og tætt
út um allt.
Framhald.
256 Heima er bezt