Heima er bezt - 01.07.1965, Side 23

Heima er bezt - 01.07.1965, Side 23
blotnuðu fljótt, og síðkápan hlífði lítið eftir að hvessti. Svona þrömmuðum við áfram, matarlaus og gegndrepa og óðum aurbleytuna í ökla, þar sem vegurinn var verst- ur. Ekkert okkar hafði farið þessa leið fyrr, og okkur kom saman um, að þetta væri leiðinlegasta og lengsta heiði á landinu. — Loks komum við að litlum timbur- skúr austarlega á heiðinni. En þar var litla hressingu að fá. — Undanfarin sumur hafði maður dvalið í þessum skúr og selt ferðamönnum gosdrykki og öl. Nú var þarna ekkert að sjá annað en tóma öikassa og flöskur. — Veðrið lægði heldur, er austar dró á heiðina, en úrfellið \ ar hið sama. Sumum fór nú að kólna, en aðrir fóru að þreytast. Stúlkurnar kusu nii að velja sér heiðarföru- naut og styðja sig við arm hans, og dreifðist hópurinn nú nokkuð. Þau sem voru létt á sér og köld, fóru að hlaupa, þegar hallaði austur af og drógu þá langt fram úr, en þau, sem voru þreytt og heit, settust á vegar- brúnina og hvíldu sig. Enginn óttaðist að tylla sér nið- ur, því að meira var ekki hægt að blotna, en þegar var orðið, þar sem allir voru eins og af sundi dregnir. Klukkan rúmega ellefu um kvöldið vorum við að tínast heim túnið á Kárastöðum, holdvot og að þrotum komin af sulti, eftir rösklega 11 klukkutíma göngu. Á Kárastöðum fengum við hinar beztu viðtökur. Lá nú fyrst fvrir að jafna fólkinu niður í rúmin, og draga af því vosklæðin. En þá vandaðist málið. Rúmin voru til fyrir 10, en þannig var herbergjum háttað, að í einu stóru herbergi voru tvö tveggja manna rúm, en í þrem- Brennugjá. Flosagjá. ur litlum herbergjum voru tvö eins manns rúm, mjó eins og prjónastokkur. Þarna stóð hnífurinn í kúnni! Stúlkumar vora fimm og piltarnir fimm, og ekki var hægt að jafna öðruvísi niður í rúmin, en að annaðhvort yrðu piltur og stúlka að sofa í sama herbergi í tveimur rúmum, eða tveir piltar og tvær stúlkur að sofa í tveim- ur tveggja manna rúmum í stóra fjögra manna herberg- inu, ef það þætti betra, en þó leysti það ekki vandann. Nú var úr vöndu að ráða. Húsmóðirin spurði mjög kurteislega, hvort engin hjón væru í hópnum, eða per- sónur, sem gætu að minnsta kosti sofið í sama herbergi. Allir þögðu. Þetta leit ekki vel út. Vatnið lak úr fötum okkar og smálækir mynduðust á stofugólfinu. Tenn- urnar glömruðu í munninum og allir vildu komast sem fyrst í rúmin, en enginn vildi kveða upp úr með neitt.# Endirinn varð sá, að við tveir, sem grennstir vorum °g yngstir, buðumst til að sofa saman í öðru mjóa rúm- inu í einu tveggja manna herberginu, en ein stúlka fékk tvö rúm til umráða í næsta herbergi. Rúmið okkar var hræðilega mjótt og engin leið að sofa, nema andfæting, og varð okkur hugsað til auða rúmsins í næsta herbergi, *) UM morguninn sögðu stúlkurnar, að alveg hefði þeim verið sama, þótt þær hefðu sofið einar í rúmi í sama herbergi og einhver piltanna. Heima er bezt 259

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.