Heima er bezt - 01.07.1965, Blaðsíða 24

Heima er bezt - 01.07.1965, Blaðsíða 24
Víkingaskipið i Almannagjá. en hóf er bezt í hverj u einu hugsuðum við líka og hreyfðum okkur ekki úr prjónastokknum. Allir urðu að tína af sér ytri og innri flíkur og af- henda til þurrkunar, og hreiðra um sig undir sænginni í þeim klæðum einum, sem þau Adam og Eva stóðu í í Paradís, fyrir syndafallið. Eftir mikið orðaskvaldur og umræður, — því að hljóð- bært var á milli herbergjanna, — sofnaði loks allur hóp- urinn. Morguninn eftir vöknuðu allir vel hressir í sæmi- legu veðri. — En þegar ég fór að athuga mína fínu skó, þá voru þeir svo illa útleiknir eftir gönguferðina, að ekki kom til mála að hægt væri að setja þá á sig. Ég bað þá húsmóðurina að finna mig og hún gat leyst þetta vandamál mitt. Hún lét mig fá grænlitaða sauðskinns- skó, og á þeim skóm skoðaði ég Þingvöll þann dag. Um hádegið kom svo sr. Magnús og nokkrir nem- endur með honum í þeim eina bíl, sem þá var í lagi í Reykjavík. Þeir nemendur, sem ekki komust í þann bíl, urðu að sitja eftir með sárt ennið. Þennan dag skoðuðum við hinn merka sögustað, með leiðsögn sr. Magnúsar Helgasonar, og er mér sú leið- sögn minnisstæð. Munu fáir hafa verið honum jafn- snjallir í því, að gera löngu liðna atburði lifandi í frá- sögn sinni, — og söguþekking hans var með afbrigð- um. — En veðrið var fremur leiðinlegt, vestan skúra- veður, og velli sá ég þá enga, en aðeins gráa móa, grjót og gjár. En það var eins og hver blettur og hver steinn fengi líf og lit, er sr. Magnús sagði frá. Ég hefi oft komið á Þingvöll síðan og oft í yndislegu veðri, þegar fegurð staðarins naut sýn vel, en mér er þessi fyrsti dagur minn á Þingvöllum mjög minnisstæður. Þegar á daginn leið, var farið að ræða um ferðina heim til Reykjavíkur. Var strax ákveðið að kvenfólkið, sem í förinni var, skyldi fara til Reykjavíkur í bílnum þá strax um kvöldið, og auk þess það af karlmönnun- um, sem hægt var í bílinn að troða. Þá voru víst engin lög eða reglur um hleðslu bíla. Þeir, sem ekki komust í bílinn skyldu gista á Kárastöðum næstu nótt, og yrðu þeir svo sóttir daginn eftir, ef bílfært yrði, en á því lék nokkur vafi. Það var strax samþykkt að ég færi í bíln- um, ef mögulegt væri, þar sem mínir grænu sauðskinns- skór voru illa útleiknir eftir daginn og lítið eftir af þeim annað en vörpin. Ferðin til Reykjavíkur gekk erfiðlega, en bílstjórinn sýndi mikinn dugnað og þolinmæði, og farþegarnir gerðu sitt til þess, að bíllinn yrði ekki eftir uppi á Mosfellsheiði. Og mikið þurftum við að ýta og strita, áður en þrautin væri unnin. Loks komum við þó á fær- an veg og var þá ekið með hraða til Reykjavíkur. Á miðju Austurstræti var okkur hleypt út úr bílnum, og er ég ekki frá því að við höfum litið hálf skringilega út, eins og við vorum útötuð eftir aursletturnar, sem við fengum við að ýta bílnum upp úr forinni. En enginn var þó verr settur en ég á fjölfarinni götunni á mínum grænu skóvörpum. Vegurinn reyndist þannig á heimleiðinni, að ekki var tahð viðlit að reyna að fá bíl til að fara austur daginn eftir, — og voru nú góð ráð dýr. Sr. Magnús skólastjóri hafði orðið eftir fyrir austan og ekki gátum við unað því, að hann þyrfti að ganga til Reykjavíkur. Jónas Tómasson bóksali á ísafirði, sem var einn í gönguförinni austur, og komið hafði með mér í bílnum til Reykjavíkur, tók að sér að fara upp í Mosfellssveit snemma næsta morgun og reyna að safna saman hest- um til að sækja þá, sem eftir urðu. Honum tókst að ná saman nokkrum hestum, en þó ekki eins mörgum og mennirnir voru fyrir austan og reið nú hratt, sem leið liggur austur að Kárastöðum. Austarlega á heiðinni mætti hann Þingvallaförunum. Voru þeir komnir þar allir á göngu til Reykjavíkur, og þar á meðal sr. Magn- ús, þótt aldraður væri. Fór nú sr. Magnús á hestbak og svo margir af hinum, sem hestar voru til fyrir, en þeir hraustustu lögðu land undir fót og komu gangandi til Reykjavíkur nokkru á eftir reiðmönnunum um kvöld- ið. — Voru þá loks allir þátttakendur í Þingvallaförinni komnir til Reykjavíkur, eftir þriggja daga ferð og gang og höfðu sumir gengið báðar leiðir. Ég býst alveg eins við að þeir, sem lesa þennan þátt um Þingvallaferð fyrir 50 árum, trúi naumast frásögn- inni, sérstaklega yngra fólkið. Bílaöldin var þá aðeins 260 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.